Fréttablaðið - 19.01.2023, Síða 2
Maður hefur kannski
ræktað einhverjar
sérviskur sem annars
hefðu verið skólaðar úr
manni.
Ragnar Hólm, verkefnastjóri
Sigur í fyrsta leik í Gautaborg
Óðinn Þór Ríkharðsson átti flottan leik er Strákarnir okkar unnu sinn fyrsta leik í milliriðlum gegn Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta í gærkvöld, leikið var í
Gautaborg. Íslendingar eru nú með fjögur stig við topp síns riðils og fram undan er risavaxið verkefni gegn heimamönnum í Svíþjóð. Sjá Síðu 16 fréttablaðið/epa
- einfaldara
getur það
ekki verið!
Kynningarstjóri Akureyrar-
bæjar hefur komið sjálfum
sér og öðrum á óvart með
blússandi myndlistarferli á
miðjum aldri.
bth@frettabladid.is
Akureyri „Ég veit ekki hvort það
er kostur eða galli að hafa byrjað
svona seint að mála, en ég mála
fyrst og fremst af svona miklum
þrótti vegna þess að ég átta mig vel
á að það er dálítið liðið á ævina og
tími okkar er takmarkaður,“ segir
Ragnar Hólm, verkefnastjóri kynn-
ingarmála hjá Akureyrarbæ.
Ragnar stendur á sextugu og
hefur komið eins og stormsveipur
inn í myndlistina síðustu ár. Hann
málar og málar, jafnt með olíu- og
vatnslitum, líkt og enginn sé morg-
undagurinn. Velgengnin hefur verið
slík að hann selur iðulega hverja
einustu mynd á örskömmum tíma
ef hann heldur sýningu.
Ragnar sótti um inngöngu í
Myndlista- og handíðaskólann sem
ungur maður. Honum var hafnað
um inngöngu þar sem hann þótti
ekki draga nógu vel upp þvotta-
klemmu. Hann lærði heimspeki og
félagsfræði og vann lengi að mark-
aðsmálum hjá Stöð 2. Svo f lutti
hann aftur norður í sinn gamla
heimabæ, Akureyri.
Vatnslitamyndir Ragnars eru lág-
stemmdar en hann er „coloristi“ er
kemur að olíumálverkinu. Hann
segir erfitt að meta hvort það hafi
orðið honum happ að vera ekki
skólagenginn í myndlist.
„Maður hefur kannski ræktað
einhverjar sérviskur sem annars
hefðu verið skólaðar úr manni.“
Margs konar myndlistarmenntun
hefur Ragnar þó sótt sér út fyrir
landsteinana seinni ár. Hann segist
einnig seint fá fullþakkað Guð-
mundi Ármann myndlistarmanni
fyrir ýmsa ráðgjöf og liðveislu.
Málar í kapp við tímann
„Ég er algjörlega tvískiptur,“ segir
Ragnar þegar spurt er hvers konar
listamaður hann sé. „Vatnslitirnir
eru fyrst og fremst landslag, það er
rosalega róandi að láta vatnið dansa
eftir myndfletinum. En ef vatnslit-
un er ballett þá er það að mála með
olíu meira eins og box.“
Spurður hvort hrós og hvatning
skipti hann máli, svarar Ragnar:
„Já, mjög miklu máli, ég geng fyrir
hóli og held það eigi við um alla
menn. Eru ekki bara sumir feimnir
við að viðurkenna það?“
Ragnar Hólm á orðið verk til sýnis
á alþjóðlegum vettvangi og það er
hugvekjandi staðreynd að kraftur-
inn í honum eigi sér uppsprettu í
vissunni um hverfulleika lífsins.
„Ég gæti greinst með ólæknandi
sjúkdóm á morgun. Þegar kallið
kemur langar mig ekki að vita af
mörgum ókláruðum myndum.“ n
Ragnar Hólm á vinnustofu sinni. Málar eins og enginn sé morgundagurinn og
hefur átt mikilli velgengni að fagna. fréttablaðið/auðunn
benediktboas@frettabladid.is
ferðAlög Flugfélagið Play hefur
ákveðið að framlengja áætlun sína
til Las Palmas fram í júní. Hingað
til hefur áætlun Play til Las Palmas
aðeins náð yfir fjóra mánuði, eða
frá desember og fram til mars, en
vegna mikillar eftirspurnar hefur
verið tekin ákvörðun um að lengja
áætlunina um þrjá mánuði.
„Þetta er það sem við viljum gera.
Koma Íslendingum í sólina á ódýr-
ari hátt og þeir hafa svo sannarlega
gripið tækifærið,“ segir Birgir Jóns-
son, forstjóri Play.
„Markaðshlutdeild farþega á leið
til útlanda frá Íslandi hefur verið
um 25 prósent frá janúar 2022 sam-
kvæmt tölum frá Ferðamálastofu.
Við finnum fyrir þessum mikla
meðbyr og þess vegna erum við
að framlengja áætlun okkar til Las
Palmas, Íslendingum til hagsbóta,“
segir Birgir. n
Play bregst við
eftirspurn í sólina
Margir vilja fremur sand og sjó en
klaka og snjó. fréttablaðið/epa
ser@frettabladid.is
HeilBrigðiSMÁl Rúmlega sjötugur
eiginmaður Magneu Erludóttur er
kominn í rúmgott eins manns her-
bergi á Hrafnistu eftir að hafa dvalið
um skeið í þriggja manna herbergi á
Landakoti. Magnea sagði nýverið í
Fréttablaðinu að aðstæður hans þar
hefðu verið ómanneskjulegar.
Eiginmaðurinn glímir við heila-
bilun – og þakkar Magnea það ekki
síst umfjöllun blaðsins að tekið hafi
verið á málum hans. „Umfjöllunin
vakti svakalega mikla athygli,“ segir
hún, „og ég fékk mikil og góð við-
brögð við henni. Almenningur vill
að hreyft sé við þessum málum. Það
er greinilegt,“ segir hún.
Maður hennar var um tíma á
Vífilsstöðum, í góðu atlæti, en eftir
að það húsnæði var selt undir einka-
rekna læknisþjónustu var hann
sendur „hreppaflutningum eins og
hver annar sveitarómagi“ á Landa-
kot, eins og Magnea orðar það.
Þar blöstu þrengslin við og Magn-
eu féll allur ketill í eld. „En núna á
hann aftur heimili,“ segir Magnea
og kveðst jafn glöð og hún er þakk-
lát. „Hann er kominn í yndislegt og
rúmgott herbergi á Hrafnistu með
þremur gluggum, út af fyrir sig.“ n
Úr þrengslum í rúmgott herbergi
Magnea
Erludóttir
2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 19. jAnúAR 2023
fiMMtUDAGUr