Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 131
11Borgfirðingabók 2009
Magnús Hannesson ferst
Hestar og fylgdarmaður voru fengnir að Deildartungu og voru menn-
irnir fluttir að Hvítárvöllum. Hafa smiðirnir átt að fá þaðan sjóvegsferð
suður. Fylgdarmaðurinn var Magnús sonur Hannesar bónda Magnús-
sonar í Deildartungu, bróðir Jóns Hannessonar er lengi bjó þar eftir
föður sinn og því sonarsonur Magnúsar hins ríka á Vilmundarstöðum.
Magnús batt upp tauma á hestum sínum lausum og reið af stað til
baka glaður og hress í fögru sumarveðri þegar allir unnu að þurrkun
heyja sinna og sólskinið lék yfir dölum.
En það var ekki sólskin í Deildartungu það kvöld. Þegar á daginn
leið sáust hestar Magnúsar frá Þingnesi, en þeim fylgdi enginn maður.
Þótti þetta slæmur fyrirboði, og fannst lík Magnúsar í Grímsá skammt
frá ármótum Hvítár. Magnús hafði margriðið Hvítá og aðrar ár á sund,
og var honum það leikur og íþrótt, en nú hafði eitthvað óskiljanlegt
gerst. Var giskað á að hann hefði annaðhvort ætlað að stytta sér leið
með því að sundríða ána þarna eða að lausu hestarnir hefðu álpast útí
ána á þessum stað og hann fylgst með þeim og reiðhestur hans slegið
hann í rot með hausnum um leið og hann tók sundið.
Enginn má sköpum renna og saga þessa efnilega manns var þar
með öll. Kláffossbrúin varð því Borgfirðingum alldýr þar sem þeir
guldu hana með lífi eins síns efnilegasta æskumanns. Magnús var
harmdauði öllum sem til hans þekktu vegna mannkosta og væn-
leika.
Eins og fyrr er fram tekið entist þessi brú ekki nema tuttugu
og sjö ár og illa það. 1920 var hún tekin af og sett járngrindarbrú
sem þar er enn og er hin stæðilegasta. Sá galli fylgir henni þó eins
og svo mörgum eldri brúm að hún er tilfinnanlega mjó miðað við
umferðarþörf nútímans. Við þá byggingu var yfirsmiður hinn þjóð-
kunni brúarsmiður Sigurður Björnsson. Var brúin sett saman uppi á
landi og rennt svo yfir ána með hægu móti. Unnu það tveir eða þrír
unglingar á léttan hátt, en eldri mennirnir gátu hvílt sig á meðan og
horft á. Var öllu svona haganlega fyrir komið, og má segja um þetta
að snemma beygist krókurinn sem verða vill, því marga raun hefir
Sigurður leyst síðan með hyggni sinni, hugviti og skipulagsgáfu,
enda hafa honum æ síðan verið falin hin erfiðustu verk og jafnan með
góðum árangri. Það má um hann með sanni segja að hann hafi alla
tíð verið vænn maður og vaxandi. Trúmennska hans og vandvirkni er
áreiðanlega hundrað prósent. Óskandi væri að eiga marga starfsmenn
slíka í þessu starfi og hverju starfi sem er. Þeirri þjóð sem það ætti