Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Blaðsíða 14

Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Blaðsíða 14
Sveinn Scemundsson, rajvir\i. gerð ríkisins haft í þjónustu sinni rafvirkja á strandferðaskipinu ,,Hekla“ frá því er það kom til landsins. Það má því með sanni segja, að hið nýja „landnám“ hafi gengið að óskum. Með samningum þeim er F. í. R. hefur gert við skipafélögin um kaup og kjör rafvirkja á skipum, hefur verið við- urkennt svo ekki verður um villzt, að nauðsyn beri til að sérmenntaðir menn annizt hin marg- þættu rafvirkjastörf á hinum nýja flota. Er það eitt út af fyrir sig, merkur þáttur í baráttu rafvirkja- stéttarinnar fyrir atvinnuréttindum sínum. Eg hefi það fyrir satt, að margir rafvirkjar hafi áhuga á upplýsingum um þetta nýja starfssvið stéttarinn- ar. Svo mikið er víst, að fjölmargar fyrirspurnir berast skrifstofu félagsins um hvernig störfum sé háttað, hver séu kjörin og hvernig aðbúnaður á skipunum. Aðeins litlu af öllum þessum spurning- um hefur verið unnt að svara. Eg notaði því tæki- færið eitt sinn er m/s ,,Goðafoss“ lá hér í höfn- inni og skautzt um borð í þeim tilgangi að afla mér frekari upplýsingar um störf rafvirkja á hin- um nýja kaupskipaflota. Til þess að þessar upp- lýsingar gætu orðið sem flestum er áhuga hafa, að gagni, varð það að ráði að þær birtust hér. Þegar ég kom um borð í „Goðafoss" var Sveinn Sæmundsson, rafvirki, á dekk. Eg bar upp erindið og tók Sveinn því hið bezta. Við settumst inn í vistlegt herbergi, sem Sveinn hefur til umráða á milliþilfari. I herberginu er öllu haganlega fyrir komið; á vinstri hönd er „koja“ og innbyggðir skápar fyrir föt. Á hægri hönd er handlaug, en andspænis dyrum er bólstraður bekkur. Eg veitti athygli rekk á veggnum og komst að raun um að í honum eru ýmsar „tekniskar“ bækur, tengi- myndir og teikningar af raflögnum skipsins. Er við höfum komið okkur þægilega fyrir, byrjum við á því að spjalla almennt um daginn og veginn. En brátt hneigðist samtalið að því sem að er stefnt, og ég spyr vafningalaust: Hvað er langt síðan þú réðizt hingað um borð sem rafvirki? — Rösklega eitt ár, svarar Sveinn. — Og hvernig kanntu við þig á sjónum? — Ágætlega síðan ég fór að venjast við. Eg get nefnilega ekki stært mig af því að hafa verið neinn sjósóknari um daganna. Hafði ég raunar aldrei verið „til sjós“ þegar ég réðizt hingað. Það gekk því á ýmsu um heilsufarið fyrst í stað. En sá ósómi vandist af fljótlega og nú er maður orð- inn „sjóaður“ eins og sagt er á sjómanna máli. Sveinn brosir og ekki er örgrannt um að nokkr- ar hreikni gæti í málrómnum þegar hann segir þetta síðasta, en ég læt á engu bera og spyr: — Hver eru aðalstörf þín hér um borð? — Vinnan er aðallega fólgin í viðgerðum og eftirliti með dekkvindum, mótorum og raflögnum skipsins, en þetta getur oft á tíðum verið ærið starf, sem sézt bezt á því, að í skipinu eru milli 80—90 rafknúin neyslutæki, auk allra ljósalagna, en alls munu vera um 300 ljósastæði í skipinu. — Var fyrir því séð við byggingu skipsins, að rafvirkjanum væri ætlað sérstakt vinnupláss? — Nei, svo var ekki, en nokkru eftir að ég var ráðinn hingað var mér fenginn til umráða klefi uppi miðskips. Hann hefur síðan verið innréttað- ur þannig að þar mega heita nokkuð góðar að- stæður til viðgerða, vindingu mótora og þess hátt- ar. „Þurkskápurinn“ er hinsvegar stór og rúmgóð- ur, það er að segja, mótorana þurka ég yfir katl- inum! — Hvernig er vinnutíma háttað? — Daglegur vinnutími er frá kl. 8 árd. til kl. 5 síðdegis. Verði einhverra hluta vegna að bregða út af þessu, fæ ég tilsvarandi frí í staðin. Frá þessu eru þó þær undantekningar, að þegar skipið er fermt eða affermt í höfnum og dekkvindur not- aðar, verð ég að vera til staðar. — Er þá ekki lítið um frí í höfnum? — Nei, ekki samanborið við aðra skipsmenn. I erlendum höfnum hefi ég fengið 1—2 daga frí, en í 12 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.