Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 22
Tíu ár eru liðin frá því að Vilborg
Arna Gissurardóttir lauk göngu
sinni á Suðurpólinn. Þangað
gekk Vilborg ein og það gerði hún
fyrst Íslendinga.
birnadrofn@frettabladid.is
Vilborg Arna Gissurardóttir lauk á þess-
um degi fyrir tíu árum göngu sinni á suð-
urpólinn. Hún var fyrst allra Íslendinga
til að ganga ein síns liðs á Suðurpólinn.
Vilborg Arna f laug frá Íslandi til
London í byrjun nóvember árið 2012
og þaðan til Punta Arena í Chile. Hún
dvaldi í Union Glacier-tjaldbúðunum í
nokkra daga en var svo flogið þaðan til
Hercules Inlet og þaðan hóf hún göngu
sína.
Upphaflega stóð til að gangan tæki 50
daga en vegna aðstæðna lengdist gangan
um 10 daga og Vilborg gekk 1.140 kíló-
metra á 60 dögum. Hún gekk um 18 kíló-
metra á dag í um 26 gráða frosti.
Á meðan Vilborg gekk á pólinn stóð
yfir söfnun til styrktar Kvennadeild
Landspítalans en Vilborg safnaði um
fimm milljónum með göngunni.
Vilborg Arna segist muna vel eftir
þessum degi fyrir tíu árum síðan. „Þetta
var mikill tilfinningarússíbani, ég var
hlæjandi og grátandi til skiptis,“ segir
hún.
„Það sat svolítið í mér að mér fannst
allt í lagi að fara ein í gegnum allt ferða-
lagið en ég var rosa leið að það væri
enginn til að fagna með mér. Svo skrítin
tilfinning að ná einhverjum svona rosa-
legum áfanga og vera bara ein,“ segir Vil-
borg Arna.
Hún bætir við að hún hafi svo hitt
fjóra stráka, það hafi verið ákveðin sára-
bót. „Þeir höfðu verið að ganga styttri
leið, svona 100 kílómetra. Ég þekkti
þá ekki neitt en þeir föðmuðu mig og
svona,“ segir hún.
„Þetta var leiðangur sem breytti lífi
mínu,“ segir Vilborg en frá því að hún
fór á Suðurpólinn hefur hún unnið við
verkefni sem tengjast útivist á einn eða
annan hátt.
„Ég var til dæmis á Suðurpólnum um
jólin, en þá var ég að stýra teymi, í ráð-
gjafahlutverki. Svo þetta hefur opnað á
skemmtileg tækifæri og verkefni,“ segir
Vilborg.
Hún segir að til þess að ná stóru mark-
miði, í líkingu við það að ganga ein á
Suðurpólinn, sé mikilvægt að hugsa
vel um sjálfan sig. „Maður þarf að vera
tilbúinn á öllum sviðum og geta tekist
á við alla þætti, sama hvort þeir eru
líkamlegir eða andlegir, ef eitthvað eitt
er brotið þá er maður aldrei að fara að ná
þessum árangri,“ segir hún.
Vilborg hefur áður sagt það í viðtölum
að þegar hún sé í göngum og leiðöngrum
hlusti hún mikið á hljóðbækur og hlað-
vörp. Hún segir margt hafa breyst á ára-
tugnum síðan hún gekk á pólinn.
„Ég gat alveg hlaðið og svona, ég var
með sólarraf hlöðu en þarna var ég
með ipod, ekki símann, maður þurfti
að hlaða öllu niður á ipodinn og það
voru ekki áskriftarþjónustur þannig
að ég fékk vini til að setja efni á ipod-
inn. Þarna voru heldur engin hlaðvörp
svo það hefur margt breyst,“ segir Vil-
borg.
Myndir þú vilja gera þetta aftur?
„Ég hugsa að ég myndi ekki fara
þarna ein, en ég gæti alveg hugsað mér
að „gæda“ einhvern, fara með einhverj-
um eða eitthvað svoleiðis,“ segir hún. n
Þetta var mikil tilfinninga-
rússíbani, ég var hlæjandi
og grátandi til skiptis.
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda
tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Jóhannes Víðir Haraldsson
flugstjóri,
Forsölum 1,
lést á Líknardeild Landspítalans
12. janúar. Útförin verður auglýst síðar.
Skapti Jóhannesson Hólmfríður Sigurðardóttir
Haraldur Jóhannesson Soffía Guðrún Gísladóttir
Jökull Trausti, Matthías, Kristófer Víðir,
Ásdís Elín, Jóhanna Kara og Fróði
Kær systir, mágkona og frænka,
Erla Guðbjörg Jónsdóttir
áður til heimilis á Hvolsvelli,
lést á hjúkrunarheimilinu
Mörkinni 12. janúar sl.
Útförin fer fram frá Áskirkju Reykjavík
þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ómar G. Jónsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kolbrún Gunnlaugsdóttir
tannsmiður,
Lækjasmára 96,
lést á heimili dóttur sinnar á Bonaire í
Karabíska hafinu þann 14. janúar sl.
Minningarathöfn mun fara fram síðar.
Þorbjörg Jónsdóttir
Kristín Anna Jónsdóttir René Sedney
Ásdís Ýr Ólafsdóttir Svavar Stefánsson
Kolbrún Ýr Ólafsdóttir Ólafur H. Torfason
Jón Karel Sedney
Natani Rós Margret Sedney
og barnabarnabörn
Móðir mín, systir og amma,
Inga Guðfinna
Hafsteinsdóttir
lést á heimili sínu í Alicante á Spáni
miðvikudaginn 2. janúar.
Útför hennar fer fram í kyrrþey.
Hafsteinn Thorberg Pálsson
Jón Garðar Hafsteinsson Lena Lenharðsdóttir
barnabarn og fjölskylda
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Kristbjörg Ólafsdóttir
frá Bergvík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
23. desember, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 18. janúar
klukkan 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jón Vikar Jónsson María Guðmundsdóttir
Karitas Erla Jóhannesdóttir Guðmundur Hafsteinsson
Jakobína J. Jóhannesdóttir Ólafur H. Steingrímsson
Ólafur Þorkell Jóhannesson Andrea Ingibjörg Gísladóttir
Dóra St. Jóhannesdóttir
Sveinbjörn V. Jóhannesson Sigrún Jóna Héðinsdóttir
Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kristófer Garðar Jónsson
Álfheimum 46, Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 4. janúar
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 19. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Landsbjörg.
Sigfús Garðarsson Kristjana O. Kristjánsdóttir
Ástríður Garðarsdóttir
Bára Garðarsdóttir
Einar Páll Garðarsson Sigríður O. Hrólfsdóttir
Berglind Garðarsdóttir Þórarinn Gunnarsson
Margrét Ríkharðsdóttir Egill H. Bjarnason
Guðmundur Ágústsson Sigríður Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jenny Lind Valdimarsdóttir
Hæðargarði 7a,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði,
fimmtudaginn 5. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
17. janúar kl. 11. Streymt verður frá athöfninni á vef
Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is.
Friðrik Friðriksson Halldóra H. Arnardóttir
Elsa Friðriksdóttir Sigurður Björnsson
Jórunn Friðriksdóttir Ómar Sigurðsson
Valdimar Leó Friðriksson Þóra H. Ólafsdóttir
Adolf Friðriksson
ömmubörn og langömmubörn
Leiðangurinn sem breytti lífinu
Vilborg Arna á Suðurpólnum 17. janúar árið 2013. Mynd/aðsend
Vilborg gekk um 18 kílómetra á dag í um
26 gráða frosti. Gangan tók 60 daga.
18 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 17. jAnúAR 2023
ÞRIÐJUDaGUR