Borgfirðingabók - 01.12.2014, Blaðsíða 187
187
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
liðu stundir. Fyrsta verkefnið var að reisa á bænum nýtt steinhús, sem
flutt var í fyrir veturinn 1938. En ekki var búið í því húsi nema 13 ár,
því að kvöldi nýársdags 1952 kviknaði í því og brann það til kaldra
kola á skömmum tíma með nær öllu innbúi, en heimilisfólk bjarg aðist.
Brenndust þó Þorsteinn og Áslaug bæði nokkuð og voru rúm föst um
tíma. Var þetta mesta óhapp, sem fyrir Þorstein kom á ævinni og glat-
aðist þá m.a. merkilegt bóka- og bréfasafn hans. „Það fór allt í eldinn“
sagði hann oft á efri árum, er afkomendur spurðu hann um ýmislegt,
sem hjá honum hafði safnast fram til þessa örlagaríka kvölds. Sveitungar
Þorsteins og Áslaugar reyndust þeim afar vel í kjölfar brunans og sr.
Einar Guðnason í Reykholti og Anna Bjarnadóttir kona hans veittu
þeim húsaskjól og hjúkrun. Þá bárust bóka- og peningagjafir víða að og
fljót lega fengust lán til að ráðast í smíði nýs íbúðarhúss og útihúsa. Yfir-
smiður var Benedikt Björnsson, sem enn er á lífi þegar þetta er ritað, 95
ára að aldri, og hafði hann sér til aðstoðar Pál Ásmundsson úr Reykjavík.
Tókst þá samsumars að koma upp íbúðarhúsinu á Úlfsstöðum, sem
enn stendur, auk fjóss og hlöðu. Og nú var jarðhitinn í landi Úlfsstaða
nýttur sem skyldi til upphitunar hússins og hefur svo verið alla tíð síðan.
Segja má að allt hafi vaxið og dafnað hjá Áslaugu og Þorsteini á Úlfsstöðum
næstu áratugina. Dætur og barnabörn uxu úr grasi, bústofninn stækk aði
og vélvæðing og aðrar framfarir auðvelduðu bústörfin. Mörg borgar-
börn voru „í sveit“ að Úlfsstöðum og héldu flest þeirra tryggð við
heim ilis fólkið eftir það. Þorsteinn naut virðingar í heimasveit sinni og
átti jafnan gott við nágranna sína á næstu bæjum. Bændagisting var á
Úlfs stöðum um tíma og er greint sérstaklega frá henni í annarri grein
í þessu hefti. Höfundur þessarar greinar minnist margra ánægjustunda
á Úlfs stöðum, er hann sat á tali við afa sinn um skáldskap, vísindi og
fræði og að sjálfsögðu um kenningar Helga Pjeturss, sem verið hafa
mörgu tengdafólki og afkomendum Þorsteins hugleiknar. Um 1950 átti
Þorsteinn frumkvæði að stofnun Félags Nýalssinna og ritstýrði félags-
blaði þess um alllangt skeið. Um ritstörf Þorsteins, heimspeki og skáld-
skap hyggst höfundur fjalla í sérstakri grein síðar meir og verður því að
sinni látið nægja að nefna útgefin rit hans, en þau eru þessi:
Samtöl um íslenzka heimspeki (1940)
Tunglsgeislar (1953)