Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 17. janúar 2023
Hagsmunasamtök knattspyrnu-
kvenna halda málfund á fimmtudag.
gummih@frettabladid.is
Hagsmunasamtök knattspyrnu-
kvenna halda málstofu fyrir aðal-
fund félagsins á fimmtudaginn en
samtökin hafa það að markmiði
sínu að auka samstöðu, sýni-
leika, jafnrétti og virðingu innan
íþróttarinnar. Samtökin eru hugsuð
sem sameiningarafl í jafnréttisbar-
áttunni, jafnt innan knattspyrnu-
félaganna, sem og hreyfingarinnar.
Hagsmunasamtökin telja mikil-
vægt að opna umræðuna til að bæta
framtíð knattspyrnukvenna. Allar
konur eiga að geta leitað til sam-
takanna og fengið stuðning og hjálp
í baráttu innan knattspyrnunnar.
Málstofa í Verzló
Málstofan verður tvískipt. Í fyrri
hlutanum verður fjallað um viðhorf
og menningu innan fótboltasam-
félagsins sem annars vegar stuðlar
að og hins vegar stendur í vegi fyrir
kynjajafnrétti. Í seinni hlutanum
verður rætt um fjármögnun innan
hreyfingarinnar og hvernig hægt
er að efla fjárhagslega undirstöðu
kvennaknattspyrnunnar hér á
landi.
Hagsmunasamtökin voru
stofnuð árið 1990. Þau voru í dvala
í mörg ár en voru endurvakin fyrir
rúmu ári síðan. Allir þeir sem hafa
áhuga á að bæta framtíð kvenna-
knattspyrnunnar eru velkomnir á
málþingið og í framhaldinu verður
haldinn aðalfundur samtakanna.
Málstofan fer fram í Verzlunarskóla
Íslands og hefst klukkan 17.30 og
aðalfundurinn er síðan á dagskrá
klukkan 20. n
Ræða málefni
kvennafótboltans
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is
Halla Hákonardóttir og Sigríður Ásgeirsdóttir kynntust yndislegum hollenskum hjónum á Tenerife sem buðu þeim að halda jóga- og dansbúðir í jógaathvarfinu
þeirra í Masca-dalnum á Tenerife þar sem ríkir friður og náttúrufegurð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Halda jóga- og dansbúðir á Tenerife
innan um avókadó- og sítrónutré
Þær Sigríður Ásgeirsdóttir og Halla Hákonardóttir hafa undanfarin ár kennt saman blöndu
af jóga- og danstímum. Árið 2020 fóru þær svo saman í jógaathvarf á Tenerife sem átti
eftir að hafa áhrif á líf þeirra beggja. Í febrúar halda þær námskeið þar í fjórða sinn. 2