Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 173
17Borgfirðingabók 2009
1921 hafi verið haldin skemmtun, en ekki er nú vitað hvað þar fór
fram, og er alls óvíst að hún hafi verið sú fyrsta sem haldin var í
samkomuhúsinu. Það er og skráð í gerðabókina að fjórða dag febrúar
1922 hafi verið haldin skemmtun. „Skemmt var með ræðum, upp-
lestri, söng, dansi, leikjum og fleira“. Ásta Guðmundsdóttir frá Snartar-
stöðum, liðlega níræð en vel ern, sagði að sér væri það í barnsminni
er hún fór fyrst á vetrarsamkomu að Lundi með foreldrum sínum og
eldri systkinum. Kvað hún það hafa verið árið 1924 eða fyrr. Kvaðst
hún ekki muna betur en að samkomur með skemmtidagskrá væru
árlegur viðburður á Lundi á hennar uppvaxtarárum. Ekki síðar en
snemma á fjórða áratugnum var farið að halda samkomur á Lundi
milli jóla og nýárs. Hélst sá siður alla tíð meðan húsið á Lundi var
notað til samkomuhalds fram undir miðja öldina.
Upp úr seinni heimsstyrjöldinni var hafist handa við byggingu
sundlaugar og baðhúss í Brautartungu og strax að því loknu við bygg-
ingu samkomusalar. Var samkomuhúsið tekið í fulla notkun 1949, og
fluttist þá jólasamkoman þangað og var haldin þar áratugum saman.
Á meðan samkoman var haldin á Lundi var gjarnan sýnt leikið efni
og dansað á eftir. Voru það stundum valdir kaflar úr leikritum, t.d.
Manni og konu, Pilti og stúlku og Skugga–Sveini, svo nokkuð sé
nefnt, ellegar stuttir leikþættir, íslenskir eða þýddir. M.a. var sýndur
leikþáttur eftir Þorstein Jósepsson frá Signýjarstöðum, sem hét
Bilaðir bekkir. Stundum mun hafa verið sýnt heimasamið efni. Anna
Magnúsdóttir frá Múlakoti, sem varð nýlega hálftíræð, minntist þess-
ara leiksýninga fyrir stuttu í samtali við greinarhöfund. Oftast fóru
menn gangandi á æfingar að Lundi, því hvort tveggja var að hross
voru yfirleitt ekki á járnum að vetrinum og svo hitt að lítið var um
húsaskjól fyrir komuhross. Þó kom fyrir að Gísli Albertsson á Hesti
kæmi ríðandi norður fyrir Grímsá að Múlakoti og hýsti hrossið þar á
meðan hann gekk þaðan á leikæfingar og af þeim ásamt öðru fólki.
Þess er rétt að geta að á Hesti voru í senn prestur og póstur á þessum
árum og reiðhross því ávallt til taks. Bátferja var á Grímsá neðan
undan samkomuhúsinu svo komist yrði yfir þótt áin væri auð og í
vexti. Í öðrum enda samkomuhússins á Lundi hafði verið komið
upp hæðarmun þar sem sýningar fóru fram og tjöldum komið fyrir
svo hægt væri að draga frá og fyrir. Rafmagn þekktist þar ekki, og
var sviðið lýst upp með luktum eða olíulömpum. Reynt var að hafa
búninga og gervi sem hæfðu hverju hlutverki eftir því sem kostur var.