Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Síða 9

Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Síða 9
það breytir hinum ósýnilegu útfjólubláu geisl- um í sýnilegt ljós. Argonloftið er til þess að auðvelda kveikingu ljósbogans. Litur og blær ljóssins, sem lampinn sendir frá sér, fer eftir því úr hvaða efnum hið flúrandi duft er sam- sett. b) Helztu hlutar flúrlampa eru: 1) Glerpípa eins og lýst hefur verið hér að framan. 2) Skautin sem fest eru sitt í hvorum enda pípunnar. Skautin má skoða sem tengi- klemmur ljósbogans eða þess hluta straumrásarinnar sem er innaní glerpíp- unni. Skautin eru jákvætt og neikvætt skaut eða anóða og katóða. I tvítinda gerð er komið fyrir tveim jákvæðum og einu neikvæðu skauti í báðum endum pípunn- ar merkt a og k á 1. mynd; þannig eru 2 katóður og 4 anóður í hverri pípu. I mjólínu og kaldskautslömpum er aðeins eitt skaut í hvorum enda pípunnar og er það ýmist jákvætt eða neikvætt skaut (anóða eða katóða), eftir því hver straum- stefnan er á hverju augnabliki. Neikvæðu skautin eru venjulega þakin efni, er sendir frá sér rafeindir í ríkum mæli, er það hitnar. 3) Kveikiræsirinn (starter) (K á 2. mynd) er nær lofttómt glerhylki með argon lofti, föstu og hreyfanlegu skauti. Þegar straumi er hleypt á ræsirinn fer straumur milli skauta hans, og myndast ljósbogi á milli þeirra. Hiti ljósbogans orsakar það, að hreyfanlega skautið þennst út og inn- an skamms er það svo þanið, að það snert- ir fasta skautið, en þá slokknar ljósbog- inn, er var milli þeirra. Þegar ljósboginn slokknar, hverfur hitinn, hreyfanlega skautið dregst saman á ný og rýfur teng- inguna á milli skautanna. Þéttirinn (0,01 mF) sem tengdur er samsíða kveikiræsin- um, er bæði til að auðvelda starfsemi kveikiræsisins og draga úr útvarpstrufl- unum. 4) Drosselspóla (ballast) er raðtengd inní straumrás lampans. Hlutverk hennar er tvennskonar: a) hún gefur spennuhnykk í rásina um leið og straumurinn er tengdur eða rofinn og auðveldar kveikingu ljós- bogans. b) hún verkar sem viðnám (spennuvið- nám) í rásinni eftir að ljósboginn hef- ur kviknað og heldur straumstyrk- leikanum innan hæfilegra marka. Væri engin slík spóla í rásinni, mundi straumurinn aukast og eyðileggja lampann, sökum þess að viðnám ljós- bogans fer minkandi, þegar straum- urinn eykst. Skal nú í stuttu máli drepið á, mismun þeirra tegunda er getið var í upphafi. „Ljós“-boginn ’) er myndast innaní glerpípunni er hluti úr straumrás lampans, en straumurinn er rafeindastraumur frá neikvæðu til jákvæðs skauts. Til þess að straumurinn geti átt sér stað þurfa rafeindirnar að vera fyrir hendi, en uppspretta þeirra er hið neikvæða skaut lampans eða katóðan. Áður var á það minnst, að vír katóðunnar er þak- in sérstöku efni, er gefur frá sér rafeindir í ríkum mæli, er það hitnar. Þess vegna þarf katóðan að hitna. í heitskautslömpum hitnar lítill hluti eða depill katóðuvírsins svo, að hann verður hvítgló- andi (um 900°C), en hitinn stafar frá skothríð rafeindanna frá skautinu í gagnstæða enda pípunn- ar. Þessi heiti depill er megin rafeindagjafi ljós- bogans, þegar logar á lampanum. í kaldskauts- lömpum hitnar alt skautið tiltölulega jafnt (aðeins um 150°C) og gefur allur hluti þess frá sér rafeind- ir. Yfirborð skautanna í kaldskautslömpum er tiltölulega mikið, en eins og áður er getið er aðeins eitt skaut í hvorum enda þeirra og er það á víxl, ýmist katóða eða anóða, eftir því hver straum- stefnan er. Spennumunur á milli skauta heitskauts- lampa er lágur, aðeins um helmingur neyzluspenn- unnar. Spennumunur milli skauta kaldskauts- lampa er venjulega hærri, þeir eru yfirleitt lengri og mjórri. Nýtni heitskautslampa er betri, en ending þeirra skemmri. Kaldskautslampar eru gefnir upp fyrir um 10 000 klst. endingu, en meðal ending heit- skautslampa um 2 500 klst. Kaldskautslampar eru snöggkveikilampar og má með viðnámum draga niður í ljósi þeirra, enda eru þeir oft í röð margir 1) Hér er talað um „Ijós“-boga, enda þótt ósýnilegur sé. Eð!i sýnilegrar og ósýnilegrar geislunar er hið sama og er um samskonar öldur að ræða, aðeins með mismunandi öldulengd. TÍMARIT RAFVIRKJA 7

x

Tímarit rafvirkja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.