Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 09.03.2022, Blaðsíða 10
Hjónin Sigurður Garðar Steinþórsson og Anna Hanna Valdimarsdóttir stofnuðu Víking sjávarfang árið 2011 ásamt syni sínum, Antoni Þór. Fyrirtækið er með starfstöð sína við Staðarsund í Grindavík þar sem öll framleiðsla fer fram. Þegar Víkurfréttir tóku hús á þeim var verið að vinna grænmetisbuff hjá fyrirtækinu en réttir úr grænmeti eru í dag mikill meirihluti þess sem fyrirtækið, sem kennt er við sjávar- fang, framleiðir. „Eftirspurnin er svona í dag. Við erum með þennan vöruflokk, ind- verskar grænmetisbollur, í fjórum útgáfum; buffum, bollum, ham- borgurum og partýbollum. Varan er vegan og er það sem er að tikka inn í dag og hefur verið söluhæsta ein- ingin í fyrirtækinu undanfarið. Upp- haflega var í þessu hveiti, mjólk og egg en það er ekki lengur. Kartöflu- mjöl er komið í staðinn fyrir hveitið,“ segir Sigurður. Ekki langt að sækja fiskinn En hvað ertu að gera í sjávar- fanginu? „Við erum að gera fiskibollur og fiskiklatta en í klöttunum eru m.a. hrísgrjón, paprika, púrrulaukur og Teriaki-sósa. Svo erum við með plokkfisk og fisk í raspi. Þá erum við einnig með þorskbita og ýsubita.“ Það er ekki langt að sækja fiskinn, því Ó.S. fiskverkun er í næsta húsi við hliðina á Víking sjávarfangi og þaðan kemur allur fiskurinn. Fram- leiðsla fyrirtækisins fer mikið í mötu- neyti um allt land. Þannig hafa réttir fyrirtækisins verið vinsælir á leik- skólum og þá er sjúkrahúsið á Akur- eyri t.a.m. stór viðskiptavinur og einnig Akureyrarbær. Framleiðslan er seld í gegnum heildsölur en einnig hefur fyrirtækið einnig verið að selja sjálft beint til viðskiptavina. Þá er verslunarkeðjan Iceland að selja vörur fyrirtækisins sem og Seljakjör í Breiðholti. Bollugerðin fór úr böndunum Upphafið að rekstrinum má rekja aftur til ársins 2011 þegar Sigurður Garðar var að vinna hjá Stakkavík í Grindavík. Hann fékk að taka með sér fisk heim annað slagið til að búa til fiskibollur. Bollugerðin var orðin umfangsmikil og eiginkonunni fannst nóg um. Bóndinn þyrfti að finna sér húsnæði undir bollugerðina. Þannig varð reksturinn til og í fyrstu var að- eins um að ræða fiskibollugerð. „Ég var eingöngu í fiskibollum fyrst en fyrir nokkrum árum hófst framleiðsla á grænmetisréttum og þeir hafa verið í þróun síðan þá,“ segir Sigurður. Uppskriftirnar að grænmetisrétt- unum eru komnar frá Antoni Þór og Önnu Hönnu. Einnig er hlustað á óskir viðskiptavina og hvað börn- unum finnst. „Ef þeim líkar þetta, þá er þetta í lagi,“ segir Sigurður. Talsverðan tíma hefur tekið að þróa vörurnar og t.a.m. tók um tvö ár að þróa vinsælasta réttinn. Þá eru fiski- klattar og fiskibollur gjörólíkar vörur í bragði, svo eitthvað sé nefnt. Grænmetisréttir vinsælli en fiskurinn Og þó nafn fyrirtækisins sé Víking sjávarfang þá er minnihluti fram- leiðslunnar unninn úr fiski. Græn- meti spilar orðið stærstan þátt í framleiðslu fyrirtækisins, 70–80% af framleiðslunni eru grænmetisréttir. Markaðurinn hafi verið að kalla eftir nýjungum og fjölmargir séu að fram- leiða fiskibollur. Vöruþróun hafi því leitt af sér fjölbreytta rétti þar sem grænmeti sé uppistaða hráefnis. Víking sjávarfang hefur verið tæknivætt á síðustu árum. Sérstök bolluvél hefur verið tekin í notkun. Hún mótar allar bollur fyrirtækisins í réttar stærðir og sama á við um borgara og buff. „Það er mikill léttir að hafa vélina. Við þurftum áður að móta bollurnar í höndum en það er sem betur fer liðin tíð.“ Byrjaði sem tilraunastarfsemi Er gaman að standa í þessu? „Ég átti nú aldrei von á að ég myndi enda í þessu en það er að verða kominn áratugur sem ég hef verið í þessu á fullu. Þetta byrjaði sem tilraunastarfsemi og algjör leik- araskapur.“ Sigurður segir að stanslaust sé verið að reyna að vinna nýja markaði en samdráttur varð í starfseminni í kórónuveirufaraldrinum. Á síðasta ári hafi um hálft tonn af afurðum verið að fara frá fyrirtækinu á viku. Árin á undan hafi það verið mun meira. Kórónuveirufaraldurinn hefur komið mjög illa við reksturinn hjá Víking sjávarfangi. Lokanir á skólum komu verulega niður á fram- leiðslunni og hún fer hægt af stað aftur núna þegar vonast er til að faraldrinum sé að ljúka. Það er magnað hvað fiskurinn gefur af sér mörg fyrirtæki hér í Grindavík. „Það er það og við gætum gert miklu betur í að fullvinna sjávaraf- urðir en menn hafa mest út úr honum að láta fiskinn fara erlendis sem ferskastan, það liggur alveg ljóst fyrir.“ – Grænmetisréttir orðnir vinsælli en fiskréttirnir Víking sjávarfang er lítið fjölskyldufyrirtæki í Grindavík sem byrjaði í fiskibollugerð: Indverskar grænmetisbollur úr Grindavík njóta vinsælda Páll Ketilsson pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Sigurður Garðar Steinþórsson hjá Víking sjávarfangi við pönnuna að steikja. 50 ára gömul hrærivélin stendur fyrir sínu. Vörur fyrirtækisins njóta vinsælda um allt land. Fjölmargir leikskólar eru á meðal viðskiptavina en börnunum líkar vel við grænmetisbollurnar. Bollur frá Víking sjávarfangi komnar á disk. 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.