Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Page 7

Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Page 7
LJÓS Ég lá í rúminu, fyrir ofan hana mömmu. Á borðinu stóð lítið glas. Mjórri pípu var stungið í gegnum tappann. I pípunni var kveikur, á kveiknum lokaði ljós. Mamma hallaði sér að ljósinu og las. Sjónin farin að dofna. — Ég stóð við vinnuborðið. Menn komu með járnpípur, sem þeir skrúfuðu saman og festu á vegginn. Við endann settu þeir eitthvað, sem þeir kölluðu lampa. Á ,,lampanum“ var lítill hvítur poki, úr einhvers konar vefnaði. Þeir báru log- andi eldspýtu að pokanum og í einu vetfangi breyttist hann í glóandi ljóshnött. Vísindi hins stóra heims voru komin á vinnustaðinn til mín. — Herbergið, sem ég tók á leigu, var lítið. Nið- ur úr loftinu hékk samansnúinn spotti, líkastur snæri. Við endan var festur hvítur glerhjálmur, en undir honum var kúla úr glæju gleri. — „Þetta er lampinn“. — „Á að bera eldspítu að glerkúl- unni?“ — „Nei, bara að hreyfa typpið á veggn- um“. — Ég hreyfði typpið á veggnum og frá gler- kúlunni flæddi ljós um allt herbergið. — Augun stækkuðu og hugsunin stöðvaðist um stund. — Meira ljós. — Bláhvítur logi milli endanna á sívölum kolastöngum. — Sjálflýsandi glerpípur í skrifstofum og skrautlegum sölubúðum. — Marg- litar lýsandi myndir og letur á veggjum og þök- um húsanna. — Meira ljós. — Meiri vísindi. — Meira! — Meira! — Meira!--------- — Ég lá í rúminu, fyrir ofan hana mömmu, — gæddur rósemi hugans og hæfileikanum til þess að njóta ljóssins frá lítilli týru. J. Bj. TÍMARIT RAFVIRKJA 7

x

Tímarit rafvirkja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.