Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Qupperneq 7

Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Qupperneq 7
ELDINGAR Raforka framleidd með hita (2. grein) Hita samstæður þær, sem notaðar eru við hitamælingar, nefnast „pyrometer“. Mjög er breytilegt hvaða málmar eru notaðir í samstæð- urnar og fer það eftir hve háan hita á að mæla. Fyrir hitastig allt að 500° Cels. er hægt að nota Eir og Konstantan. Upp að 800° er Járn og Konstantan. Siemens & Halske hafa framleitt „Pyrometra“ fyrir hitastig allt að 1100° og nota Nikkel og Nikkel-Cromþi'æði. Við hitamælingar upp að 1600° hafa reynst vel samstæður úr Plat- inu og Platinshodium (10% Rhodium 90% Platina) Slíkar mælasamstæður eru venjulega þannig hyggðar að sammæti þráðanna eru innilokuð í eldföstu efni (t. d. hólk úr leir, postulini eða kvartsi) og þræðirnir ca. 150 cm. langir og 0,4—0,6 m/m gildir. gekk Nikulás í hans flokk, og rafvirkjun varð síð- an æfistarf hans. Þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur tók til starfa, var Nikulás ráðinn í hennar þjónustu, og var bráðlega falin forustustaða fyrir innlagninga- og umsjónardeild Rafmagnsveitunnar. Því starfi gengdi hann með þvílíkri elju, atorku og stjórn- semi, að deildin varð til fyrirmyndar í hans hönd- um. Það hefði mátt telja ærið æfistarf hverjum með- almanni, að byggja upp og stjórna umsjónardeild Rafmagnsveitunnar, á þann hátt, sem Nikulás gerði, en orkuforði hans og starfsþrek var meira en svo, að þetta viðfangsefni nægði honum. Hann tók jafnframt þátt í stjórnmálum, félagsmálum, atvinnumálum og kirkjumálum, og allstaðar gekk Nikulás fram með þeirri atorku og einbeittni, sem einkenndi hann alla æfi. Á síðari árum gerðist Nikulás einnig áhugasam- ur þátttakandi í tilraunum til öflunar vitneskju um áframhald lífs eftir líkamsdauðann. Nikulás Friðriksson var ekki steyptur í mót meðalmennskunnar. Orkuforði hans og athafna- þörf var miklu meiri en svo, að til meðallags gæti talist. Hann lét ekkert tækifæri ónotað til þess að Lengdin hefur þó ekki aðra þýðingu en þá að fjarlægja ytri tengingarnar frá hitanum. Gildleiki þráðanna fer eftir straummagni því, sem þeir eiga að leiða (og viðnámi efnisins). I slíkum hitamælum framleiðist (og eyðist) mjög lítil orka, en tekist hefur að byggja hita- súlur,. sem framleiða margfalt meiri orku. Til dæmist hafa verið smíðuð hleðslutæki, hituð með gasloga. Slík tæki, sem hafa verið framleidd í Þýzkalandi, gefa 4 volta spennu. Þau eru byggð úr 66 raðtengdum samstæðum úr Nikkel og Antimonmálmblöndu. Innra viðnám hitasúlunnar allrar er 0,65 Ohm. Við skammhlaup (kortslutn- ingu) getur tækið því gefið 0,65 : 4 = 6 Amp. straum. I hitasúlunum er hitanum breytt beint í rafmagn, þannig að önnurhvor sammæti eru hituð. Við orkubreytinguna kólna heitu sammætin og þurfa því stöðuga hitun. Köldu sammætin, afturámóti hitna og þurfa því afkælingu. Enn hefur sú aðferð, til að breyta hitaorku í raforku, sem hér hefur verið lýst ekki getað keppt við aðrar aðferðir, en hver veit . . . ? E. K. E. auk þekkingu sína og gera sig sem hæfastann til þátttöku í glímunni við vandamál samtíðar sinnar og hann var óragur til þátttöku í baráttu fyrir þeim málum, sem að hans dómi horfðu til umbóta og framfara. Menn litu upp þar sem Nikulás fór. Orð hans og athafnir mörkuðu spor á minningaskjöld sam- ferðamannanna. Spor, sem endast munu um sinn, þótt æfi hans sé á enda. Af starfi Nikulásar Friðrikssonar hlaut óhjá- kvæmilega að leiða margháttuð samskifti milli hans og okkar, hinna löggiltu rafvirkjameistara í Reykjavík. Samstarfið hefir sjálfsagt ekki alltaf gengið hljóðalaust, enda ekki við því að búast, þar sem umbótaviðleitni Nikulásar mun oft hafa átt að etja við íhald og tregðu af okkar hendi. En þrátt fyrir árekstra í einstökum dægurmálum, misstum við aldrei sjónar af hinum góðu kostum hans; dugnaði, árvekni og einbeittni í starfinu, og við munum jafnan virða og meta viðleitni hans til að hefja rafvirkjastéttina á hærra stig iðnmenningar og þroska. Nikulás er farinn. Við kveðjum hann sem góð- an samferðamann, án hans hefði förin orðið fá- breyttari. Júlíus Bjömsson. TÍMARIT RAFVIRKJA 5

x

Tímarit rafvirkja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.