Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 26
Varaskeifa, sjálfsævisaga Harry Bretaprins, situr á topplistum um allan heim. Bókin seldist upp á einum degi hér á landi, en hún kom í íslenskar verslanir á fimmtu- dag. Í Bandaríkjunum sló sala á útgáfudegi met Obama- hjónanna sem bæði rituðu sjálfsævisögu-metsölubækur. ninarichter@frettabladid.is Sjálfsævisaga Harry Bretaprins hefur slegið í gegn. Bókin, sem kallast á frummálinu Spare, er efst á lista hjá bæði Amazon og Bar- nes & Noble. Í breskri útgáfusögu hefur engin ævisaga selst jafn hratt og í öðru eins upplagi, og aðeins ein önnur bók hefur selst í stærra upplagi þvert á bókaf lokka og er það bók um annan frægan Harry - galdrastrákinn Harry Potter. Fjögur hundruð þúsund eintök af Varaskeifu seldust á útgáfudegi þar í landi, sé reiknað þvert á miðla, á prenti, hljóðbók og vef bók. Eru seld eintök 1,43 milljónir séu banda- rískir og kanadískir markaðir teknir með. Bóksali á Skólavörðustíg full- yrti í samtali við RÚV að bókin hefði selst upp á einum degi. Breska bóksalakeðjan Water- stones, greindi frá því í síðustu viku að bókin hefði verið vinsælasta bókin í forsölu í heilan áratug. Útgefandinn á Bretlandi er Trans- world Penguin og Random House er útgefandinn í Bandaríkjunum, þar sem salan hefur nú þegar slegið met. Í tilkynningu frá verkefnastjóra útgáfunnar, Larry Finlay, segir: „Við vissum alltaf að bókin yrði fanta- vinsæl en salan hefur farið fram úr okkar villtustu draumum.“ Opinberar deilur árum saman Slíkar fregnir ættu þó ekki að koma mikið á óvart, en Harry prins, her- toginn af Sussex og næstelsta barn Karls konungs og Díönu heitinnar, hefur verið fastagestur á síðum heimspressunnar frá fæðingu og hefur áhuginn margfaldast eftir að hann giftist bandarísku leik- konunni Meghan Markle, sem er orðin að einskonar prinsessustað- gengli fyrir bandarískan almenning í konungslausum sambandsríkjum. Hjónin sögðu sig frá konunglegum embættisskyldum árið 2020 og f luttu til Bandaríkjanna, ferli sem gekk ekki átakalaust fyrir sig. Hafa hjónin verið í opinberum deilum við konungsfjölskylduna síðan. Ástæðurnar sem Harry prins hefur gefið fyrir því að skrifa ævi- sögu sína eru að segja sögu sína á eigin forsendum og veita lesendum heiðarlega og hreinskilna innsýn í líf sitt. Harry hefur um nokkurra ára skeið lýst vilja til að skýra frá erfiðri Varaskeifa slær sölumet beggja vegna hafs Efnistökin í Spare eru öllu grófari en lesendur eiga að venjast úr ævisögum konungborinna. Fréttablaðið/ Getty reynslu sinni af bresku konungsfjöl- skyldunni og þeim atburðum sem leiddu til ákvörðunar hans og Meg- han um að slíta formlegu sambandi við krúnuna. Að deila hugsunum sínum og tilfinningum um málefni geðheilbrigðis, ræða kynþáttahatur sem beinst hefur gegn Meghan frá almenningi, fjölmiðlafólki og innan úr höllinni. Þá er rödd sögumanns ólíkt opinskárri en lesendur eiga að venjast úr konunglegum ævisögum. Eiturlyfjaneysla, stríðsþátttaka og hneykslismál innan raða tiginbor- inna rata á síðurnar og hafa reynst slúðurmiðlum óþrjótandi frétta- matur frá útgáfu. Stuðningur við Harry dalar Á Bretlandi virðist þjóðin nokkuð klofin í afstöðu til Harrys og Meg- han. Einhverjir hafa samúð með hjónunum og segjast styðja þau heilshugar á meðan aðrir eru gagn- rýnni og jafnvel þreyttir á „kon- unglegri dramatík ofurríks fólks í forréttindastöðu.“ Bresk skoðana- könnun YouGov bendir til þess að stuðningur við Harry sé að dala. Þá má spyrja hvort bókin komi til með að hafa áhrif á þau viðhorf. Auk vaxandi deilna „varaskeif- unnar“ við konung og ríkisarfa hefur andlát Elísabetar Bretadrottn- ingar á síðasta ári ýtt enn undir áhuga almennings. Leikin Netflix- þáttaröð um konungsfjölskylduna, The Crown, sem framleidd hefur verið frá árinu 2016, og nýir heim- ildarþættir frá sjálfum Harry og Meghan þar sem þau segja sína hlið mála, eru ekki síður breytur í því samhengi. Dæmi um aðrar frægar ævisögur konungsf jölskyldunnar eru: A King’s Story eftir Edward VIII., The Heart Has It’s Reasons eftir Wallis Simpson, Diana: Her True Story eftir Andrew Morton, My Story eftir Sarah Ferguson, The House- keeper's Diary eftir Wendy Berry, Kate eftir Claudia Joseph, Charl- es & Camilla: Portrait of a Love Affair eftir Brandreth og Gyles, The Diana Chronicles eftir Tina Brown, Richard II eftir Alison Weir, Henry VIII eftir David Starkey, Elizabeth I eftir Anne Somerset, George III eftir John Brooke, Victoria eftir Julia Baird og Elizabeth II eftir Sally Bedell Smith. n Við vissum alltaf að bókin yrði fantavinsæl en salan hefur farið fram úr okkar villtustu draumum Larry Finlay, bókaútgefandi Bækur Skurn, ljóðsaga Arndís Lóa Magnúsdóttir Útgefandi: Una, útgáfuhús. Kristján Jóhann Jónsson Ljóðsagan Skurn er raunsæilegt bókmenntaverk, hallar sér hvorki að furðum né stórmerkjum en með tungumálið að vopni freistar höf- undurinn þess að ná taki á kunnug- legum vanda: Þó að við getum vitað margt um það hvernig öðrum líður, getum við þá nokkurn tíma skilið það til fulls? Það getum við auðvit- að ekki og það veit ljóðmælandinn að sjálfsögðu allan tímann en hér eins og víðar er það ferðalagið en ekki áfangastaðurinn sem mestu skiptir. Leiðin að markmiðinu er mikilvægari en markmiðið sjálft. Þjáning okkar bitnar alltaf fyrst og fremst á þeim sem við elskum mest, segir jafnframt í ljóðsögunni Skurn og þetta er ekki orðrétt til- vitnun hér, en hugsunin er skýr. Sá sem við elskum mest er oft sá sem jafnframt elskar okkur mest. Í miðju þessarar ljóðsögu eru ein- eggja tvíburasystur og margir hafa haldið því fram að tengsl gerist ekki nánari en milli eineggja tví- bura. Önnur systirin slasast illa á höfði en hin þjáist og finnur til van- máttar síns. Meginefni bókarinnar er viðureign þeirrar óslösuðu við eigin þjáningu og uppgjör við þá staðreynd að „maðurinn er alltaf einn“ svo að vitnað sé í bókar- titil frá 1950. Maðurinn er að vissu leyti alltaf einn og enginn veit hvað undir annars stakki býr. Engu að síður finnum við til með öðrum og þjáumst þegar ástvinir okkar eru í lífsháska. En við erum dæmd til að vera ein í þeirri þjáningu, rétt eins og ástvinurinn, hringum okkur saman eins og beltisdýr, hvert í sínu lagi, svo að vísað sé í myndmál bókarinnar, og reynum að verjast áreitinu. Höfuðkúpan er brothætt eins og eggjaskurn. Þess vegna meðal ann- ars getur líf okkar leikið á bláþræði vegna óhapps sem gerist á augna- bliki. Skurnin milli lífs og dauða er líka næfurþunn. Getur geymt inni í sér allt sem skiptir okkur máli en jafnframt brotnað á einu andar- taki. Þekktur danskur höfundur notaði skurnina sem líkingu um varnarleysi andlegs heilbrigðis og veruleikaskynjunar. Líkingin við skurn hefur orðið vinsæl þegar menn vilja lýsa því sem virðist heilt og sterkt en getur brotnað umsvifalaust og eyðilagt líf okkar. Hér er hringurinn, kringla heimsins, kúluform höfuðsins og eggsins, og jafnframt skurnin milli lífsins og tómsins eins og ljóðrænn þráður í bókinni. Ljóðmælandi víkur oft að formi eða lögun til að víkja frá sér sárs- auka og allt sem kringlótt getur kallast verður annar burðarás í myndmálinu. Það er sterk leið til þess að segja frá sársaukanum án þess að nefna hann. n NiðurstAðA: Tilfinningarík ljóðsaga og fallegur texti. Undir annars stakki 22 menning FRÉTTABLAÐIÐ 17. jAnúAR 2023 ÞRiÐJUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.