Borgfirðingabók - 01.12.2014, Blaðsíða 201
201
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, f. 14 martz, 1866.
Ingibjörg Einarsdóttir, ljettastúlka, f. 8. júní, 1878
Þuríður Jónsdóttir.
Guðrún Jónsdóttir, kaupakona.
Helga Bjarnadóttir, vinnukona.
Sigurður Sigfússon, f. 10. ág. 1811.
Bjarni Magnússon, kaupamaður.
Magnús Erlingsson, f. 12. júlí 1857 (ráðsmaður).
Halldór Jóelsson, kaupamaður (um tíma).
Jóhannes Guðmundsson, snikkari.
Andrjes Guðmundsson.
Eiríkur Þóroddsson, kaupamaður.
Gunnar Þorbjörnsson, smali.
1.júlí.mi.: Alþingi sett. Við Nonni vorum í kirkju og áhorfendur í
þinghúsi.
7.júlí.þri.: Við bræðurnir, Bjarni Sím. og síra Gísli Einarsson, er
kom suður að sækja okkur (Sjera Gísli kom suður 4.
júlí og fór með okkur í kirkju í Reykjavík sunnudaginn
5. júlí), hjeldum allir af stað úr Reykjavík. Sigþrúður
Vídalín og Elínborg og Sturla Jónsson (kaupm.) fylgdu
okkur dálítið inneftir. Við hjeldum áfram um nótt ina
og komum að Skeggjastöðum og keyptum þar kaffi
og mjólk, hjeldum svo áfram um nóttina að Brekku
við Hvalfjörð og sváfum þar 2 tíma. Um há degi 8.
júlí fórum við þaðan en Bjarni Símonarson varð þar
eftir, og komum við seint um kvöld að Hesti og borð-
uðum þar. Þaðan fórum við að Stafholtsey og komum
þar inn og fengum mjólk að drekka. Þar var þá Þor-
valdur Thoroddsen og kona hans. Þaðan fórum við að
Arnarholti og var síra Gísli þar nóttina, því hann þurfti
að finna sýslumann, en Magnús nokkur Þorbjörnsson
fylgdi okkur yfir Gafleyrarvað. Síðan hjeldum við
Nonni einir að Munaðarnesi og vöktum þar upp.
Mamma, Valla voru þá þar stödd. Þá sváfum við nóttina
af. Meðan við vorum á ferðinni að sunnan höfðum við
oftast þoku og skýjað loft.
9. júlí.fi.: Um morguninn kom síra Gísli frá Arnarholti og þá