Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 12

Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 12
12 Borgfirðingabók 2009 Guðrún var fædd á Englandi í Lundarreykjadal, en foreldrar hennar bjuggu víðar, á Írafelli og Vindási í Kjós, í Krýsuvík og á Vífilsstöðum áður en þau fluttust að Efstabæ í Skorradal árið 1880. Hún var því alls ekki bundin sömu torfunni öll uppvaxtarárin, enda fullorðin þegar hún flyst að Efstabæ þó að ættin sé kennd við þann bæ. Hún þekkti vel til í Reykjavík og hafði verið eitthvað á heimili Torfa prentara Þorgrímssonar (1828-1893) og konu hans Sigríðar Þorgrímsdóttur. Minntist hún þess stundum. Þær systur, dætur Sigurðar Vigfússonar, voru taldar vel að sér til handanna.Útsaumur með fínu handbragði sem til er eftir Guðrúnu frá yngri árum sýnir að hún hefur lært til hannyrða, og ágætlega kunni hún til verka við að breyta ull í fat. Af bóklegri uppfræðslu hennar fara ekki sögur. En hún hefur haft aðgang að bókum á æskuheimili sínu og verið flugnæm því að margt kunni hún utanað í bundnu máli fram á elliár, þar á meðal löng andleg kvæði eftir Hallgrím Pétursson. Henni virtist lítið förlast minni með aldrinum, hafði á hraðbergi vísur, þulur og skrýtna kviðlinga sem hæfðu ýmsu tilefni. Bréf sem hún skrifaði Ingibjörgu systur sinni þóttu skemmtileg. Guðrún var ekki margmál um barnæsku sína eða nánustu skyldmenni, en þó duldist ekki að hún dáði mjög Sigurð föður sinn, og eins minntist hún Jóns eldra, bróður síns, með mikilli virðingu. En stundum sagði hún sögur af atferli og tilsvörum sérkennilegra manna sem hún þekkti til í æsku eins og Björns á Þverfelli og Bjarna á Vatnshorni. Ekki varð þess vart að hún hefði áhuga á ættfræði. Guðrún var komin á sjötugsaldur þegar við Ása systir fórum að kynnast henni. Í endurminningunni sjáum við hana fyrir okkur sitjandi á rúmi sínu að tæja, kemba, spinna, tvinna eða prjóna. Henni féll aldrei verk úr hendi – í bókstaflegri merkingu. Innanstokks fékkst hún þegar hér var komið sögu nær eingöngu við tóskap og skógerð, nær aldrei matseld. Þó strokkaði hún yfirleitt, eða að minnsta kosti tók af strokknum og gekk frá smjörinu. Í rauninni var hún hneigðust fyrir útiverk þó að hún væri fyrir aldurs sakir hætt að stunda þau að staðaldri. Þó fór hún út á tún – og jafnvel engjar – með hrífuna þegar mikið lá við, alveg fram á níræðisaldur. Hún var líkamlega afar vel á sig komin, grannvaxin, bein í baki og létt á fæti, enda með afbrigðum heilsuhraust fram undir það síðasta. Það helsta sem amaði að henni var að hún átti á köflum bágt með svefn og sat þá stundum uppi um nætur með prjónana.Hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Borgfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.