Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2023, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 11.01.2023, Qupperneq 16
Með 100 kWst rafhlöðu fær bíllinn allt að 800 km drægi en tveir rafmótorar gefa bílnum samtals 670 hestöfl. Peugeot, eins og margir aðrir bílaframleiðendur, notaði CES-tæknisýninguna í Las Vegas til að frumsýna nýjasta tilraunabíl merkisins. Peugeot Inception er stór og sportlegur fólksbíll sem er byggður á stóra STLA-undir- vagninum, en sá undirvagn er skalanlegur og verður undir Peugeot-bílum fram- tíðarinnar. njall@frettabladid.is Bíllinn er fimm metrar á lengd og milli hjóla hans er 100 kWst raf- hlaða með allt að 800 km drægi. Tveir rafmótorar eru í bílnum hvor á sínum öxli svo að hann er fjór- hjóladrifinn. Samtals eru þeir 670 hestöfl og því getur bíllinn farið í hundraðið á undir þremur sekúnd- um. Rafkerfi bílsins er 800 volt sem er í fyrsta skipti sem Peugeot byggir þannig bíl. Útlit bílsins er með enn meiri áherslum á þrískipt aðalljós en áður og hvassar línur hans munu fara að sjást í framleiðslubílum Peu- geot strax á þessum áratug. Eins og búast mátti við frá Peu- geot er innanrými hans sér á parti. Innanrýmið kallast Hypersquare og er með ferköntuðu stýri og er stafrænn stjórnbúnaður á öllum fjórum hornum þess. Peugeot áætlar að kynna fyrstu framleiðslu- bílana með Hypersquare-innan- rýminu strax árið 2026. Þar sem stýrið er tölvustýrt er engin stýrisás og því var hægt að hanna innan- rýmið upp á nýtt. Fyrir aftan stýrið er sérstakur hringlaga skjár sem sýnir helstu upplýsingar, en bíllinn er líka með fjórða stigs sjálfkeyrslubúnaði. Þegar það er gert hverfur skjárinn ofan í mælaborðið. n Flatarmál glers í yfirbyggingu Inception er 7,25 fermetrar en hluti þess er yfir afturljósunum. MYNDIR/STELLANTIS Hypersquare- innanrýmið er algerlega ný hönnun og er ferkantað stýri og hringlaga skjár eins og ein- hver öfugmæli. njall@frettabladid.is Ameríski tæknirisinn Qualcomm hefur smíðað tilraunabíl til að kynna næstu kynslóð tæknibún- aðar síns og frumsýndir gripinn á CES-tæknisýningunni í Las Vegas. Meðal þess sem kynnt var í nýja bílnum er næsta kynslóð gervi- greindar og raddstýringarbúnaður. Bíllinn hefur ekki fengið nafn enda aðeins nokkurs konar kynningarbás fyrir hinn nýja Snap dragon stafræna undirvagn. Að sögn Qualcomm sýnir hann notkunarmöguleika næstu kyn- slóðar ökumanna. Bíllinn er kúpu- laga með hurðum sem opnast sitt í hvora áttina og risastórum upp- lýsingaskjá sem nær yfir alla breidd bílsins. Gervigreindin getur lesið andlit farþeganna og stillt hluti eins og sæti, miðstöð og upplýsingakerfi eftir þeirra þörfum. Með sérstökum hljómbúnaði er bílnum skipt í hljóðsvæði fyrir hvern notanda. Notkun snertiskjás er minnkuð með nýjum raddstýringarbúnaði. Risaskjárinn kemur frá taívanska fyrirtækinu AUO og er 55 tommur enda á milli. Auk þess eru tveir stórir skjáir í aftursætum þar sem hægt er að spila leiki og horfa á efni frá streymisveitum. Meðal annarra samstarfsaðila eru fyrirtæki eins og Amazon Music, Bose, Zoom og Vec- tor Unit leikjaframleiðandinn. n Qualcomm smíðar bíl til tæknikynningar Fjögur mismunandi svæði í bílnum eru fyrir hvern notanda hans. MYNDIR/QUALCOMM Skjárinn fyrir framsæti er 55 tommur á breidd og gegnum hann má til dæmis fá myndsímtöl. Peugeot Inception frumsýndur á CES Felgurnar undir bílnum eru prófunarfelgur en búast má við stærri felgum á næstu kynslóð X2. MYND/AUTO EXPRESS Fyrstu njósnamyndir af BMW iX2 njall@frettabladid.is Von er á annarri kynslóð BMW X2 á næstunni og Auto Express-vef- miðillinn sýndi á dögunum fyrstu myndir af rafútgáfu sama bíls. Bíllinn mun nota sama undirvagn og BMW X1 og því mun margt vera svipað í tæknibúnaði þessara bíla. Það sem vekur athygli er breytt útlit X2 og þá sérstaklega að aftan- verðu, en hliðarlínu hans svipar meira til bíla eins og X4 coupe. Að framan svipar rafbílnum mikið til iX1 með sömu gerð af framljósum og svipuðu formi á grilli. Aftur- glugginn hallar aðeins lítillega og þótt afturljósin séu vandlega falin sjást þau nógu mikið til að líkjast ljósunum á X1. Undirvagninn er UKL2 eins og í iX1 sem þýðir að bíllinn fær líkast til sömu 64,7 kWst rafhlöðu með 308 hestafla rafmót- orum og 494 Nm togi. BMW iX1 er 5,7 sekúndur í hundraðið en aðeins þyngri iX2, ætti samt að vera innan við sex sekúndur þangað. Drægi iX1 er 440 km en þegar betra loftflæði nýs iX2 er haft í huga má jafnvel búast við betri tölum þar. n njall@frettabladid.is Eftir frumsýningu Mercedes á GLC-jepplingnum í fyrra er nú röðin komin að GLC Coupe. Von er á bílnum síðar á árinu en Auto Express birti nýjustu njósnamynd- ir af bílnum á dögunum með mjög litlum dulbúningi. Bíllinn fer í sölu seint á þessu ári og mun keppa við BMW X4 til að mynda. Að framan má sjá að notast verður við sama framenda og á GLC að mestu leyti. Notast er við sama tvískipta grillið með þriggja arma stjörnum á víð og dreif. Þessu til viðbótar verður hann með Digital Light- ljósabúnaðinum sem getur skipt um form ljóskeilunnar. GLC Coupe kemur á sama MRA2-undirvagni og C-línan og þess vegna er innréttingin að mestu leyti sú sama. Fyrir miðju er 11,9 tommu snertiskjár með MBUX- kerfi. Fyrir framan ökumann er svo 12,3 tommu upplýsingaskjár. Þar sem þaklínan að aftan er talsvert hallandi mun það taka nokkuð af 600 lítra farangursrými GLC-jepplingsins. Líkt og í honum mun Coupe-útgáfan fá rafmagn í öllum sínum útfærslum, allt frá 48 volta tvinnkerfi upp í þrjár gerðir tengil tvinnbíla með allt að 100 km drægi. Í þeim öllum er 31 kWst rafhlaða og 134 hestafla rafmótor. Öflugri útgáfan mun skila 376 hestöflum samtals og 650 Nm togi. Ekki er von á rafútgáfu þar sem að EQC fyllir þann bás. n Nýjustu myndir af GLC Coupe Mercedes-Benz GLC Coupe er enn straumlínulagaðri en áður með mikið afturhallandi afturenda. njall@frettabladid.is Eins og aðrir framleiðendur pall- bíla er Ram pallbílamerkið með rafdrifinn pallbíl á prjónunum, en Ram notaði einmitt CES sýninguna í Las Vegas til að frumsýna til- raunaútgáfu bílsins sem væntan- legur er á næsta ári. Um tiltölulega fullbúinn bíl er að ræða og auðvelt að ímynda sér að hann fari ekki langt frá því sem sýnt var í Las Vegas. Útlit bílsins er langt frá því sem við höfum áður séð í kassalaga Ram pallbílum. Allar línur eru ávalari og díóðuljós sem ná yfir alla fram- hliðina og þá einnig merki bílsins, eru mjög áberandi. Hliðarhurðir sem opnast í sitt hvora áttina gætu jafnvel náð á framleiðslustigið. Inni í bílnum eru tvær sætaraðir með tveimur sætum hvor, en hægt er að fjarlægja aftursætin og einnig miðjustokkinn. Hægt er að lengja í pallinum og opna inn í farþega- rýmið svo að hægt er að flytja hluti sem eru allt að 5,5 metrar að lengd. Inni í bílnum er tvískiptur miðju- skjár en aðeins er framrúðuskjár fyrir ökumanninn. Bíllinn verður smíðaður á skalanlegum STLA- undirvagni Stellantis sem býður upp á 800 volta rafkerfi. n Ram með rafdrifinn pallbíl á CES Áætlað er að framleiðsluútgáfa Ram rafmagnspallbílsins komi á markað 2024. 4 BÍ L A BL A ÐI Ð 11. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.