Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.01.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Kolbeins Marteinssonar bakþankar | Árið 2007 opnaði ég reikning á Facebook. Það var strax mikið fjör. Þannig var maður sífellt að pota í fólk, spila leiki, læka og kommenta. En það lang- skemmtilegasta var að tengja aftur við fólk sem maður hafði þekkt og átt góð samskipti við í fortíð. Barnslegt sakleysi Facebook breyttist samt hratt með hækkandi aldri. Þar sem keypt efni fékk sífellt meira vægi. Núna, 15 árum frá því að ég fyrst fór inn á Facebook, er þessi miðill rétt eins flestir sem náð hafa 15 árum orðinn hundleiðin- legur. Vinir manns sem áður gátu skrifað skemmtilegar færslur og kommentuðu hjá manni og settu inn heilu myndaalbúmin frá ferðalögum halda sér nú til hlés og gefa kannski eitt læk á mánuði. Áhugi fólks á miðlinum fer að mér sýnist sífellt minnk- andi í sambandi við sífellt f leiri kostaðar færslur. Facebook minnir mig í dag á sjónvarpsdagskrána sem borin var út í öll hús fyrir 30 árum. Það litla sem var áhugavert þar var falið innan um enda- lausar auglýsingar. Facebook hefur brugðist við þessu með því að halda að okkur efni þar sem aðilar rífast svo að blóðið rennur. Enda fátt skemmtilegra en að horfa á fullorðið fólk öskra á hvert annað. Í dag er staðan þannig að eina skiptið sem mér finnst gaman inni á Facebook er þegar maður á afmæli. Þar fær maður fullt af kveðjum frá fólki sem flest hafði ekki hugmynd um að maður ætti afmæli. Enda er það þannig að það fyrsta sem Facebook hvetur mig til að gera á hverjum degi er að senda afmælisbarni dagsins kveðju. Hvað þessi skrif varðar þá mun ég deila þessum pistli á Facebook þar sem hann mun fá nokkur læk og sniðugur frændi minn kommentar eitthvað tví- rætt. n Deyjandi unglingur TAKK! 1. sætið í ánægjuvoginni 6 ár í röð Við hjá BYKO erum ákaflega stolt af því, 6. árið í röð, að eiga ánægðustu viðskiptavinina í flokki byggingavöruverslana. Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent. Mæld er ánægja viðskiptavina í hinum ýmsu geirum reglulega yfir árið. Þessi viðurkenning segir okkur að við séum á réttri vegferð og erum við staðráðin í því að halda áfram að gera enn betur. Takk fyrir okkur! Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is Sparaðu tíma og gerðu einfaldari innkaup á netto.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.