Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Side 8
Jón Á. Bjarnason, rafmagnsverkfrœðingur:
BIPlM type
51IMÍ-INE
HEÍT
Um flúrlampa )
FLUOneiCCHT LAMFÍ
4o wjirr
l —r,— atrworr 1 r
n áTrj'ot-UBL.GriSLAH S 6o% zn?h Hiri HtT0H SKAltTA O* 0L£Arf*fL.
7,*\ðrr , 1 W* y U.7 w*rr tqTA JjrjXórr ~4
! L7ÓS lAiwírr 1 6EISLA- 26.** Tjmnnrmri f coMvrcjrfM - corJB wcrtoM I
4. mynd.
Þau leiðinlegu mistök áttu sér stað í
síðasta blaði, að grein Jóns A. Bjarna-
sonar var prentuð eftir ófullgerðu
handriti og án þess að próförk væri
lesin. Allmargar villur voru þessvegna
í greininni og er hún því endurprentuð
hér ásamt viðauka. Greinarhöfundur
og lesendur eru beðnir afsökunar á
þessum leiðu mistökum.
Gerður er greinarmunur á tveim mismunandi
tegundum flúrlampa, svo nefndum heitskauts og
kaldskauts lömpum. Heitskauts lampana má greina
í tvo flokka, tvítinda gerð (bipin type) og mjólínu
lampa (slimline). Áður en gerð er frekari grein
fyrir mismuni þessara tegunda, er rétt að minnast
lauslega á grundvallaratriði flúrlýsingar og helstu
hluta lampanna.
a) Flúr nefnist sá eiginleiki efnis að geta sogið að
sér nokkurn hluta, þess ljóss er á það (efnið)
fellur, en geislað því síðan frá sér aftur, sem
ljósi með annari (lengri) öldulengd. Utgeisl-
unin á sér aðeins stað á meðan efnið verður
fyrir utanað komandi geislun.
Ljósgjafi lampans er lofttóm glerpípa með
örfáum mg af kvikasilfri og argonlofti. I enda
pípunnar er komið fyrir skautum lampans, en
milli þeirra myndast „ljósbogi“ (elektrónu-
straumur) þegar hæfilegri spennu er hleypt
milli skautanna. Ljósboginn er nær ósýni-
legur mannlegu auga, sökum þess að öldu-
lengd hans liggur utan hins sýnilega sviðs
litrófsins. Geislar þessir eru útfjólubláir. Sér-
stöku dufti, sem hefur flúrandi eiginleika í
ríkum mæli, er smurt innaná glerpípuna, en
1) „Florescent lamp“ hefi ég kallað „flúrlampa" á
íslenzku, til þess að sneiða hjá hinu erlenda orði í grein
þessari. Sama máli gegnir um afleidd og samsett orð af sama
stofni. Vafalaust má deila urn það, hve heppileg slík þýðing
er.
6 TÍMARIT RAFVIRKJA