Fréttablaðið - 11.01.2023, Síða 18

Fréttablaðið - 11.01.2023, Síða 18
Í akstri í talsverð- um snjó kom bíllinn þægilega á óvart fyrir að ráða vel við þungan snjó. Grunnverð: 8.790.000 kr. Hestöfl: 213 Tog: 250 Nm Eyðsla bl. ak.: 6,1 l/100 km CO2: 139 g/100 km L/B/H: 4.680/1.840/1.725 mm Hjólhaf: 2.705 mm Veghæð: 190 mm Eigin þyngd: 1.992 kg Dráttargeta: 1.650 kg Farangursrými: 560 lítrar Nissan S-Trail ePOWER KOSTiR n Vel búin grunnútgáfa n Pláss í miðjusætaröð gallaR n Verð n Fótapláss í öftustu sætaröð Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Einn af vinsælli jepplingum landsins síðastliðna tvo ára- tugi er Nissan X-Trail sem kemur nú í nýrri útfærslu með rafdrifi á öxlum en bensínvél fyrir rafhlöðuna. Mikið vatn hefur nú runnið til sjávar síðan X-Trail var kynntur hérlendis snemma árs 2002 hjá Ingvari Helgasyni á Sævarhöfðan- um. Bíllinn er áfram til sölu þar þótt umboðið heiti nú BL en áætlað er að kynna bílinn í febrúar. Fréttablaðið hafði bílinn til reynsluaksturs í byrjun janúar líkt og þegar blaðamaður reynsluók fyrstu kynslóð bílsins fyrir DV-bíla fyrir 21 ári síðan. Eins og þá voru alvöru vetraraðstæður til prófunar og reyndi því vel á torfærueigin- leika bílsins. Óhætt er að segja að nýr X-Trail hafi stækkað nokkuð frá fyrri kyn- slóð svo ekki sé talað um fyrstu kynslóð, en nýr X-Trail er nú sjö manna bíll. Um stærsta jeppling merkisins er að ræða sem áður seldi sjö sæta bíla eins og Patrol. Það er því ekki mikið hægt að kvarta yfir plássleysi í bílnum fyrir fremstu fimm farþegana, jafn- vel þrátt fyrir stóran og breiðan miðjustokk. Sætin eru mátulega stór og þægileg og auðvelt að opna hurðir þannig að allt aðgengi þar er fyrsta flokks. Rýmið í miðju- sætaröðinni er með besta móti og er bæði fótarými og höfuðrými allgott þó að glerþak taki aðeins frá höfuðrými fyrir þá hávöxnu. Það er kannski ekki alveg sama sagan þegar kemur að aðgengi í öftustu sætaröðina og ekki er mikið af plássi þar heldur, en það var nú viðbúið enda bíllinn í raun byggður á sama grunni og nýr Qashqai. Þess vegna er um sömu innréttingu og mælaborð að ræða í bílnum, og fá betur búnar útgáfur 12,3 tommu upplýsingaskjá. Einn- ig er stór skjár í mælaborði ásamt framrúðuskjá í dýrari útfærslum. Líkt og í Nissan Qashqai er bíllinn fyrst kynntur í E-Power- útfærslu þar sem að bíllinn er í raun rafdrifinn en með 1,5 lítra bensínvél sem sér um að halda rafhlöðunni fullhlaðinni. Vélin er oftast í gangi og slekkur aðeins á sér þegar stöðvað er og þegar bíllinn reynir lítið á sig. Þannig er bíllinn frekar hljóðlátur í f lestum almennum akstri en vélin lætur þó aðeins heyra í sér þegar bíllinn er undir álagi. Í akstri í talsverðum snjó kom bíllinn þægilega á óvart Rafmagnaður sjö sæta bensínbíll Hægt er að velja á milli fimm mis- munandi akstursstillinga og þar á meðal snjóstillingar. Með bílstjóra- sætið í öftustu stöðu er samt gott pláss fyrir fætur. Nýja mælaborðið er þægilegt í notkun og munar um nýjan 12,3 tommu skjá. Nýr Nissan X-Trail kemur sterkur inn á markað fyrir sjö sæta jepplinga með e-Power-rafdrifinu. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON fyrir að ráða vel við þungan snjó enda hægt að velja um mismun- andi akstursstillingar eins og til dæmis snjóstillingu, sem nýtir þá betur fjórhjóladrifið. Í heildina er gott að keyra bílinn, hann er almennt hljóðlátur, léttur í stýri án þess að það sé ónákvæmt og liggur vel án teljandi boddíveltu. En hvað fær maður fyrir pening- inn í Nissan X-Trail? Við prófuðum fjórhjóladrifinn e-Power-bíl í vel búinni Tekna-útfærslu en sá bíll kostar 10.990.000 kr. Vert er að minnast á að Acenta-útgáfan er einnig mjög vel búin en kostar milljón minna, og ef framhjóladrif- ið dugar er verðið komið niður í 8.790.000 kr. Talsvert framboð er á sjö sæta bílum í þessum flokki hér- lendis en helsti keppinautur hans í verði er eflaust Peugeot 5008, en dýrasta útgáfa hans kostar svipað og ódýrasta útgáfa X-Trail. Einnig er hægt að fá VW Tiguan í sjö sæta útgáfu en sá bíll er ekki á verðlista hjá Heklu. Hægt er að fá stærri sjö sæta Toyota Highlander frá 11.890.000 kr. og Hyundai Santa Fe frá 10.290.000 kr. Loks er Kia Sorento frá 10.590.777 kr. svo að segja má að X-Trail sé nær þessum stærri bílum í verði. n 6 BÍ l a Bl a Ði Ð 11. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.