Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 173

Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 173
17Borgfirðingabók 2009 1921 hafi verið haldin skemmtun, en ekki er nú vitað hvað þar fór fram, og er alls óvíst að hún hafi verið sú fyrsta sem haldin var í samkomuhúsinu. Það er og skráð í gerðabókina að fjórða dag febrúar 1922 hafi verið haldin skemmtun. „Skemmt var með ræðum, upp- lestri, söng, dansi, leikjum og fleira“. Ásta Guðmundsdóttir frá Snartar- stöðum, liðlega níræð en vel ern, sagði að sér væri það í barnsminni er hún fór fyrst á vetrarsamkomu að Lundi með foreldrum sínum og eldri systkinum. Kvað hún það hafa verið árið 1924 eða fyrr. Kvaðst hún ekki muna betur en að samkomur með skemmtidagskrá væru árlegur viðburður á Lundi á hennar uppvaxtarárum. Ekki síðar en snemma á fjórða áratugnum var farið að halda samkomur á Lundi milli jóla og nýárs. Hélst sá siður alla tíð meðan húsið á Lundi var notað til samkomuhalds fram undir miðja öldina. Upp úr seinni heimsstyrjöldinni var hafist handa við byggingu sundlaugar og baðhúss í Brautartungu og strax að því loknu við bygg- ingu samkomusalar. Var samkomuhúsið tekið í fulla notkun 1949, og fluttist þá jólasamkoman þangað og var haldin þar áratugum saman. Á meðan samkoman var haldin á Lundi var gjarnan sýnt leikið efni og dansað á eftir. Voru það stundum valdir kaflar úr leikritum, t.d. Manni og konu, Pilti og stúlku og Skugga–Sveini, svo nokkuð sé nefnt, ellegar stuttir leikþættir, íslenskir eða þýddir. M.a. var sýndur leikþáttur eftir Þorstein Jósepsson frá Signýjarstöðum, sem hét Bilaðir bekkir. Stundum mun hafa verið sýnt heimasamið efni. Anna Magnúsdóttir frá Múlakoti, sem varð nýlega hálftíræð, minntist þess- ara leiksýninga fyrir stuttu í samtali við greinarhöfund. Oftast fóru menn gangandi á æfingar að Lundi, því hvort tveggja var að hross voru yfirleitt ekki á járnum að vetrinum og svo hitt að lítið var um húsaskjól fyrir komuhross. Þó kom fyrir að Gísli Albertsson á Hesti kæmi ríðandi norður fyrir Grímsá að Múlakoti og hýsti hrossið þar á meðan hann gekk þaðan á leikæfingar og af þeim ásamt öðru fólki. Þess er rétt að geta að á Hesti voru í senn prestur og póstur á þessum árum og reiðhross því ávallt til taks. Bátferja var á Grímsá neðan undan samkomuhúsinu svo komist yrði yfir þótt áin væri auð og í vexti. Í öðrum enda samkomuhússins á Lundi hafði verið komið upp hæðarmun þar sem sýningar fóru fram og tjöldum komið fyrir svo hægt væri að draga frá og fyrir. Rafmagn þekktist þar ekki, og var sviðið lýst upp með luktum eða olíulömpum. Reynt var að hafa búninga og gervi sem hæfðu hverju hlutverki eftir því sem kostur var.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.