Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2022, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 09.03.2022, Blaðsíða 15
Hafnargötu 29. Reykjanesbæ 40 50 60 70 % % % % afsláttur afsláttur afsláttur afsláttur LAGERSALA Keflavík afhjúpaði nýtt „Sannur Keflvíkingur“ skilti í Reykjaneshöll- inni á dögunum. Við það tækifæri var iðk- endum í yngri flokkum Keflavíkur boðið að vera viðstaddir og fá endurskinsmerki að gjöf frá knattspyrnu- deildinni. Meðfylgjandi hópmynd var tekin framan við skiltið. VF-mynd: Hilmar Bragi SANNIR KEFLVÍKINGAR FENGU ENDURSKINSMERKI Siglingafélagið Knörr mun hefja starfsemi sína að nýju hér í Reykja- nesbæ á komandi sumri. Starfsemi félagsins snýr aðallega að því að kenna börnum og unglingum sigl- ingar og voru námskeið félagsins alltaf vel sótt. Markmiðið er að dagskrá nám- skeiðanna sé fjölbreytt, þroskandi og skemmtileg en líka að nemendur læri undirstöðuatriði siglinga á segl- skútum. Siglingafélagið Knörr er auk þess opið öllu áhugafólki um siglingar og annað sjósport, hvort sem það er á seglbátum, kayökum eða öðrum bátum. Á dögunum gekk Reykjanesbær frá kaupum á nýrri aðstöðu fyrir félagið sem stendur við rampinn í smábátahöfninni í Keflavík. „Sigl- ingafélagið þakkar Reykjanesbæ og Íþrótta- og tómstundaráði kærlega fyrir að taka vel í beiðni félagsins um kaup á aðstöðu fyrir félagið svo hægt væri að endurvekja starfsemi þess. Vonumst við eftir því að ný aðstaða félagsins við smábátahöfnina verði ævintýramiðstöð við sjóinn þar sem hressum og kjörkuðum krökkum í Reykjanesbæ gefst kostur á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg á námskeiðum félagsins. Starfsemi siglingafélagsins verður því flott viðbót við öflugt íþrótta- og tómstundastarf bæjarins,“ segir í frétt frá félaginu. Siglingafélagið Knörr boðar til aðalfundar fimmtudaginn 10. mars klukkan 20:00 í nýrri aðstöðu félagsins við smábátahöfnina í Keflavík þar sem almenn aðal- fundarstörf munu fara fram ásamt umræðu um uppbyggingu og framtíð félagsins. Allir áhugasamir aðilar eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfsemi félagsins. Siglingafélagið Knörr hefur starfsemi að nýju Ný aðstaða siglingafélagsins er við smábátahöfnina í Keflavík. Meistaramót Uppkast í samvinnu við Íslenska pílukastsambandið var haldið laugardaginn 26. febrúar og sýnt í streymi á uppkast.is. Mótið var útsláttarmót karla og kvenna þar sem fremstu pílukastarar landsins kepptu. Grindvískir keppendur voru sigursælir og sigruðu í karla- og kvennaflokki. Átta keppendur voru í karlaflokki og fjórir í kvennaflokki. Svanhvít Helga Hammer er Uppkastmeistari kvenna 2022 en hún sigraði Árdísi Sif Guðjónsdóttur í úrslitaleiknum. Matthías Örn Friðriksson er Upp- kastmeistari karla 2022 en hann sigraði Pétur Rúðrik Guðmundsson en allir keppendur sem kepptu í úr- slitum eru í Pílufélagi Grindavíkur. Matthías Örn og Svanhvít Helga Uppkast meistarar 2022 Matthías Örn og Svanhvít Helga. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.