Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 26
Þarna, þegar ég var
bara fjórtán eða fimm-
tán ára, vaknaði ein-
hver óbilandi áhugi á
sögu, leikritum og
leiklist.
Ingunn Lára Kristjánsdóttir
Ég held að við séum
bæði að fjalla um
mismunandi leiðir til
að finna nánd í verk-
um okkar og einnig í
heiminum.
Kathy Butterly
Listamennirnir Kathy Butt
erly og Eggert Pétursson opna
sameiginlega sýningu í i8
gallerí í dag. Þau vinna í ólíka
miðla en hafa svipaða sýn á
listina og vinnuferlið.
tsh@frettabladid.is
Bandaríski listamaðurinn Kathy
Butterly sýnir skúlptúra ásamt mál
verkum íslenska myndlistarmanns
ins Eggerts Péturssonar í i8 gallerí.
Í sýningartexta kemur fram að sýn
þeirra beggja á listina einkennist af
samtali við efni og aðferð og næmni
fyrir smáatriðum.
Kathy vinnur skúlptúra í keramik
og er þetta í fyrsta sinn sem hún
sýnir verk sín hér á landi. Hún segir
sýninguna hafa komið til þegar
Geneva Viralam, starfsmaður i8
í New York, sá sýningu á verkum
hennar þar.
„Ég var með sýningu í New York
borg og Geneva sá sýninguna mína
og spurði mig hvort ég hefði áhuga
á því að halda sýningu á Íslandi með
Eggerti. Ég sá verk hans og vissi að
þarna væri tenging svo ég sagði já.
Síðan gerði ég sex ný verk sérstak
lega fyrir þessa sýningu,“ segir
Kathy.
Fundu tengingar
Spurð um hvaða tengingar hún
hafi fundið við verks Eggerts, segir
Kathy:
„Ég held að það sem sameini verk
okkar, sem er eitthvað sem ég hef
mikinn áhuga á í minni vinnu og
sé einnig í verkum hans, sé nánd.
Ég held að við séum bæði að fjalla
um mismunandi leiðir til að finna
nánd í verkum okkar og einnig í
heiminum. Þegar ég horfi á málverk
Eggerts þá er það eins og hann sé að
horfa á eitthvað mjög persónulegt
og útvíkka það og stækka þannig
að áhorfandinn sér það sem hann
er að upplifa og horfa á. Í mínum
verkum er ég að taka hugtök sem
eru frekar stór, til dæmis lands
lagið, umhverfið, plánetuna og
alheiminn, smækka þau og þjappa
þeim saman.“
Kathy segir að áhorfandinn þurfi
því að koma mjög nálægt verkum
hennar til að upplifa nándina sem
er þeim eiginleg. „Þannig erum við
á vissan hátt að gera það sama en á
gagnstæða vegu,“ segir hún.
Ert þú sammála því, Eggert?
„Já, ég er það. Þetta er hárrétt.“
Íslensk og norsk flóra
Eggert Pétursson er einn þekktasti
listamaður Íslands en hann hefur
áratugum saman fangað íslenska
náttúru og f lóru í málverkum
sínum.
„Ég er náttúrlega alltaf að vinna
með náttúruna og blómin. Það er
samt einhver ákveðin saga á bak við
hvert verk. Við völdum eiginlega úr
nokkrum verkum þau sem pössuðu
best við verk Kathy. Það var svona
hluti af þessari pörun,“ segir hann.
Eggert hefur sýnt margoft áður í
i8 gallerí en hann segir þetta vera
í fyrsta sinn sem hann er paraður
saman við listamann sem hann
hefur ekki þekkt áður til.
„Ég er með fjögur málverk og þrjú
þeirra eru úr röð verka sem eru eig
inlega skandinavísk og norsk flóra
frekar en íslensk. Fyrir tíu árum
síðan var ég í Noregi, konan mín
var að vinna þar í um það bil eitt
ár, og ég var tilneyddur til að skoða
norsku blómin og finna tengingar
við íslensku f lóruna. Hugmyndin
að fjórða verkinu er nýrri, það eru
blómabreiður undir Skaftafellsjökli,
gulmaðra og bláklukka,“ segir Egg
ert.
Fiskabúr og stöplar
Skúlptúrar Kathy samanstanda
af tveimur formum, efra formið er
mót af fjöldaframleiddu fiskabúri
og hið neðra er eins konar fernings
laga stöpull.
„Ég bý til hlutana tvo, síðan
brenni ég þá í brennsluofni einu
sinni og byrja svo að bæta við litum.
Ég geri ekki teikningar, ég vinn bara
út frá innsæinu, og til þess að ég geti
séð litinn þarf ég að setja formið inn
í brennsluofninn og brenna það.
Síðan tek ég það út og bregst við
útkomunni. Þetta snýst að miklu
leyti um ferlið við það að bæta við
litnum, samtalið hefst um leið og lit
urinn fer á formið og á endanum eru
formin tvö sameinuð,“ segir Kathy.
Ferningarnir, sem Kathy nefnir
podiums (stöpull eða ræðupallur)
eru órjúfanlegur hluti verka hennar
og jafn mikill partur listaverksins og
formin sem hvíla ofan á þeim.
„Fyrst þegar ég fékk þessa hug
mynd um að setja verkin ofan á
ferninga hugsaði ég um þá meira
eins og ræðupall, stað til að láta rödd
sína heyrast. Síðan þróuðust þeir
eiginlega yfir í jafnmikilvægan part
verksins. Ég hugsa alltaf um ferning
sem staðreynd. Þannig að það er
mjög tilfinningalegur toppur og svo
er staðreyndin á botninum.“ n
Sameinast í gegnum næmni
tsh@frettabladid.is
Jólabókaf lóðið hefur greinilega
runnið sitt skeið ef miða má við
metsölulista Pennans Eymundsson
fyrir dagana 11. til 17. janúar 2023,
því þar er engan íslenskan rithöf
und að finna á lista, ef frá er skilin
Jóhanna Geirsdóttir, höfundur
kennslubókarinnar Office 365.
Bókin sem trónir efst á lista er
skáldsagan Kannski í þetta sinn
eftir breska höfundinn Jill Man
sell og í öðru sæti er skáldsagan
Violeta eftir chileska höfundinn
Isabel Allende sem kom nýlega út í
íslenskri þýðingu. Í þriðja sæti er svo
sögulega skáldsagan Systraklukk
urnar eftir Lars Mytting og í fjórða
sæti er hin margumtalaða sjálfsævi
saga Spare eftir Harry Bretaprins.
Spare, eða Varaskeifa eins og tit
illinn útleggst á íslensku, hefur sleg
ið í gegn víða um veröld en engin
önnur ævisaga í breskri útgáfusögu
hefur selst jafn hratt og í jafn stóru
upplagi.
A f me t s ölu l i s t a Pe n n a n s
Eymunds son má einnig sjá að skólar
eru aftur komnir á fullt skrið eftir
jólafrí því þar má finna þrjár náms
bækur, hina áðurnefnda kennslu
bók í Office 365 sem situr í tíunda
sæti listans og svo tvær kennslu
bækur í þýsku; Netzwerk neu A1
vinnubók og lesbók sem sitja í sjötta
og sjöunda sæti.
Listann má sjá í heild sinni hér að
neðan. n
Enginn íslenskur
rithöfundur á
metsölulista
Ingunn Lára
Kristjánsdóttir
fréttamaður og
leikari
segir lesendum
Fréttablaðsins
frá listinni
sem breytti lífi
hennar, tveimur
leikritum sem hún sá á unga aldri.
„Ótrúlegt en satt þá höfðu tvö
menntaskólaleikrit mikil áhrif á líf
mitt. Þetta eru ekki einu sinni verk
sem ég lék í. Árin 2005 og 2006
setti Fúría, leikfélag Kvennaskól-
ans í Reykjavík, upp verkin Stræti
eftir Jim Carwright og Í þágu
þjóðarinnar eftir Timberlake Wer-
tenbaker. Ég var sjálf í grunnskóla
og mætti á þessi verk í Tjarnarbíói
til að sjá systur mínar, Maríu og
Kristínu, leika í þeim.
Þetta eru tvö ádeiluverk skrifuð
um það leyti sem Margaret
Thatcher var forsætisráðherra
Bretlands og voru bæði frumsýnd
í Royal Court-leikhúsinu á sínum
tíma. Þau eru virkilega áhrifa-
mikil.
Þarna, þegar ég var bara fjórtán
eða fimmtán ára, vaknaði einhver
óbilandi áhugi á sögu, leikritum
og leiklist sem varð til þess að ég
fór í bachelor-nám í leiklist í Rose
Bruford í London og meistaranám
í ritlist í Háskóla Íslands.
Ég man að ég bað mömmu um
að taka mynd af mér fyrir framan
Royal Court-leikhúsið svo ég gæti
átt hana seinna þegar ég myndi
sjálf skrifa leikverk fyrir þetta
stórmerkilega leikhús. Ég er enn
að reyna að ná þessu takmarki í
dag.“ n
Sjálfsævisaga Harry Bretaprins Spare
hefur heldur betur slegið í gegn víða
um veröld. FréttabLaðIð/getty
1. Kannski í þetta sinn e. Jill
Mansell
2. Violeta e. Isabel Allende
3. Systraklukkurnar e. Lars
Mytting
4. Spare e. Prince Harry
5. Voðaskot e. Katrine Eng-
berg
6. Netzwerk neu A1 vinnubók
7. Netzwerk neu A1 lesbók
8. Refsiengill e. Heine Bakkeid
9. Áður en við urðum þín kilja
e. Lisa Wingate
10. Office 365
e. Jóhönnu Geirsdóttur
Kathy Butterly og Eggert Pétursson sýna verk sín í fyrsta skipti saman á nýrri sýningu í i8 gallerí sem verður opnuð í dag.
FréttabLaðIð/ernIr
Nokkur af verkum Kathy Butterly og Eggerts Péturssonar á sýningunni í i8.
Mynd/VIgFús bIrgIsson
Ingunn Lára
Kristjánsdóttir
fyrir framan
Royal Court-
leikhúsið í
Lundúnum árið
2015,
Mynd/aðsend
Listin sem breytti Lífi mínu |
22 menning FRÉTTABLAÐIÐ 19. jAnúAR 2023
FimmTUDAgUR