Borgfirðingabók - 01.12.2014, Blaðsíða 247
247
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
allern. have bevilget at 1) Thingsognene
Hvitaaside og Nordurardal herefter
skulle være forenede med Thveraahlide
Thingsogn og at Thingstedet for disse
trendeforenede thingsogne skal være
Nordtunge inden Thveraahlide Rep.
2) At Stafholtstunge Thingsogn skal, í
Forening med Borgar Thingsogn, utgjöre
eet Thingsogn, og at Thingstedet for
disse tvende forenede Thingsogne skal
være paa Gaarden Solheimatunga under
Borgar Rep! 3) At thingsognet Alptanæs,
i forening med Thingsognet Hraun skal
utgjöre eet Thingsogn og at Thingstedet
for disse tvende Thingsogne skal være
Alptartunga inden Alptanæs Rep; samt - 4) At thingsognene Miklaholt
og Kolbeinsstade skulle forenes með Eyja Thingsogn, og at Thingstedet
for disse trende forenede Thingsogne skal være Hrossholt inden Eyja
Rep. – Og ville Vi lige allern at disse saaledes for Eftertiden værende fire
Thingsogne herefter skulle kaldes: Det förste Thveraahlide, det andet
Borgar, det tredie Alptanæs og det sidste Eyja Thingsogn.“
Þetta konungsbréf haggaði hvorki skipan eða mörkum hreppa.
Hreppsskil að hausti voru áfram haldin á hinum fornu þingstöðum.
Fljótlega kom fram mikil óánægja íbúa með þessa tilhögun. Var
kvört unum komið á framfæri við amtmann, en án árangurs.
Á fyrstu samkomu Alþingis, 1845, lagði þingmaður Mýramanna,
Helgi Helgason í Vogi, fram bænarskrá frá framámönnum úr flestum
hreppum sýslunnar þess efnis að þingið mælti með því við konung, að
gömlu þingstaðirnir verði aftur uppteknir, en hinir nýju lagðir niður.
Verður nú vitnað í frásögn þingtíðinda af meðferð og gangi málsins.
Á fimmta fundi, 5. júli, skýrir forseti þingsins, Bjarni Thorsteinsson
amtmaður, frá því að bænarskráin væri til sín komin frá þingmanni
Mýrasýslu, en hann hafði á sínum tíma sem amtmaður fjallað um beiðni
Eiríks sýslumanns. Greindi hann frá afskiptum sínum af málinu. Þegar
beiðnin barst til hans hefði hann lagt fyrir sýslumann að leggja málið
undir álit hreppstjóra og allra merkisbænda. Þeir hefðu að mestu verið
meðmæltir. Hins vegar sé honum sem amtmanni kunnugt að allur þorri
íbúanna uni breytingunni illa og virðist honum margt mæla með hinum
Bjarni Thorsteinsson amtmaður
og forseti alþingis þetta ár.