Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2023, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 11.01.2023, Qupperneq 27
Mér fannst áhugavert að blanda saman staðreyndum og ein- hverju sem ég bjó til, sem sagt að búa til eins konar „gervivísindi“ Þegar ég var í MH upplifði ég óútskýrt svefnleysi þegar ég svaf ekki í þrjá mánuði. Arndís Lóa Magnúsdóttir skrifar um stúlku sem lendir í heilaskaða í ljóðabókinni Skurn. Henni finnst áhuga- vert að blanda saman stað- reyndum og skáldskap í skrifum sínum. tsh@frettabladid.is Ljóðskáldið Arndís Lóa Magnús- dóttir hefur sent frá sér sína aðra ljóðabók sem ber heitið Skurn. Bókinni hefur verið lýst sem ljóð- sögu á mörkum skáldsögu og ljóða en spurð um hvernig hún myndi sjálf lýsa bókinni segir Arndís: „Já, bókinni hefur verið lýst sem ljóðsögu af því að hún er mitt á milli ljóðabókar og skáldsögu. Sjálf kýs ég kannski frekar að líta á hana sem ljóðræna og svolítið skrítna stutta skáldsögu.“ Ég heyrði einhvers staðar að bókin hefði upphaflega átt að vera skáld- saga, hvernig og af hverju umbreytt- ist hún í ljóðabók? „Mig langaði til að fara aðeins meira út í tilraunir með formið heldur en í ljóðabókinni minni, Taugaboð á háspennulínu, sem kom út fyrir tveimur árum. Ég er ung og enn að prófa mig áfram og læra og mig langaði til að skrifa bók sem væri á mörkum hins hefðbundna forms skáldsögu og gæti jafnvel fallið í f leiri en eina kategóríu. Að endingu fannst mér knappara form henta bókinni betur. Þetta er svolítið erfitt efni, til- finningalega séð, því tvíburasystir sögu- manns lendir í slysi og hlýtur heilaskaða og mér fannst efnið komast betur til skila í færri orðum. Mér finnst sjálfri oft það áhugaverðasta í skáld- skap felast í hinu ósagða.“ Staðreyndir og gervivísindi Skurn segir frá tvíburasystrum og er sögumaðurinn stelpa sem segir sögu systur sinnar sem lendir í alvarlegu slysi og hlýtur heilaskaða. Fórstu í einhverja rannsóknar- vinnu þegar þú varst að skrifa bók- ina? „Ég get ekki beinlínis sagt að ég hafi eytt miklum tíma í rannsóknar- vinnu en þó einhverjum. Maður vill auðvitað vera trúr viðfangsefni sínu og fjalla um það af virðingu. Ég las mér svolítið til um heilann og áhrif höfuðkúpubrots áður en ég fór að stað með skrifin. En þótt sumt virki vísindalegt eða læknisfræðilegt er það oft uppspuni og í raun bara mitt ímyndunarafl. Mér fannst áhuga- vert að blanda saman staðreyndum og einhverju sem ég bjó til, sem sagt að búa til eins konar „gervivísindi“.“ Svaf ekki í þrjá mánuði Í einum kaf la Skurnar þar sem fjallað er um snertingu horfir sögu- hetjan á tvíburasystur sína í gegnum gler á gjörgæslu, þá minnist Arndís á tvær vísindakonur sem aldrei hafa verið til og eru hreinn tilbúningur. „Önnu Bombus sem sögð er hafa annast fólk eftir kjarnorkuslys og ekki mátti snerta það vegna geisla- virkni og stjarnfræðinginn Lunu Auer sem segir að það erfiðasta við geimferðir hafi verið snertingar- leysið, að geta ekki faðmað aðra manneskju. Í öðrum kafla þar sem ég tala um svefnleysi söguhetju minnist ég á að svefnleysi hafi hrjáð ýmsar frægar manneskjur, eins og Thomas Edison og Isaac Newton. Ég þekki líka svefnleysi af eigin raun því þegar ég var í MH upplifði ég óút- skýrt svefnleysi þegar ég svaf ekki í þrjá mánuði. Það má kannski líta á það sem eins konar heimildavinnu að nýta sér þá reynslu sem innblást- ur til að skrifa þessa bók,“ segir hún. Þetta hlýtur að hafa haft mikil áhrif á þig, fékkstu einhvern tíma skýringu á svefnleysinu? „Já, þetta hafði töluverð áhrif á mig og á fjölskylduna og ég var eig- inlega utanskóla eitt misseri í MH. Það fannst í raun aldrei nein hald- bær skýring á þessu önnur en sú að þetta hefði verið eitthvað taugalíf- eðlisfræðilegt sem er á læknamáli næsti bær við eitthvað guðlegt. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað við þessa lífsreynslu en ekki fundið henni farveg fyrr en í Skurn.“ Skáld og þýðandi Arndís starfar einnig sem þýðandi og í fyrra kom út þýðing hennar á skáldsögunni Ru eftir Kim Thúy. Þá fjalla sum ljóða hennar í Skurn um merkingu og inntak orða. Veitir tungumálið sjálft þér inn- blástur fyrir skrifin? „Já, ég held að það sé óhjákvæmi- legt þegar maður starfar bæði sem þýðandi og skáld annað en að fá gífurlegan innblástur frá tungumál- inu sjálfu. Þegar maður strandar á orði í þýðingu fer maður ósjálfrátt að hugsa hvers vegna sambærilegt orð sé ekki til í hinu málinu. Maður fær einnig mikinn innblástur bara við það að þýða. Það er nefnilega mjög skapandi ferli að koma sögu til skila yfir á eigið móðurmál. Sem þýðanda finnst mér ég líka eiga örlitla hlutdeild í verkinu sjálfu.“ Spurð um hvað sé næst á döfinni hjá henni segist Arndís vera komin með einhverjar hugmyndir en kveðst ekki vita hvaða form þau skrif muni taka. „Ég held að ég sé að fikra mig hægt og rólega upp í að skrifa lengri prósa. En ég hef ekki hugmynd um í hvaða formi það verður. Eins og ég sagði þá byrjaði ég að skrifa Skurn með allt annað form í huga en raunin varð svo. Nú er ég hins vegar að þýða dálítið heimspekilega barnabók. Það er öðruvísi að þýða fyrir börn en fullorðna, það er eins og maður finni til meiri ábyrgðar- kenndar, bæði gagnvart tungumál- inu og lesandanum. Tungumálið þarf að vera einfalt og skýrt en samt verður maður að gæta þess að van- meta ekki börn og náttúrulega alls ekki að tala niður til þeirra.“ n Innblásin af tungumálinu Bækur Drepsvart hraun Lilja Sigurðardóttir Útgefandi: JPV Fjöldi síðna: 297 Brynhildur Björnsdóttir Lilja Sigurðardóttir hefur fyrir löngu skipað sér á bekk með Arnaldi og Yrsu sem einstaklega góður glæpa- sagnahöfundur. Hún er þó ólík þeim að því leyti að bækur hennar hafa léttara yfirbragð og sverja sig ekki svo glatt inn í norrænu dimm- una sem á ensku kallast Nordic noir. Bækur hennar ganga frekar út á skemmtilegar f léttur, spennu og áhugaverðar persónur en sam- félagslegar krufningar og minna þannig frekar á Agöthu Christie en sænska rithöfundaparið Sjöwahl og Wahlöö sem má telja foreldra fyrr- nefndrar dimmu. Rígheldur allt til enda Í þessari fjórðu bók um fjármagns- spæjarann og líkamsræktarjaxlinn Áróru og prúða lögreglumanninn Daníel er hvergi slegið af lifandi og léttri frásagnargleði, skemmtilegum fléttum og plottsnúningum. Áróru kynntumst við fyrst í bókinni Hel- köld sól þegar hún kemur til Íslands eftir margra ára dvöl á Englandi til að leita systur sinnar sem er horfin. Þessi leit er eins konar leiðarstef gegnum bækurnar fjórar og því dregur til tíðinda í þessari bók þegar þriggja ára stúlka segist vera systirin endurfædd og virðist búa yfir upp- lýsingum sem koma skriði á málið. Á meðan á Daníel í sálarstríði því leigjandi hans og vinur, hin geð- þekka dragdrottning Lafði Gúgúlú, segir allt í einu upp leigunni og hverfur eins og dögg fyrir sólu. Í kjölfarið koma ógnvekjandi aðilar og krefjast upplýsinga um lafðina með dólgslegum hætti. Þessir þræð- ir f lækjast síðan sundur og saman um víðan völl áður en greiðist úr þeim í lokin í spennandi og grípandi sögu sem rígheldur allt til enda. Daðrar við James Bond Stundum trompar frásagnargleðin raunveruleikatenginguna eins og þegar maður á f lótta undan ógn- vænlegum óvinum eygir þann kost vænstan að fara Þrengslin á hest- baki til að komast á Selfoss, tiltölu- lega óvanur útreiðum og lítt kunnur hestinum, eða hversu auðvelt Áróra á með að tengja sig inn á tölvur hjá jafnvel vernduðustu kerfum, en það er bara svo skemmtilega sagt frá og sagan í svo léttum dúr að það skiptir engu máli, ljær f r á sög n i n n i í mesta lagi örlít- inn James Bond blæ sem er ekki leitt að líkjast. Þá er endu r- holdgunarhluti sögunnar einn- ig nokkuð fjar- stæðukenndur en líka áhuga- verður og fer söguheiminum vel. Skemmtileg- asti snúningurinn í sögunni er kynningin á baksögu dragdrottn- ingarinnar djörfu Lafði Gúgúlú sem sannarlega kemur á óvart á mörgum plönum og daðrar við vís- indaskáldskap á tímabili. Hinsegin persónur hafa alltaf leikið stórt hlutverk í bókum Lilju og margfalt líf lafði Gúgúlú sem fram að þessu hefur verið grínaktug aukaper- sóna í bókaflokknum er mjög skemmtilega útfært. Eins og áður sagði eru komnar út fjórar bækur um Áróru og leit hennar að systur sinni. Þó mörg kurl komi til grafar í þessari bók er ekki alveg loku fyrir það skotið að ein bók í við- bót leynist í frjóu og leik- glöðu hugskoti Lilju Sig- urðardóttur, aðdáendum þeirra beggja til ómældrar gleði. n Niðurstaða: Skemmtileg og leikandi glæpasaga sem daðrar bæði við vísindaskáldskap og James Bond. Leyndarmál Lafði Gúgúlú Arndís Lóa Magnúsdóttir starfar bæði sem skáld og þýðandi. FréttabLaðið/anton brink MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2023 Menning 15FréttabLaðIð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.