Borgfirðingabók - 01.12.2009, Blaðsíða 36

Borgfirðingabók - 01.12.2009, Blaðsíða 36
6 Borgfirðingabók 2009 og fóru 16 skipverjar í hann. Nokkrir, 5 eða 6, urðu eftir til að gæta skips á Hjalteyri með Ólafi skipstjóra. Við fórum af stað vel nestaðir vínföngum, og voru veigar ekki við nögl skornar. Annars hafði ég nú víst ekki mikið vit á því. Þetta var nefnilega í fyrsta skipti sem ég smakkaði brennivín og varð drukkinn. Þetta gekk nú skaplega í upphafi, gleði mikil og sungið, einhverjir þekktu bæjarheiti þarna við botn Eyjafjarðar og útdeildu þeim. Ég sat þarna um miðjan bíl við hlið á skemmtilegum og reyndum manni, Erlingi Klemenssyni, sem seinna átti eftir að verða stýrimaður og skipstjóri á Nýsköpunartogurum. Hann hafði 10 árum áður tekið þátt í níunda nóvember slagnum (Gúttóslagnum) í Reykjavík, til varnar kjörum fátæks verkafólks undir forystu eins merkilegasta verkalýðs- leiðtoga sem íslensk alþýða hefur eignast, Héðins Valdimarssonar. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði þá gert samþykkt um að lækka kaup verkamanna í atvinnubótavinnu, sem ekki mun hafa verið of burðugt fyrir. Ég á margar minningar úr þessari ferð, t.d. frá því að við vorum að fara upp í Vaðlaheiðina, þá fórum við allt í einu að syngja lag og texta sem ég hafði ekki hugmynd um að ég kynni: ,,Þú álfu vorrar yngsta land“, og að mínu mati þarna á staðnum tókst það með afbrigð- um vel. Var mér þá til efs að slíkur söngur hefði áður hljómað um Eyjafjarðarbyggðir. Ég man líka að eftir að við höfðum snætt ágæta máltíð, Mývatnsreyði, í Reykjahlíð stilltum við okkur upp og sungum fyrir heimamenn: ,,Heyrið morgunsöng á sænum, sjáið bruna fley“. Það var mikið sungið í þessari ferð og talsvert drukkið. Allt gekk þó átakalaust. Ég man að af þeim 16 sem í ferðinni voru dóu 5 brenni- vínsdauða. Við komum á Hjalteyri einhvern tíma eftir miðnætti. Voru flestir ánægðir með góða ferð. Sá góði félagi Guðmundur Bachmann hjálp- aði mér að hátta. Hann var alla tíð góður drengur sem allt hans fólk. Ég var þarna töluvert drukkinn í fyrsta skipti á ævinni, sem m. a. varð til þess að ég smakkaði ekki vín næstu 14 ár. Aflaskipið Eldborg Við fengum að landa síldinni sem var fullfermi í Eldborginni, þar af nokkur hluti á dekki. En það virtist sem síldin hefði gufað upp við þetta stopp. Við vorum nokkra daga að leita síldar, en fengum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Borgfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.