Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2022, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 02.02.2022, Blaðsíða 13
Reykjaneshöfn loksins rekstrarhæf Hjörtur M Guðbjartsson, formaður stjórnar Reykjaneshafnar. Í lok síðasta árs samþykkti stjórn Reykjaneshafnar framtíðarsýn sína til ársins 2030. Ég hef setið í stjórn hafnarinnar frá árinu 2009 og gegnt ýmsum hlutverkum, bæði í minni­ hluta og meirihluta og nú síðast sem formaður. Ég hef á þessum árum tekið þátt í þremur framtíðarsýnum og tveimur fjárhagslegum endurskipulagningum. Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum að sitja í stjórn skuldugasta hafnasjóðs Íslands en með samhentu átaki allrar stjórnar, starfsmanna og bæjarstjórnar hefur tekist að gera Reykjaneshöfn rekstrarhæfa og koma skuldunum í viðráðanlegt horf. Orðspor Reykjaneshafnar hefur lengi verið laskað vegna mikilla skulda sem tengjast að hluta til brostnum draumum í Helguvík. Norðurál hefur formlega lagt árar í bát, Thorsil gat ekki staðið við fjár­ hagslegar skuldbindingar gagnvart höfninni og þar með féll þeirra sam­ komulag niður, nýjar fréttir af kísil­ veri Arion banka segja okkur að þeir rembast enn við að koma því í gang með einhverjum hætti gegn vilja íbúa og allrar bæjarstjórnar en það gagnast engum að dvelja of lengi í fortíðinni. Reykjaneshöfn til næstu framtíðar En hvað þá? Eitt af markmiðum stjórnar Reykjaneshafnar er t.a.m. að flytja löndum sjávarfangs frá Keflavíkurhöfn í Njarðvíkurhöfn og þar með hafnarvog og skrifstofur. Keflavíkurhöfn kemur til með að þjóna litlum og meðalstórum skemmtiferðaskipum sem dýpi og stærð hafnarinnar ræður við og til framtíðar eru miklir möguleikar í veitingasölu og ferðaþjónustu á því svæði. Höfnin er staðsett í hjarta miðbæjarins, rétt neðan við Hafn­ argötu og margir möguleikar því í göngufæri. Á sama tíma sjáum við fyrir okkur að styrkja sjávarútveginn á svæðinu í kringum Njarðvíkurhöfn. Þar eru fyrir stöndug og góð fyrir­ tæki í sjávarútvegi sem sinna spenn­ andi nýsköpun í greininni en einnig mun skipaþjónusta skipa þar stóran sess. Unnið er að rammaskipulagi sem gengur út á stækkun Njarð­ víkurhafnar og skipasmíðastöðvar Njarðvíkur auk þess sem stefnt er að þróun skipaþjónustuklasa á svæðinu sem á eftir að hafa jákvæða áhrif á bæinn allan. Framtíð Helguvíkur liggur fyrst og fremst í vöruflutningum. Fáar hafnir í heiminum eru jafn haganlega stað­ settar steinsnar frá alþjóðaflugvelli og því eru miklir möguleikar til fram­ tíðar í vöruflutningum. Ferðaþjónustumöguleikar í bæði Grófinni og Höfnum eru miklir og verður það skoðað áfram hvað hægt er að gera til að efla ferðaþjónustu á þeim svæðum. Framtíðin er býsna spennandi hjá Reykjaneshöfn, rétt eins og hjá Reykjanesbæ öllum. Það er margt gott í vændum og mikilvægt að stjórnað sé áfram af yfirvegun og festu. Bein leið býður fram í næstu kosningum Bein leið mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ í vor og leitar nú eftir áhugasömu fólki til að bjóða sig fram á lista framboðsins eða starfa með okkur í kosningunum. Bein leið er óháð framboð sem má staðsetja á hinni frjálslyndu miðju. Framboðið hefur átt góðu gengi að fagna síðustu tvennar kosningar og starfað með meirihluta bæjar­ stjórnar síðustu tvö kjörtímabil. Guðbrandur Einarsson núverandi oddviti Beinnar leiðar er forseti bæjarstjórnar, að auki hans eru eftir­ farandi aðilar í ráðum og nefndum bæjarins, sem og í undirbúnings­ hópi framboðsins fyrir komandi kosningar: Kolbrún Jóna Pétursdóttir Valgerður Björk Pálsdóttir Birgir Már Bragason Helga María Finnbjörnsdóttir Kristján Jóhannsson Halldór Rósmundur Guðjónsson Kristín Gyða Njálsdóttir Hrafn Ásgeirsson Áhugasöm hafið samband með tölvupósti á beinleidxy@gmail.com eða með skilaboðum á Facebook síðu Beinnar leiðar. Skil á aðSeNdu efNi Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is Viðburðir í febrúar Aðventusvellið verður opið í febrúar svo það er um að gera að skella sér á skauta. Það er opið fimmtudaga til sunndags. Þú skráir þig á svellið annað hvort í appinu *Svellið* eða á www.adventusvellid.is SKRÚÐGARÐURINN Í KEFLAVÍK Aðventusvellið Við höfum opnað aftur ljósmynda- sýninguna Víkurfréttir 40 ára í Bíósal Duus Safnahúsa sem sýnir fólk á Suðurnesjum í 10 ár, frá 1983 til1993. Tilvalið fyrir þá sem misstu af sýningunni fyrir áramót. DUUS SAFNAHÚS Víkurfréttir 40 ára Viltu standa fyrir viðburði eða dagskrá á BAUN; Barna- og ungmennahátíð sem fram fer 5.-15.maí eða ertu með snilldarhugmynd sem þú vilt koma á framfæri? Hafðu samband við okkur á sulan@reykjanesbaer.is BARNA OG UNGMENNAHÁTÍÐ BAUN hugmyndir Þrátt fyrir að viðburðahald hafi verið með minna móti í upphafi árs vegna samkomutakmarkana hafa söfnin verið opin og taka vel á móti ykkur áfram. Því er um að gera að næra andann og kíkja þangað í heimsókn. Þá eru ýmis verkefni í undirbúningi, svo sem eins og BAUN, og tökum við fagnandi á móti góðum hugmyndum að verkefnum og dagskrá. BÓKASAFNIÐ Lestraráskorun Boðið eru upp á þrjár mismunandi áskoranir, þar sem hægt er að velja um eina bók á mánuði, tvær bækur á mánuði nú eða eina bók í hverri viku. Stórskemmtilegar hugmyndir að bókum til að lesa. Bókasafn Reykjanesbæjar hefur að geyma safn af plötum tengdum átthögum Reykjaness. Okkur langar til að dusta rykið af þessum gögnum og vonandi bæta í safneignina. Sýning sem vert er að skoða. BÓKASAFNIÐ Smá-brot BÓKASAFNIÐ Heimsendingar Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á heimsendingarþjónustu fyrir fólk sem á ekki heimangengt í safnið, vegna veikinda eða annarra ástæðna. Þeir geta fengið safngögn send til sín aðra hverja viku. Þjónustan er gjaldfrjáls. Ertu nokkuð að missa af viðburðum í Reykjanesbæ? Í hverjum mánuði fer fram fjöldinn allur af alls konar skemmtilegum viðburðum á vegum menningarhúsanna í Reykjanesbæ. Núna er hægt að vera með ókeypis áskrift að rafrænni viðburðadagskrá sem er send með tölvupósti einu sinni í mánuði. Er þetta nokkur spurning? Skráðu þig á heimasíðu Reykjanesbæjar við næsta tækifæri. www.reykjanesbaer.is Opið er fyrir umsóknir í Menningarsjóð og þar hægt að sækja um styrki fyrir góðar hugmyndir sem auðga menningarlíf bæjarins. Enn er hægt að skella sér á skauta sem er auðvitað frábær hreyfing og tilvalin í Lífshlaupinu sem er framundan. Verið með okkur í vetur og njótið þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Menningarsjóður Reykjanesbæjar Vilt þú sækja um styrk í spennandi menningarverkefni? Við auglýsum eftir umsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum um tvenns konar styrki sjóðsins. Annars vegar er um að ræða þjónustusamninga við menningarhópa og hins vegar verkefnastyrki til menningartengdra verkefna. Umsóknum þarf að skila rafrænt í síðasta lagi 14. febrúar nk. í gegnum Mitt Reykjanes. Eftir innskráningu er smellt á Umsóknir á forsíðu og svo á viðeigandi umsókn undir Stjórnsýsla – Menningarmál. vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.