Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 02.02.2022, Blaðsíða 11
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 5. ÞÁTTUR SÉRA STEFÁN OG STOFNUN SKÓLANS Ágúst Guðmundsson frá Halakoti (1869–1941) segir frá Stefáni Thor­ arensen í bók sinni, Þættir af Suður­ nesjum (1942) og lýsir manninum og prestinum mjög líkt og Kristleifur, sbr frásögn í 4. þætti. Ágúst segir m.a. um Stefán og um skólann sem hann stofnaði: „Hann vildi að messur sínar væru sem háfleygastar og tókst að gera það. Hann kom orgeli í kirkjuna hér í kringum 1876, og lék Guðmundur Guðmundsson í Landakoti á það. Var hann hér forsöngvari um 40 ár. ....... Mörgu góðu kom hann hér til leiðar, og ætla ég aðeins að minnast á barnaskólabygginguna, sem var mikið velferðarmál, ­ og hann hafði mikinn áhuga fyrir velferð sveitar­ innar. Færði hann það fyrst í tal við sóknarbændur, og tóku margir vel í það, enda þótt sumir stæðu fast á móti því. En þeir voru fleiri, sem skildu málið rétt og studdu prest til framkvæmda með peningagjöfum og vinnu eftir efnum og ástæðum. Mest gaf stórbóndinn Egill Hall­ grímsson. Hann gaf 100 dali og Guðmundur Ívarsson 50 dali, og svo flestir meira og minna. Skólinn var byggður sumarið 1872, mest af samskotafé og svo frá hlutaveltu. Lán, sem tekið var, fékk séra Stefán með óvanalega hagstæðum skil­ málum, og svo naut skólinn árlegs styrks úr Thorkilliisjóði, svo að bygg­ ingin kom æði létt niður á sveitina, og flest börn höfðu ókeypis kennslu. Kennsla byrjaði 1. október 1872 með 29 börnum. Kennarinn var Oddgeir, sem síðar var lengi prestur í Vestmannaeyjum. Skólinn starfaði alla daga rúmhelga til síðasta marz árlega. Kennslulaun hans voru 350 krónur yfir þennan umtalaða tíma. Fæddi hann sig sjálfur, en hafði ókeypis hús og hita, en varð að leggja sér til ljós. Hafði kennarinn eina stofu og svefnherbergi, en kennslulaunin stigu síðar upp í 400 krónur og síðast í 500 krónur, en aldrei meira í tíð séra Stefáns. Hann hafði alla umsjón með skólanum, fjármálum hans og niðurröðun á kennslu. Þá var kennt: lestur, skrift, reikningur, kver, biblíusögur og seinustu tvo veturna, þeim sem bezt voru að sér, landafræði, saga réttritun og einnig danska. Kennsla byrjaði kl. 10 árdegis og stóð til kl. hálfþrjú alla daga. Gengu börnin daglega heim og að heiman, sem var langur vegur, innan úr Kálfatjarnar­ hverfi og suður í skóla, en hann var í Suðurkoti í Brunnastaðahverfi. Það var klukkutíma gangur aðra leið að Brekku við Vogastapa, og vont var veður, ef börnin létu sig vanta í skólann, enda gengu kennararnir stranglega eftir því, að þau kæmu daglega. Tvisvar í viku var kenndur söngur. Hann kenndi Guðmundur í Landakoti. Allt gerði prestur til þess, að skólinn næði tilgangi sínum og vandaði vel til kennara. ........ Skólahúsið var byggt úr timbri, 16 álnir á lengd og 14 á breidd, loftbyggt, og var hver þilja, gluggar og hurðir handunnið. Kennsla fór fram í einum sal, sem var í norðurenda hússins, með góðum og stórum ofni. — Uppi á loftinu bjuggu hjón, sem hirtu um skólastofuna og lögðu í ofninn. Fyrir þá vinnu höfðu þau ókeypis húsa­ vist. Sá, sem það gerði á umræddum tíma. hét Daníel Grímsson, ættaður úr Borgarfirði, en fluttist til Ameríku rétt fyrir síðustu aldamót. Sá, sem stóð aðallega fyrir smíði skólans, hét Stefán, og var kallaður snikkari, þá bóndi í Minni­Vogum í Vogum. ....... Flest voru börnin í skólanum 39 og var kennarinn vanalega einn. Þó hjálpaði Daníel Grímsson honum í reikningstímum sum árin, þegar börnin voru flest, og sagði hann þeim til, sem voru á byrjunarstigi. Annars var það nærri undarlega mikið, hvað kennararnir afköstuðu þá. Flestir voru þeir strangir og alvarlegir, og höfðu börnin ótta af þeim, ef þau lærðu ekki vel, en þá var sá siður að læra allt utanbókar, og kunnu öll vel, sem höfðu námsgáfur. Vanalega voru kennararnir góðir við börnin og sumir skemmtilegir.” Hér er hægt að nálgast bók Ágústs. Ágúst Guðmundsson Halakoti. Mynd skönnuð úr bók hans Hér langar mig aðeins, sem starfandi leikskólastjóri, að stikla á stóru er varðar leikskólalífið. Í þessi tvö og hálft ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Reykjanesbæ hafa tvö ár litast af heimsfaraldrinum og hefur það verið töluverð eldskírn í nýju starfi. Á þessum tíma sem við höfum búið við veiruna hefur okkur tekist í skólanum mínum, leikskólanum Holti, að halda uppi öflugu, faglegu og metnaðarfullu skólastarfi. Ég finn að fólkið mitt er orðið langþreytt þótt það sýni alltaf gleðina. Hjartað mitt fyllist stolti yfir þeirri góðu samvinnu og samheldni sem okkar öfluga leikskólasamfélag býr yfir, annars hefði það ekki verið hægt og aldrei gengið upp. Á tímum sem þessum finn ég hvað er mikilvægt að vinnuveitendur hlúi að starfsfólkinu sínu. Starfsfólkið er sterkasta aflið í skólastarfinu og allir hér á Holti hafa verið meðvitaðir um að hjálpast að og vinna saman að velferð og menntun barnanna. Með skipulagi, þrautseigju, velvild og jákvæðni starfsfólksins hefur það gengið upp í þessum faraldri. Föstudagurinn 13. mars 2020 er mér alltaf ferskur í minni en þá skall á okkur fyrsta bylgjan. Í ljósi fyrir­ mæla heilbrigðisyfirvalda þann dag var settur á skipulagsdagur allra leikskóla, 16. mars, til að undirbúa og skipuleggja skólastarf á því tíma­ bili sem takmörkunin átti að ná á þeim tíma og allt skólastarf var fellt niður. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og má segja að við skólastjórnendur urðum snillingar í að halda úti og skipuleggja starfið í hvert sinn sem ný sóttvarnalög tóku gildi á hverjum tíma. Stjórnendur og starfsfólk hefur þurft að vera með einsdæmum lausnarmiðað til að láta starfið ganga upp ásamt því að eyða mörgum klukkustundum í smit­ rakningu fyrir smitrakningarteymið sem annaði ekki því verkefni fyrir miklu álagi. Nýir foreldrar á þessu tímabili kynntust ekki hefðbundnu skólastarfi þar sem að skólinn var að mestu leyti lokaður hvað varðar aðkomu foreldra en mikill skilningur, þolinmæði og umburðarlyndi gerði það að verkum að við gátum haldið úti góðu starfi samkvæmt skipulagi sem við lögðum upp með í þeim að­ stæðum hverju sinni. Þessa dagana er mikið rætt um Covid­smit í samfélaginu og hvaða áhrif það hefur í nærumhverfi okkar. Leikskólar og grunnskólar eru mikil­ vægar stofnanir fyrir margra hluta sakir og áhersla er lögð á að skerða ekki þjónustu þeirra með fækkun nemenda og starfsfólk hverju sinni en óneitanlega hefur komið til þess og sérstaklega núna á nýju ári þegar fjórða „dýfan“ skall á skólanum mínum. Þegar slökun á reglum um sóttkví, þar sem börn og unglingar eru algjör­ lega undanþegin reglum um sóttkví og smitgát, sem var sett fram þann 25. janúar síðastliðinn þá fagnaði ég því barnanna vegna og foreldrum þeirra en er hugsi á sama tíma hvað næstu vikur beri í skauti sér. Þær reglur um sóttkví og einangrun sem voru í gangi hafa valdið miklum fjar­ vistum í skólum og á vinnumarkaði með tilheyrandi truflunum. Mörg börn hafi endurtekið þurft að vera í sóttkví og hafa sérfræðingar í vel­ ferð barna bent á að slíkt geti haft neikvæðar afleiðingar. Þegar ég lít yfir farinn veg í þessi tvö ár er heilmikið sem okkur í skólanum mínum hefur tekist þrátt fyrir þær miklu hindranir sem far­ aldurinn hefur haft í för með sér. Til að mynda hefur fræðsluráð Reykja­ nesbæjar efnt árlega til hvatningar­ verðlauna fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kenn­ arahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að baki verkefnunum. Deildin Lundur, sem tilheyrir leikskólanum mínum, Holti, fékk tilnefningu til hvatningarverð­ launa 2021 fyrir verkefnið „Unnið með náttúruna á Lundi“ sem var verkefni um Tré. Leikskólinn minn hlaut styrk úr nýsköpunar­ og þróunarsjóði fræðslusviðs Reykja­ nesbæjar 2021–2022 fyrir þróunar­ verkefnið „Náttúruvísindi, tækni og málörvun í smiðjum við leikskólann“. Þróunarverkefnið er sjálfstætt fram­ hald af fyrra verkefni, „Tækifæri til náms í skapandi umhverfi“, með nýjum áherslum sem hlaut einnig styrk úr nýsköpunar­ og þróunar­ sjóði fræðslusviðs Reykjanesbæjar 2020–2021. Í vetur höfum við unnið áhuga­ vert verkefni sem ber heitið Nátt­ úruvísindi, tækni og málörvun en það verkefni erum við að vinna með samhliða námskeiði sem deildar­ stjórar og stjórnendur leikskólans sækja hjá Háskóla Íslands og kallast Menntaflétta. Rauði þráður Mennta­ fléttunnar er að stuðla að þróun námssamfélaga. Þróunarverkefnið Náttúruvísindi, tækni og málörvun í smiðjum við leikskólann tengist gæðamenntun fyrir alla, þetta er framsækið verkefni og mikilvægt fyrir skólasamfélagið okkar. Það að mynda námssamfélag innan leik­ skólans mun skila sér í faglegu starfi og gæðamenntun allra, bæði barna og starfsfólks. Það er gaman að segja frá því að starfsfólk á Hlíð við leikskólann Holt og börnin fengu gæðamerkið Quality Label fyrir eTwinning­verkefni sem unnið var í samstarfi með skólum frá Póllandi, Ítalíu og Spáni skóla­ árið 2020–2021. Verkefnið fjallaði um fjaðrir og í umsögn segir að um skemmtilegt verkefni sé að ræða sem kveikti bersýnilega áhuga barnanna. Einn kennari við leikskólann var tilnefnd fyrir framúrskarandi kennslu og þróunarstarf á tíma­ bilinu í tengslum við innlend og al­ þjóðleg verkefni sem beinast að því að efla skapandi leikskólastarf með áherslu á læsi og lýðræði til Íslenskra menntaverðlaunanna haustið 2020. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla­ og frístundastarfi með börnum og unglingum. Sjá má hér að ofan að margt hefur áunnist þrátt fyrir hindranir og áskoranir sem faraldurinn hefur haft í för með sér. Þetta tímabil skilur eftir sig lærdóm og reynslu sem við munum svo sannarlega nýta til fram­ tíðar. Við hér í leikskólanum Holti hlökkum til daganna, viknanna og áranna framundan. Þau munu færa okkur ný hlutverk og enn frekari tækifæri til þess að styrkja okkur í þeim hlutverkum sem okkur hafa nú þegar verið færð. María Petrína, leikskólastjóri leikskólans Holts. Hugleiðing leikskólastjóra á Covid-tíma FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.