Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 02.02.2022, Blaðsíða 8
Iceland The Photographer’s Paradise er nafn veglegrar ljósmyndabókar sem er að koma út um þessar mundir. Það er Keflvíkingurinn Jón Sveinsson sem á veg og vanda af bókinni í samstarfi við Forlagið. Jón hefur í um áratug farið fyrir hópi áhugaljósmyndara á Facebook. Þar er hópur sem ber nafn bókarinnar, Iceland The Photographer’s Paradise, og meðlimir eru 66.000 talsins. Reglan er að aðeins séu birtar myndir frá Íslandi. Stýrir Facebook-síðu með mörgum virkum ljósmyndurum „Forlagið hafði samband við mig áður en Covid­faraldurinn skall á og spurði hvort það væri ekki áhugi á að búa til bók byggða á Facebook­ síðunni þar sem ég er með marga mjög virka ljósmyndara. Á þeim tíma voru meðlimir síðunnar að setja upp undir fimmtíu nýjar myndir á dag en það hefur aðeins dregið úr virkninni í faraldrinum þar sem er­ lendir ljósmyndarar hafa ekki verið að komast til landsins að mynda. Síðan byggir á samvinnu við ljós­ myndarana. Þegar Forlagið hafði ákveðið að gefa út bókina deildi ég því með ljósmyndurum á síðunni og bauð þeim þátttöku. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og ég fékk sendar um 4.000 ljósmyndir,“ segir Jón um tilurð bókarinnar. Jón segir að myndirnar hafi verið misjafnar að gæðum en hann hafi farið í gegnum hverja einustu mynd og skar fjöldann úr 4.000 niður í 500 myndir sem voru sendar til út­ gáfunnar. Þar var haldið áfram að vinna úr myndunum með tilliti til lita­ og prentgæða. Bókin á bið í Covid Bókin var svo gott sem tilbúin þegar Covid­faraldurinn brast á og þá var ákveðið að bíða með útgáfu bókarinnar þar til ferðamannaiðn­ aðurinn tæki við sér að nýju. „Það eru aðallega ferðamenn sem kaupa svona bækur,“ segir Jón. Frestun útgáfunnar opnaði þá möguleika á nýjum myndum og þannig náði eldgosið í Fagradalsfjalli inn á síður bókarinnar. Í bókinni eru eitt hundrað og tuttugu ljósmyndir en ljós­ myndararnir eru um áttatíu talsins. Söluhagnaði bók­ arinnar verðu svo skipt jafnt á ljósmyndir bók­ arinnar. Hver ljósmynd er einn hlutur, þannig af ef ljósmyndari á fjórar myndir fær hann greidda fjóra hluti. Vonandi fyrsta bókin af nokkrum Jón vonast til að bókin Iceland The Photographer’s Paradise verði fyrsta af nokkrum sem byggðar eru upp með þessum hætti. Hann sér fyrir sér fjórar bækur fyrir árstíðir á Ís­ landi, eina bók um hálendið og svo lokabókina sem er það besta af því besta. Útgáfa ljósmyndabókar með þessum hætti gefur ljósmyndurum tækifæri til að fá mynd eftir sig á prenti og geta barið sér á brjóst KEFLVÍKINGURINN JÓN SVEINSSON STÝRIR iCelaNd tHe PHOtOgraPHer’S ParadiSe MEÐ 66.000 MEÐLIMUM Íslandsmyndir Jóns og félaga 8 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.