Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2022, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 09.03.2022, Qupperneq 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is „Eftir að við komumst ekki inn á fyrra undankvöldinu þá kúpluðum við okkur algjörlega frá. Ég keypti mér flugmiða til útlanda og ég er allavegana hættur við hann og við erum mætt aftur til leiks með bros á vör í Söngvakeppnina,“ segir Már Gunnarsson tónlistar- maður. Már og systir hans, Ísold Wilberg, koma fram í Söngvakeppninni 2022 sem Amarosis og þau munu keppa til úrslita með lagið „Don’t you know“. Þetta kom í ljós á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppn- innar síðasta laugardag. Þá var tilkynnt að Már og Ísold myndu fá að keppa til úrslita með lag sitt, enda hafi það aðeins verið ellefu atkvæðum frá því að komast í úrslit eftir kosningu á fyrra undanúrslitakvöldinu. „Þetta var rosalega skrítin vika. Auðvitað var maður að vonast til þess að komast áfram en ég þorði samt ekki að vona of mikið,“ segir Ísold og Már bætir við: „Við höfum fulla trú á að við getum gert geggjaða hluti.“ Þau segja að spennan síðasta laugardagskvöld hafi verið óbærileg og það hafi endað þannig að þau horfðu hvorugt á sjónvarpið í aðdraganda þess að úrslitin voru kynnt. Þau hafi samt fengið fréttirnar fljótlega frá fjöl- skyldunni og skilaboðum rigndi yfir þau á samfélags- miðlum með hamingjuóskum. Már og Ísold verða önnur á svið á úrslitakvöldinu sem þau segjast spennt fyrir. Þau séu jarðbundin með þetta allt. Það væri frábært ef þau færu út fyrir Íslands hönd, en þau segja mesta sigurinn þegar unninn, að hafa fengið að taka þátt í Söngvakeppninni 2022. Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta er rætt við þau Má og Ísold og þar má einnig sjá og heyra órafmagnaða út- gáfu af laginu þeirra úr keppninni, „Don’t you know“. „Don’t you know“ í úrslit Söngva- keppninnar og spennan óbærileg Listasafn Reykjanesbæjar býður í annað sinn meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við Lista- háskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Minningar morgundagsins verður opnuð laugardaginn 12. mars og stendur til sunnudagsins 24. apríl 2022. Sýningarstjórar eru Iona Pol- dervaart, Sara Blöndal og Sunna Dagsdóttir. Sex listamenn taka þátt í sýningunni; Elnaz Mansouri, Hall- gerður Hallgrímsdóttir, Sarah Degen- hardt, Sarah Finkle, Victoria Björk og Vikram Pradhan. Sýningin Minningar morgun- dagsins er hópsýning sem setur fókusinn á framtíðina og tengslin við sögur, umhverfi og drauma okkar. Minningar eru sögur fortíðarinnar og á hverjum degi sköpum við frá- sagnir sem breytast í minningar framtíðarinnar. Tækniframfarir síðustu ára hafa nú í enn meiri mæli áhrif á daglegt líf. Með sýningunni vilja sýningarstjórarnir varpa ljósi á það hvernig lífið gæti orðið í fram- tíðinni og velta vöngum yfir mögu- leikum nýrrar heimsmyndar. Þær varpa fram spurningum um til- gang allsnægta, mennskunnar og hvað teljist til lífs; höfum við stjórn á framtíð okkar - draumum okkar - nútímanum? Hvernig mótum við frásagnir okkar og hvernig tökumst við á við umhverfið? Hvernig upp- lifum við tíma og rúm? Getum við deilt rými til að dreyma? Hvernig munum við búa á morgun og hvers munum við minnast þegar við lítum til baka í framtíðinni? Meistaranám í sýningagerð er ný námsleið í myndlistardeild Lista- háskóla Íslands sem kennsla hófst við haustið 2020. Þar er litið á sýn- ingagerð sem sjálfstæða listgrein á breiðum vettvangi myndlistar sem einskorðast ekki þó ekki við eitt svið lista. Hanna Styrmisdóttir er pró- fessor við námsleiðina. Minningar morgundagsins í Listasafni Reykjanesbæjar 12. mars – 24. apríl 2022 Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og H-listi, Listi fólksins í Suðurnesjabæ, hafa sameinast og munu bjóða fram í komandi bæjarstjórnarkosningum undir merkjum D-lista Sjálfstæðis- manna og óháðra. Er þetta niðurstaða eftir viðræður Sjálf- stæðisfélags Suðurnesjabæjar og fulltrúa Lista fólksins. „Það er trú okkar að með sameiningu listanna séum við sterkari heild til að vinna að umbótum fyrir íbúa Suður- nesjabæjar. Uppröðun verður á listann og mun verða auglýst eftir áhugasömum einstakl- ingum á listann,“ segir í tilkynn- ingu sem Einar Tryggvason, formaður Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar, Gísli Rúnar Heiðarsson, formaður fulltrúa- ráðs, og Magnús Sigfús Magn- ússon, H-lista, skrifa undir. Framkvæmdir við Reykjaneslínu 1 hófust í síðustu viku með slóðagerð nærri tengivirkinu við Rauðamel. Reykjaneslína 1 er hluti af Suður- nesjalínu 2 verkefninu og mun liggja frá nýju tengivirki á Njarð- víkurheiði og tengjast inn á Rauða- melslínu 1 við Rauðamel. Rauða- melslína 1 mun aftengjast tengi- virkinu á Rauðamel og verða hluti af Reykjaneslínu 1 sem mun tengja tengivirki við Reykjanesvirkjun og Njarðvíkurheiði. Stefnt er að því að slóðagerðin klárist í vor og í framhaldinu verði settar niður undirstöður og stag- festur. Í haust er svo ráðgert að hefja framkvæmdir við yfirbygg- ingu sem felst í reisingu mastra og strengingu leiðara. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við línuna í lok þessa árs. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt byggingaáform Skólamatar ehf. við Iðavelli 1 í Keflavík en félagið óskaði eftir auknum byggingar- heimildum í samræmi við upp- drátt Riss verkfræðistofu dags. 30. desember 2021. Óskað er heimildar til að byggja tveggja hæða húsnæði austur af núverandi húsi. Gert verði ráð fyrir vinnslurými á neðri hæð en skrifstofu- og starfsmannarými á efri hæð. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var samþykkt að senda erindið í grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Skólamatur ehf. hefur verið með starfsemi á Iðavöllum í nokkrum húsum og hefur starfsemin verið í stöðugum vexti undanfarin ár. Fé- lagið hefur í dag eignast alla mats- hluta á lóðinni Iðavellir 1 ásamt því að eiga hluta af húsnæðinu Iðavellir 3. Til stendur að nýta áfram allt það húsnæði sem er til staðar og bæta jafnframt við. Þá stendur til að fara í endurbætur á húsnæðinu á lóðinni Iðavellir 1. Samhliða breytingum og endur- bótum hefur Skólamatur ehf. óskað eftir heimild til að byggja tveggja hæða húsnæði, u.þ.b. 20m x 20m að grunnfleti, austur af núverandi húsnæði. Í nýju húsnæði yrði gert ráð fyrir vinnslurými á neðri hæð en skrifstofum og starfsmannarými á efri hæð. Samþykkja uppbyggingu Skólamatar við Iðavelli Fyrsta skóflustungan í Reykjaneslínu 1 – áfangi í Suðurnesjalínu 2 d- og H-listi í suðurnesjabæ sameinast 4 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.