Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Side 15

Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Side 15
heimahöfn, þegar dekkvindur eru ekk í notkun. Fríið er þó aldrei minna en tilskilið er í samning- um F. í. R. við skipafélögin. — Telur þú að eftirspurn eftir rafvirkjum á skip muni aukast á næstu árum? Það þykir mér mjög líklegt. Hin sívaxandi notk- un ýmissa rafknúina tækja í skipum gerir það óhjá- kvæmilegt að rafvirkjar verði ráðnir á þau. Það er að minstakosti í fyllsta máta ólíklegt að raunin verði önnur hér, en hjá öðrum siglingaþjóðum hvað þetta snertir. Eg hefi, síðan ég kom hér um horð, átt þess nokkurn kost, að kynnast því hvernig þessum málum er fyrir komið, m. a. hjá Norðmönn- um, Svíum, Bandaríkjamönnum og Bretum. En allar þessar þjóðir hafa fullgilda rafvirkja á skip- um sínum í millilandasiglingum. Bandaríkjamenn og Bretar hafa yfirleitt 2 rafvirkja á sínum skip- um, en hjá Norðmönnum mun vera skortur á iðn- lærðum mönnum til slíkra starfa og norsk skipa- félög fá því aðeins rafvirkja á sín beztu skip. íslenzka rafvirkjastéttin má ekki undir nein- um kringumstæðum láta ganga á sinn hlut. Hún verður að leggja áherslu á að tryggja atvinnu- réttindi sín á þessu sviði, og færa öllum sem hlut eiga að máli, heim sanninn um ótvíræðan rétt sinn. — Eg er þér sammála um þetta Sveinn, og ég fullyrði að rafvirkjum almennt sé þetta ljóst. — En segðu mér, hvað hefur helzt vakið athygli þína í sambandi við kynni þín af erlendum skipa- rafvirkjum? — Mér hefur fundist athyglisverðast hversu vel er séð fyrir góðu vinnuherbergi þeim til handa. Sérstaklega standa þó Bandaríkjamenn öðrum þjóðum framar hvað þetta snertir, svo sem raun- ar má sjá á hinu fullkomna veVkstæði rafvirkjans á m/s „Tröllafoss“. Þetta samtal okkar varð ekki lengra að sinni, því að nú skyldi skipið brátt láta úr höfn, og Sveinn hafði að vonum mörgu að sinna. Aðurenn ég kvaddi, gekk ég með Sveini um skipið og sýndi hann mér það helzta er snertir störf hans. Fyrst komum við í vinnuherbergi raf- virkjans, sem að vísu er lítið, en þó á margan hátt þægilegt. Væri vel ef slíkt vinnuherbergi fyndizt í öllum þeim íslenzkum skipum er hafa rafvirkja. — Næst fórum við í vélarúmið. Þar vakti fyrst athygli mína aðaltafla skipsins, er skipar veg- legan sess, og mun vera um 36 fermetrar að stærð. í vélarúminu eru þrír raflar, 120 kw. hver, sem sjá skipinu fyrir raforku til ljósa og véla. Spenn- an er 220 volt, jafnstraumur, fyrir hvorttveggja. Auk þessa er 10 kw. neyðarljósvél á höfuðþilfari. Annars er skemmst bezt að segja, að í vélarúm- inu er vart hægt að þverfóta fyrir ýmiskonar rafmótorum, sem knýja skilvindur, dælur, kælivél- ar o. fl. sem of langt yrði að telja. í sambandi við kælilestarnar er vert að geta þess, að kæliloftið er framleitt fyrir utan lestarnar, en blásið þangað inn með rafknúnum blásurum. Að síðustu skoð- uðum við dekkvindurnar, en þar hvað Sveinn einna mest hafa borið á bilunum, svo og í ljósa- lögnum skipsins. Eg vildi ekki tefja Svein meira en orðið var með forvitni minni, þakkaði honum því þær ágætu upplýsingar og þann mikla fróðleik er hann hafði veitt mér með þessu samtali, árnaði honum góðs gengis og kvaddi. Að síðustu bað Sveinn mig fyrir kveðjur til allra félaga sinna í landi, og skila ég þeim hér með. Eins og getið var um í upphafi, var þetta samtal fært í letur í þeirri von, að það gæti orðið að ein- hverju gagni, þeim er áhuga hafa á þessum mál- um. Verði raunin sú, er tilganginum náð. Eg er, eftir þetta stutta samtal við Svein Sæmundsson, samfærðari en fyrr um það, að með hinum nýja skipastól landsmanna hefur rafvirkjastéttinni bætzt nýr starfsvettvangur. Sá vettvangur mun ekki eingöngu bundinn við kaupskipaflotann, held- ur mun að mínum dómi þar fleira koma til áður en lýkur. Rafvirkjastéttin ætti að minnstakosti að vera við slíku búin. OHg. Myndir úr rafvirkjaiðn. Ritnefndin óskar eftir að komast í samband við þá rafvirkja sem kunna að eiga í fórum sínum myndir er snerta iðnina. Gildir einu hvort um er að ræða gamlar myndir eða nýjar. En sérstaklega er óskað eftir myndum af rafvirkjum við störf, orkuverum, lögnum, tækjum og hópmyndum af rafvirkjum. Þeir sem eiga slíkar myndir, ættu að gera ein- hverjum úr ritnefndinni aðvart sem fyrst. Ritnefndin. TÍMARIT RAFVIRKJA 13

x

Tímarit rafvirkja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.