Borgfirðingabók - 01.12.2014, Blaðsíða 250
250
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
tveggja eður þriggja hreppa á einum degi, en í flesta hreppana
kemur hann, ef til vill, aldrei ár eptir ár, verður hann þeim svo um
alla embættistíð sína ókunnur, nema af því einu sem bréflega fer
millum hans og þeirra, og vita allir, að ekki er ætíð eins mikið á það
að ætla, og hitt, sem menn sjá fyrir augum sér, og svo að segja hafa
handa í milli, hætt er líka við, að sýslumaður láti sér minna hugað
vera um hag ókunnugra, enn þeirra, sem honum eru vel kunnugir,
og sjá allir, hve mikið illt getur af því hlotist í mörgum efnum, ekki
er heldur þess að synja, að vér óttumst, að sýslubúar kynnu álíta
sýslumann þann sem þeir aldrei sjá, nema á skattaþingunum sem
tollheimtumann aðeins, og svo má þó ekki vera.
2 Tíminn leyfir ekki sýslumanni, þegar á einum degi taka á þegnskyldu
manna úr 2 eða 3 hreppum, að birta lagaboð þau, sem út koma,
svo að öllum verði kunn, þareð þinghúsið tekur aðeins innbúa eins
hrepps í senn, þó byggt væri, hvað enn er ekki skeð, nema á einum
þeirra nýju þingstaða, Sólheimatungu; þykja bændum líka þungar
búsifjar.að hljóta að standa úti, stundum holdvotir í illviðrum, tvo
þriðjunga dagsins, og eiga svo þaðan að sækja, þannig til reika,
langa leið til heimila sinna.
3 Bændur verða að halda við enum gömlu þinghúsum, svo
hreppskilaþingin verði í þeim haldin, því hvorki vilja hreppstjórar
kalla bændur úr þeirra gömlu þinghám til enna nýju þingstaða,
enda mundi þeim ekki haldast uppi slík lögleysa, og þar á ofan eiga
þeir kostnað að hafa af byggingu enna nýju þinghúsa, ef þau ættu að
byggjast, og viðhaldi þeirra síðan, sem virðist oss óviðurkvæmilegur
og óþarfur byrðarauki. Á hinu leitinu tjá bændur sig fúsa, að byggja
hin fornu þinghús svo rúmgóð og sæmileg, að ráði sýslumanns, að
vel megi líka.
4 Úr sumum hinna fornu þinghánna eiga menn nú að sækja yfir
ill færar ár, t.a.m. Kolbeinsstaðahreppur allur yfir Haffjarðará,
Hraun hreppur yfir Álptá, Borgarhreppur yfir Gljúfurárós, meiri
hluti Stafholtstungna yfir Norðurá, og Hvítársíða öll yfir Þverá,
og kemur annmarki þessi ekki aðeins við manntalsþingaferðina,
heldur í hvert sinn, sem einhver verður kallaður til vitnaleiðslu eða
annara réttarins atgjörða. Þess getur einn af oss, ég Helgi Helgason,
að svo eru vegir torfærir úr Álptártungu, að ekki verður yfir komizt,
nema klaki sé í jörð; hefir manntalsþing þess vegna verið haldið þar
um, og jafnvel oftast fyrir, sumarmál, þángað til næstliðið vor, og