Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Side 5

Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Side 5
DÁNARMINNING: Nikulás Friðriksson, yfirumsjónarmaður Nikulás Friðriksson, yfirumsjónarmaður við Rafmagnsveitu Reykjavíkur, létst þann 6. júní s. 1. eftir stutta sjúkdómslegu. Við fráfall hans á Raf- magnsveitan á bak að sjá ötulum og ágætum starfs- manni. Hann kom til Rafmagnsveitunnar á árinu 1921, er verið var að leggja fyrsta raftaugakerfið um götur bæjarins. Hann hafði áður stundað raf- virkjastörf í Vestmannaeyjum og Eyrarbakka. Hafði fyrst lært rafvirkjun hjá Halldóri Guð- mundssyni og var þannig meðal fyrstu rafvirkja hér á landi. Fyrsta raftaugakerfið í Reykjavík var sumpart neðanjarðar, svo sem allt háspennukerfið innan- bæjar og hluti lágspennukerfisins, þar sem þéttbýlast var, en sumpart ofanjarðar, svo sem aðalháspennulínan frá Elliðaánum að raf- veitustöð, er stóð þar sem nú er Austurbæjar- barnaskólinn, og lágspennukerfið í úthverfum bæjarins. Þegar leggja skyldi jarðstrengjakerfið var fenginn til verkstjóri frá rafstrengjaverk- smiðju þeirri, er strengina seldi. Hann valdi sér til aðstoðar flokkstjóra og kenndi þeim streng- lagningu og tengingu. Einn þessara flokkstjóra var Nikulás heitinn. Að strenglagningunni lokinni gerðist hann loftlínumaður og starfaði þannig í fyrstu meðan verið var að leggja kerfið og fyrstu heimtaugarnar fram á árið 1922, en þá var hann fenginn til aðstoðar þáverandi umsjón- armanni með húsveitum og mælum. Var það að sumu leyti úttekt lagna, en einkum skrásetning heimtauga, mæla og húsveitna. Umsjónarmaður- inn var norskur rafvirkjameistari, er komið hafði hingað til lands 1920, en hvarf af landi burt árið 1923 og tók þá Nikulás heitinn við starfi hans og gegndi því æ síðan, meðan honum entist aldur. Ni\ulás Friðri\sson. Undir eins og hann hafði fengið umsjónarstarfið í sínar hendur, skipulagði hann innlagningadeild- ina frá byrjun, þannig að til fyrirmyndar varð. Hann hafði til þess upplýsingar um starfstilhögun í hliðstæðum deildum ýmissa rafveitna á Norður- löndum, einkum þó rafveitu Kaupmannahafnar og kunni hann ágætt lag á að nota það sem bezt hentaði staðháttum hér. Hann lagði mjög að sér um að kynna sér allt sem að gagni mætti koma í starfi sínu og m. a. lærði erlend tungumál í því skyni, þannig að hann varð vel fær í Norðurlanda- málunum og gat haft not af þýzkum og enskum bókum, einkum um tæknileg efni, er snerti verk- svið hans. Er hann hafði starfað nokkur ár í þessari stöðu sinni, tókst hann ferð á hendur að heimsækja ýmsar rafveitur á Norðurlöndum einkum í Noregi, til að kynna sér störf þeirra við umsjón með raf- lögnum, mælum og rafmagnsnotkuninni yfirleitt. Safnaði hann að sér í þeirri för miklum fróðleik á þessu sviði og batt varanleg kunningsskapar- bönd við þær rafveitur, er hann hafði heimsótt og honum fannst vera til fyrirmyndar. Var þessi för hans honum að miklu gagni í starfinu og þá jafnframt fyrirtækinu, sem hann vann fyrir. Fór hann síðar aðrar ferðir í sömu erindum og kom ávalt með mikinn fróðleik með sér heim aft- ur, er hann síðan vann úr í því skyni að notfæra sér sem mest af því í starfi sínu. Hann var framúrskarandi skyldurækinn og stjórnsamur og krafðist skyldurækni af öðrum. Þótti hann eftirgangssamur, en hafði þó fulla virð- TÍMARIT RAFVIRKJA 3

x

Tímarit rafvirkja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.