Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Qupperneq 4
Óskar Hallgrimsson:
Iðnskólarnir þurfa að samhæfa fræðilegt- nám
og verklega reynslu
Á undanförnum árum hefur margt verið rætt
og ritað innan rafvirkjastéttarinnar, um hversu
ónóg og takmörkuð sú fræðzla sé, sem hinir
almennu iðnskólar láta í té. Hefur í umræðum um
þetta verið bennt á, hversu mikils ósamræmis
gæti milli hins fræðilega náms í skólunum og hins
verklega starfs. I þessu efni hefur þó á seinni
árum tvímælalaust orðið nokkur breyting til batn-
aðar; þó hinu sé ekki að leyna að enn skorti mikið
á að iðnfræðslan sé komin í það horf að raf-
virkjastéttin geti talið fullnægjandi. Fátt sýnir
betur hina algjöru vöntun á samhæfingu náms
og starf í þessu tilliti, en atvik er skeði í sambandi
við sveinspróf er háð var hér í Reykjavík á s. 1.
vori. í sveinsprófi þessu, sem var með þeim fjöl-
mennari en fram hafa farið í rafvirkjaiðn, gerðist
það, að flestir þátttakendur féllu á einu prófverk-
efnanna.
Og á hverju haldið þið?
Verklega prófinu? Nei, síður en svo, þeir voru
feldir á raflagnateikningu!
Þetta atvik vakti að vonum undrun margra;
sem betur fer eru slíkir atburðir ekki hversdags-
legir. Ekki dró það úr undrun manna, að vitað
var að margir þeirra er hlutu þennan ,,ómilda“
dóm prófnefndarinnar, höfðu lokið burtfararprófi
frá Iðnskólanum í Reykjavík í þessari sömu grein,
með mjög hagstæðri einkunn. Þar á meðal sumir
með um eða yfir 9 í einkunn, en við sveinspróf
mun í hæstalagi krafizt 5 sem aðaleinkunnar, til
þess að standast próf!
Það er næsta eðlilegt að spurt sé: Hvernig stend-
ur á því að nauðsynlegt er talið, að nemar sem
ganga undir sveinspróf, skuli þurfa að taka þar
próf í sömu greinum og þeir hafa þegar lokið
prófi í, við burtför úr Iðnskóla? Svar við slíkum
spurningum er að finna í reglugerð um iðnaðar-
nám, en þar er prófnefndinni uppálagt að láta próf-
taka ganga undir próf í iðnteikningu. Jafnframt
ber iðnskólunum, að sjálfsögðu, að veita nemend-
um kennslu í þessari sömu grein. Megin munur-
inn á þessu tvennu, og það sem veldur þeim
mikla mismun á einkunnargjöf þessara tveggja
aðila, er sá, að þegar iðnteikning er dæmd í iðn-
skóla er mest lagt upp úr handbragði og frágangi
teikningarinnar, en þegar prófnefnd dæmir sams-
konar teikningu, leggur hún megin áherzlu á upp-
byggingu raflagnarinnar í teikninguni! Frá sjón-
armiði rafvirkjastéttarinnar, staðfestir þetta það
sem haldið hefur verið fram; að iðnskólarnir
leggja ekki nægjanlega áherzlu á, að samhæfa
fræðilegt nám og verklega reynslu. Meðan svo er
getum við hvenær sem er átt von á því, að sagan
frá sveinsprófinu í vor, endurtaki sig. En það
hlýtur að vera metnaðarmál rafvirkjastéttarinnar
að hindra slíkt. Það verður bezt gert, með því að
stéttin beiti sér sameiginlega fyrir því, að iðn-
fræðslunni verði komið í viðunandi horf. Fyrsta
krafan í því sambandi ætti að vera sú, að iðnskól-
arnir samhæfi fræðilegt nám og raunhæfa kennslu,
byggða á reynslu stéttarinnar við verkleg störf.
Reynslan af þeim tveim prófum er hér hafa verið
gerð að umtalsefni, sveinsprófið í vor og burt-
fararprófið úr iðnskólanum, sýnir að slík krafa
er fullkomlega tímabær. Þegar þeim áfanga er
náð, verður án efa skammt til þess næsta í bar-
áttunni fyrir aukinni og bættri iðnfræðslu.
2 TÍMARIT rafvirkja