Fréttablaðið - 11.01.2023, Page 14
Stóri framrúðu
skjárinn sem meðal
annars getur sýnt leið
sögukerfi í raunmynd
gæti farið að sjást í fram
leiðslubílum strax árið
2025 að sögn BMW.
Fyrra skiptið sem
Toyota kynnti bíl
með Prologuenafninu
var í Aygo X Prologue
sem var nánast eins í
endanlegri útgáfu sinni.
njall@frettabladid.is
Tæknifyrirtækið Sony, í samstarfi
við bílaframleiðandann Honda,
frumsýndi frumgerð Afeela-raf-
bílsins á CES-sýningunni en hann
mun fara í framleiðslu árið 2026.
Það var forstjóri Sony Honda
Mobility fyrirtækisins, Yasuhide
Mizuno, sem frumsýndi bílinn við
hátíðlega athöfn og útskýrði um
leið að bíllinn væri ný tenging á
milli fólks og flutninga.
Afeela er nafn frumgerðar bíls-
ins en ekki hefur verið gefið upp
hvað hann mun heita þegar hann
kemur í framleiðslu. Um fjögurra
dyra hlaðbak er að ræða
með ávölum línum,
myndavélum í
stað
spegla og engum hurðarhand-
föngum. Bíllinn er 4.895 mm
langur og 1.900 mm breiður sem
eru svipuð hlutföll og í Hyunda
Ioniq 6. Að framan verður tvöföld
klafafjöðrun en fjölarma að aftan.
Framleiðslubíllinn mun nota staf-
ræna Snapdragon-undirvagninn
frá Qualcomm sem notað getur
gervigreind. Alls eru 45 mynda-
vélar og skynjarar sem sjá um að
meta umhverfi bílsins og gefa
honum möguleika á að nota þriðja
stigs sjálfkeyrslubúnað í fram-
leiðslugerðinni. Hægt verður að
panta fyrstu bílana á fyrri hluta
árins 2025 en fyrstu bílarnir verða
afhentir snemma árs
2026. n
Sony Honda Mobility kynnir Afeela
sem fer í framleiðslu árið 2026
CES-tæknisýningin í Las
Vegas er smám saman að
breytast í bílasýningu og
meðal bílaframleiðenda þar
var BMW með i Vision Dee
tilraunabílinn. Bíllinn er
tilraunaverkefni og nokkurs
konar framtíðarsýn BMW
en sýnir um leið hvaða leiðir
framleiðandinn er að fara í
tækni og hönnun.
njall@frettabladid.is
Dee stendur fyrir Digital Emotional
Experience og er hugsunin að skapa
sterkari tengsl notenda við bíla
sína. Einfaldleikinn er allsráðandi
í útliti en notandinn getur valið
um fimm stig snertinæms stjórn-
búnaðar sem blandar þá stafrænni
upplifun við raunveruleikann.
Það er aðallega gert með stórum
fram rúðu skjá og á fyrstu tveimur
stigunum er lítið af upplýsingum.
Á þriðja stigi koma upplýsingar frá
símkerfi eða hljómtækjum en á
fjórða stigi eru komnir möguleikar
eins og leiðsögukerfi sem blandar
saman tölvumynd og raunveru-
leikanum. Á fimmta stigi er bíllinn
stopp og þá dökkna rúðurnar á
meðan notandinn nýtur upp-
lifunar eins og sjónvarpsefnis frá
streymisveitu eða þess háttar.
Sumt sem er kynnt í þessum
bíl er á leiðinni frá BMW á næstu
árum, eins og Neue Klasse-undir-
vagninn, en að sögn forstjóra
BMW, Oliver Zipse, er BMW að
hanna 3-línu og jeppling sem
byggja á atriðum sem sjá má í i
Vision Dee. Stóri framrúðuskjár-
inn gæti einnig farið að sjást í
BMW-bílum frá 2025 ásamt útliti
fram- og afturljósa bílsins að sögn
BMW. Ljósabúnaður bílsins er
búinn teiknimyndahugbúnaði
svo að bíllinn getur sýnt svip-
brigði og þannig „talað“ við aðra
ökumenn. n
BMW sýnir tæknitröllið
i Vision Dee í Las Vegas
njall@frettabladid.is
Toyota hefur frumsýnt Pro-
logue-tilraunabílinn sem tilvísun
í hvernig nýr C-HR muni líta út,
en sá bíll er væntanlegur á seinni
hluta ársins. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem fylgja bílnum
verður um tvinnbíl að ræða sem
mun leysa Toyota Prius af hólmi á
vissum mörkuðum, þótt ekki verði
það reyndin hér.
Þetta er í annað skipti sem
Toyota notar Prologue-nafnið
en í fyrra skiptið var það í Aygo
X Prologue, sem var nánast alveg
eins og bíllinn sem fylgdi í kjöl-
farið. Eins og sjá má líkist bíllinn
mikið þeim einkaleyfismyndum
sem við birtum af bílnum fyrir
skömmu. Bíllinn mun nota sama
TNGA-undirvagn og fyrri kynslóð
og fá fimmtu kynslóð tvinnkerfis
Toyota og nú verða boðinn í fyrsta
skipti sem tengiltvinnbíll. Líklegt
er talið að um sömu tveggja lítra
vél og 191 hestafls aflrás verði að
ræða og í nýjum Prius. Í honum er
drægi rafhlöðunnar tæpir 100 km.
Ekki verður um 100% rafdrifna
útgáfu að ræða í nýjum C-HR þar
sem að Toyota áætlar að kynna
nýjan bZ-rafbíl sem er aðeins
stærri en C-HR. n
Toyota kynnir Prologue
sem nýjan C-HR
Valið var að nota einfalt útlit hlaðbaksins til að kynna bílinn svo það tæki ekki athyglina frá tæknibúnaðinum.
MYNDIR/BMW
Að innan er eins arms-stýrishjól miðpunkturinn enda birtast allar upp-
lýsingar á framrúðunni.
Stærð nýs C-HR er nánast sú sama og áður en mesta breytingin er á C-bita
sem nær aftar en áður. MYND/TOYOTA
njall@frettabladid.is
Volkswagen hefur tekið næsta
skref í þróunarsögu VW ID.Areo
tilraunabílsins og kynnt hann
sem ID.7 á Consumer Electrics-
sýningunni í Las Vegas. Þessi raf-
tækjasýning hefur á undaförnum
árum stækkað nokkuð og hafa
nokkrir bílaframleiðendur notað
tækifærið til að kynna nýja raf bíla
sína þar. Volkswagen ID.7 er ætlað
að keppa beint við bíla eins og
Tesla Model 3 en ID.7 verður frum-
sýndur í heild sinni síðar á árinu.
Volkswagen kynnti á sýning-
unni mörg tækniatriði bílsins
sem vekja nokkra athygli. Fyrir
það fyrsta er drægi upp á allt að
700 km. Að sögn tæknimanna
Volkswagen er það hægt með
einstaklega góðri loftmótstöðu
bílsins, en ekki er gefið upp
hvort hann noti stærstu rafhlöðu
merkisins eða ekki. Í öðru lagi
mun hann koma með sama 15
tommu upplýsingaskjá og næsta
útgáfa ID.3 sem meðal annars
inniheldur baklýstar ljósarendur
til að stjórna hljóðstyrk eða mið-
stöð og bæta á notkunareiginleika.
Volkswagen ID.7 er 4.940 mm á
lengd, 1.860 mm á breidd og 1.530
mm á hæð svo að hann er aðeins
stærri en Tesla Model 3. Hjólhaf
ID.7 er einnig stærra eða 2.970
mm. n
Volkswagen kynnir nafnið ID.7 í staðinn fyrir ID.Areo
Volkswagen ID.7 var kynntur með lítils háttar felubúningi á ytra byrði sínu
sem skipt getur um lit með fjarstýringu. MYND/VW GROUP
Nýr 15 tommu upplýsingaskjár er
hluti af nýrri hönnun mælaborðsins.
2 BÍ L A BL A ÐI Ð 11. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR