Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Qupperneq 12

Tímarit rafvirkja - 01.12.1949, Qupperneq 12
Raforkan breytti auðn Tenneseedalsins> í blómlega byggð Fylkið Tennesee í Bandaríkjunum er að flatar- máli til því sem næst einn fjórði hluti af stærð Svíþjóðar. Fyrir um það bil tíu árum síðan voru lífskjör þar erfiðari og allar framkvæmdir smærri heldur en í nokkru öðru ríki þar í landi. Orsök þess var fyrst og fremst sú, að fljótið Tennesee og hinar mörgu elfur, sem í það renna, flæddu ár hvert yfir bakka sína gerðu geysileg spjöll og tjón á landi og verðmætum. Vatnsflóð þessi voru bændum dalsins hinir mestu vágestir. Flaumurinn braut akurlendið og engjaspildurnar og sópaði hinum frjóa jarðvegi á brott, svo að þar varð auðn eftir. Samkvæmt mati, byggðu á rannsóknum, nam tjónið, er árlega hlauzt af flóðunum, um það bil fimmtíu milljón- um dala. í ársbyrjun 1930, lagði öldungadeildarþingmað- urinn George W. Norris tillögu um varnarráðstaf- anir gegn flóðunum, fyrir Bandaríkjaþing. Var í tillögunni gert ráð fyrir að reistar yrðu margir og miklir stíflugarðar í því skyni að beizla fljótið og elfurnar, sem í það renna. Þá stakk og flutn- ingsmaður upp á því, að reist yrðu tröllaukin orkuver til hagnýtingar hinu gífurlega vatnsafli. Fraklin D. Roosevelt gerðist ákveðinn stuðnings- maður tillögunnar, þegar, áður en hann var orð- inn forseti, og seinna auðnaðist honum að bera tillöguna fram til sigurs á enn víðtækari grund- velli. Fyrirtækjasamband eitt, er nefndist Tennesee Valley Authority, (TVA), tók að sér þessar risa- vöxnu og erfiðu framkvæmdir. Hófst vinna við þær árið 1933, og að tíu árum liðnum hafði TVA byggt sextán geysimikla stíflugarða og aukið við eða styrkt þá fimm stíflugarða, sem fyrst voru reistir. Norris, flutningsmanni tillögunnar, var sýndur sá heiður að láta einn stíflugarðinn bera nafn hans. Byggingarefni, sem nœgt hefði í 36 egypska pýramida, þurfti við til að beizla Tennesee-fljótið. Furðulegt magn af steinsteypu, grjóti og mold þurfti við til þess að beizla Tenneseefljótið. í byggingu stíflugarðanna og orkuveranna fóru 86 milljónir rúmmetra, eða tólf sinnum meira efnis- magn en það, er á sínum tíma fór í byggingu egipsku pýramidanna. Við stíflugarðabygginguna mynduðust mörg og stór stöðuvötn í Tennesee dalnum og voru þau tengd saman með mörgum, skipgengum skurð- um. Hið stríða Tenneseefljót breyttist í greiðfæra samgönguleið. Eftir þeirri leið er nú árlega flutt vörumagn er nemur 400—600 þúsund smálesta. Þessi nýju vötn, sem eru samtals 240 000 hekt- arar að flatarmáli, urðu skjótt fiskisæl mjög, þar sem fjöldi manna stundar nú veiðar, sumir sem atvinnugrein og aðrir sér til gamans og hressingar. Það eru engar ýkjar þótt sagt sé, að raforkan hafi gert lífskjör hinna fátæku Tenneseedalsbúa öll önnur og betri. Þrem árum áður en TVA var sett á stofn, eða árið 1930, höfðu aðeins þrjátíu af þeim bændum, er þar bjuggu, raforku til heim- ilisnotkunnar. Fyrir þrem árum síðan hafði þriðji hver bóndi möguleika til að hagnýta sér raforku. Árið 1947 bættust 21000 bænda í þann hóp, og stöðugt er rafleiðslukerfið stækkað. Ráðgert er að bæta 56 000 kílómetra langri háspennuleiðslu við kerfið á næstu fimm árum. Rafnotendurnir voru 225 000 talsins árið 1933, en telja nú 600 000. Ekki er raforka sú, er orkuverin framleiða, seld beint til notenda heldur til sölustöðva og dreyf- ingastöðva, sem samvinnufélag dalbændanna rek- ur. Notkunnargjöldin, sem TVA ákveður, eru 10 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.