Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 36
6 Borgfirðingabók 2009
og fóru 16 skipverjar í hann. Nokkrir, 5 eða 6, urðu eftir til að gæta
skips á Hjalteyri með Ólafi skipstjóra.
Við fórum af stað vel nestaðir vínföngum, og voru veigar ekki við
nögl skornar. Annars hafði ég nú víst ekki mikið vit á því. Þetta var
nefnilega í fyrsta skipti sem ég smakkaði brennivín og varð drukkinn.
Þetta gekk nú skaplega í upphafi, gleði mikil og sungið, einhverjir
þekktu bæjarheiti þarna við botn Eyjafjarðar og útdeildu þeim. Ég
sat þarna um miðjan bíl við hlið á skemmtilegum og reyndum manni,
Erlingi Klemenssyni, sem seinna átti eftir að verða stýrimaður og
skipstjóri á Nýsköpunartogurum. Hann hafði 10 árum áður tekið þátt
í níunda nóvember slagnum (Gúttóslagnum) í Reykjavík, til varnar
kjörum fátæks verkafólks undir forystu eins merkilegasta verkalýðs-
leiðtoga sem íslensk alþýða hefur eignast, Héðins Valdimarssonar.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði þá gert samþykkt um að lækka kaup
verkamanna í atvinnubótavinnu, sem ekki mun hafa verið of burðugt
fyrir.
Ég á margar minningar úr þessari ferð, t.d. frá því að við vorum
að fara upp í Vaðlaheiðina, þá fórum við allt í einu að syngja lag og
texta sem ég hafði ekki hugmynd um að ég kynni: ,,Þú álfu vorrar
yngsta land“, og að mínu mati þarna á staðnum tókst það með afbrigð-
um vel. Var mér þá til efs að slíkur söngur hefði áður hljómað um
Eyjafjarðarbyggðir. Ég man líka að eftir að við höfðum snætt ágæta
máltíð, Mývatnsreyði, í Reykjahlíð stilltum við okkur upp og sungum
fyrir heimamenn: ,,Heyrið morgunsöng á sænum, sjáið bruna fley“.
Það var mikið sungið í þessari ferð og talsvert drukkið. Allt gekk þó
átakalaust. Ég man að af þeim 16 sem í ferðinni voru dóu 5 brenni-
vínsdauða.
Við komum á Hjalteyri einhvern tíma eftir miðnætti. Voru flestir
ánægðir með góða ferð. Sá góði félagi Guðmundur Bachmann hjálp-
aði mér að hátta. Hann var alla tíð góður drengur sem allt hans fólk.
Ég var þarna töluvert drukkinn í fyrsta skipti á ævinni, sem m. a. varð
til þess að ég smakkaði ekki vín næstu 14 ár.
Aflaskipið Eldborg
Við fengum að landa síldinni sem var fullfermi í Eldborginni, þar
af nokkur hluti á dekki. En það virtist sem síldin hefði gufað upp
við þetta stopp. Við vorum nokkra daga að leita síldar, en fengum