Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Side 3
TIMARIT RAFVIRKJA
2.-3. TÖLUBLAÐ
DESEMBER 1949
3. ÁRGANGUR
IJtgefendur: Félag íslenz\ra rajvirlýa og Fé/ag löggiltra rajvirkjameistara Rey\javí\.
Ávarp frá Félagi löggiltra rafvirkjameistara
F.L.R.R. gerist þátttakandi að útgáfu þessa blaðs
Félag löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík
hefir ákveðið að þekkjast hið góða boð Félags
íslenzkra rafvirkja að gerast þátttakandi í útgáfu
þessa blaðs.
Árið 1939 hófst útgáfa Tímarits rafvirkja að
tilhlutun nokkurra áhugasamra manna innan
Rafvirkjafélags Reykjavíkur. Áhuginn var að
sama skapi mikill sem efnin voru lítil enda væntu
þeir sér stuðnings, sem þó ekki var í té látinn, af
þeim öðrum aðilum sem málefni stéttarinnar
snertu, svo rafvirkjameisturum, rafmagnsverk-
fræðingum, rafveitum og slíkum.
Þörfin fyrir rafvirkjastéttina að ráða yfir mál-
gagni sem náð gæti til meginþorra hennar var að-
kallandi þá og hún er það enn. Stéttin var ung og
með erfiða aðstöðu til mennta og því rík nauðsyn
að afla henni skilyrða til að fylgjast með sívaxandi
tæknilegum framförum og nýungum á sínu starfs-
sviði, ósamhugur var ríkjandi innan stéttarinnar,
og umkomuleysi hennar algjört gagnvart þjóð-
félaginu, enda aldrei að neinu spurð, jafnvel ekki
í þeim málum sem hún ein hafði aðstöðu til að
vita skil á.
Það var til að reyna að ráða bót á einhverju
þessara meina, sem stofnað var til útgáfu þessa
blaðs fyrir 10 árum síðan, þau hafa orðið blaðinu
erfið, en þrátt fyrir allt er það enn á stjái og nýtur
vaxandi vinsælda.
Nú hefir blaðinu borist allverulegur liðsstirkur
og ætti því að mega nokkurs af því vænta í fram-
tíðinni, enda verkefnin sem voru fyrir hendi við
upphaf þess enn óleyst að mestu.
Blaðið þarf því að vinna eftir mætti að mennt-
unarmálum rafvirkj astéttarinnar.
Það þarf að gera rafvirkjum auðvelt að fylgjast
með nýjungum í öllu er stéttina varðar.
Það þarf að innræta og ala upp með stéttinni
alúð við starf sitt, og kenna henni að vera trú
þeirri skyldu sem hún hefir tekist á herðar.
Það þarf að kenna almenningi að meðhöndla
viðkvæm tæki, því þá fyrst getur rafmagnið örugg-
lega orðið til verulegs gagns þegar almenningur
hefir lært að umgangast það réttilega.
Og síðast en ekki síst, það þarf að vinna raf-
virkjastéttinni það sæti sem hún að réttu lagi á
að skipa í þjóðfélaginu.
Allt þetta getur það gert, en það getur það
því aðeins stéttarbræður góðir að þið leggið því
ykkar lið. Þið þurfið að senda því greinar, hug-
myndir að efni, og auglýsingar, og þið þurfið að
lesa það allir.
Jónas Ásgrímsson.
Finnur B. Kristjónsson.
TÍMARIT RAFVIRKJA 1