Fréttablaðið - 19.01.2023, Page 28

Fréttablaðið - 19.01.2023, Page 28
Einn frægasti hátíðardagur landsins, sjálfur bóndadagurinn og upphaf þorra er á morgun, föstudaginn 20. janúar. Það er því ekki of seint að verða bóndanum úti um góða bóndadagsgjöf og fór Fréttablaðið því á stúfana. Hér eru tillögur að gjöfum sem ættu að geta glatt flesta bændur. odduraevar@frettabladid.is benediktboas@frettabladid.is Láttu þjóðþekktan tónlistarmann halda einkatónleika í stofunni Hversu auðvelt er að heyra í þekktum tónlistarmanni og fá hann til að halda einkatón­ leika fyrir bónd­ ann? Kannski ekkert svo auðvelt, en það myndi allavega gleðja! Miða á enska boltann Þjóðaríþrótt Íslendinga er lík­ lega enski boltinn. Flestir ef ekki allir bændur eiga sitt lið og hvað er betra en að verja einni helgi í Bretlandi? Slam dunk bóndadags­ gjöf er miði á einn leik í þeim enska. Landsliðstreyja Ísland er að fara að vinna HM í handbolta. Og hversu gaman væri þá að gefa bóndanum eina landsliðstreyju sem hann getur verið í þegar við lyftum bikarnum? PlayStation 5 Segir eitthvað eins mikið „Ég elska þig“ og að gefa bónd­ anum vinsælustu leikjatölvu í heimi sem virðist enn vera af skornum skammti í öllum helstu búðum landsins? Þessi gjöf sýnir fram á hversu langt þú ert til í að ganga til að gera bóndann hamingju­ saman. Föt með andliti Hversu gaman er að láta bóndann hlæja? Og hvað er fyndnara en að gefa honum flík, mögulega sokka, með andlitinu þínu á? Ekkert. Það er ekkert fyndnara! Súkkulaði Gott súkkulaði er góð bónda­ dagsgjöf. Svo er líka hægt að láta merkja súkkulaðið, sem er nett. Svo er súkkulaði frá­ bært í forleikinn og bara alls konar. Verkfæri fyrir handlaginn heimilisföður Hvort sem það eru vinnubuxur, verkfærasett, borvél eða skipti­ lyklasett þá eru verkfæri eða önnur áhöld til heimilishaldsins alltaf góð hugmynd. Rakspíri Hvað er verra en illa lyktandi bóndi? Ekkert. Það er ekkert verra. Þetta er svona gjöf sem er sigur fyrir þig og sigur fyrir bóndann. Tesla Annar hver maður vill eiga Tesla. Það er bara staðreynd. Ekki skemmir fyrir að þeir voru að lækka í verði. Hvað segir meira að þú elskir maka þinn en að núlla út bensínkostnað heimilisins? Eitthvað dónó Kryddaðu kynlífið með heimsókn í einhverja kynlífsbúðina og keyptu eitthvað skemmtilegt, hvort sem það er Þorrablow nú eða bara ný og seiðandi nærföt. Miði til að losna undan skyldum heimilisins Hversu skemmtilegt er að geta horft á einn góðan bolta­ leik eina kvöldstund án þess að þurfa að hafa áhyggjur af húsverkunum? Láttu drauma bóndans rætast. Skotveiðinámskeið Það er ekkert fallegra en að sjá stórt dýr falla. Það langar alla bændur inn við beinið að taka saklaust líf dýrs. Ekki verra ef þú gefur hníf með svo bóndinn geti fláð dýrið að verkinu loknu. Góður matur eða morgunmatur í rúmið Það þarf ekki allt sem er gott að kosta. Komdu bóndanum á óvart með morgunmat í rúmið eða bjóddu honum út að borða. Nú svo gætirðu líka eldað uppá­ haldsmáltíðina hans. Ferð á tónleika með Bruce Springsteen Það fíla allir bændur Bruce Springsteen. Hver væri ekki til í að hafa fæðst í Bandaríkj­ unum? Spring­ steen lætur bóndanum líða þannig og þá er tak­ markinu náð. Tattú Það er fátt skemmtilegra en gott húðflúr. Svo skemmir ekki fyrir ef bóndinn ákveður að setja nafnið þitt á líkama sinn. Þá er sambandið greypt …í húð. 24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 19. jAnúAR 2023 fiMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.