Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2023, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 19.01.2023, Qupperneq 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 19. janúar 2023 Áfengislausir bjórar rjúka upp í sölu og framleiðslan hefur aukist mikið. elin@frettabladid.is Mikil aukning hefur verið í sölu á áfengislausum bjór í Noregi. Á síðasta ári jókst salan um 12,2 pró­ sent. Á síðustu fimm árum hefur salan tvöfaldast, fór úr 490 þúsund lítrum árið 2017 í 940 þúsund lítra árið 2022. Þetta ber vott um lífs­ stílsbreytingu fólks, sérstaklega þeirra yngri. Svipað hefur verið upp á teningnum hér á landi. Fleiri og fleiri velja áfengislausan lífsstíl. Könnun sem gerð er af UNG2023 í Noregi sýnir að 27prósent ungs fólks velja nú frekar áfengislausa drykki. Tvítug norsk stúlka greinir frá því í netmiðli VG að hún hafi ákveðið að leggja áfengið á hilluna og taka upp áfengislausan lífs­ stíl. Hún segist hafa rekið sig á skilningsleysi hjá félögunum og þess vegna hefur hún verið að taka upp fyrir TikTok þar sem hún sýnir að vel er hægt að skemmta sér án áfengis. Því hefur verið vel tekið. Foreldrar hafa skrifað við færslur hennar og þakkað fyrir innleggið. Núll prósent vinsælir drykkir Áfengislausir drykkir hafa orðið að tískuvöru, bæði í Noregi og annars staðar í heiminum, segir vörustjóri í norsku vínbúðinni Vinmono­ polet við VG. Janúar hefur reyndar verið áfengislaus mánuður hjá mörgum undanfarin ár eftir ára­ mótaheit. Aukning á sölu áfengislausra drykkja er þó yfir allt árið og fram­ leiðendur hafa brugðist við með auknu úrvali. n Áfengislaus lífsstíll í tísku Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Elti ekki tískustrauma Sylvía Erla Melsteð er með eigin fatastíl sem tekið er eftir og er ótrúlega hæfileikarík á mörgum sviðum. Undanfarin ár hefur hún látið gott af sér leiða til samfélagsins auk þess sem hún hefur gefið út tónlist, heimildarmynd og bækur. Sylvía Erla Melsteð gaf út sína fyrstu barnabók 2021 um lesblinda hundinn Oreo og hefur fylgt henni eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI sjofn@frettabladid.is Sylvía Erla brennur fyrir því að finna lausn fyrir þá sem hafa ekkert bakland og vantar aðstoð í skólakerfinu. Þessa dagana er hún að þróa forrit sem heitir AskStudy sem vonandi á eftir að vera regn­ hlíf sem nemendur geta gripið í til að fá aðstoð. Sylvía kláraði BS í viðskipta­ fræði í fyrra, ásamt því að vinna í fjölmörgum verkefnum samhliða því. „Ég hef verið að vinna í að gera meiri tónlist sem ég hlakka til að gefa út. Ég gerði ásamt Sagafilm og hópi af frábæru fólki heimildarmynd­ ina Lesblinda sem var sýnd á RÚV 2021. Í framhaldi af myndinni hef ég haldið fyrirlestra í skólum um lesblindu og þrautseigju. Þetta er mjög skemmtilegt því að þetta eru frábærir og kurteisir krakkar sem ég hlakka til að fylgjast með þegar þau breyta heiminum til góðs,“ segir Sylvía. Sylvía gaf út sína fyrstu barnabók 2021 um lesblinda hundinn Oreo. „Síðastliðið haust fórum við Oreo í skipulagsátak með Hagkaup og Morgunblaðinu. Átakið fólst í því að efla lestur, gera lærdóm/heima­ nám skemmtilegt, hvetja krakka til að hreyfa sig, fara fyrr að sofa, hrósa öðrum og sjálfum sér, og ekki síst að hvetja þau til að minnka skjánotk­ un. Markmiðið var einnig að gera krakkana sjálfstæðari með því að þau skipuleggi sig sjálf. Þannig varð Skipulagsbókin mín til en þar fá krakkar stig fyrir að fylgja skipu­ lagi sínu samkvæmt ofangreindum markmiðum. Einnig er komin 

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.