Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2022, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 09.03.2022, Blaðsíða 9
í leikhúsið og eru pínulítið alin upp hérna,“ segir Guðný og kímir. Guðný og Júlíus eiginmaður hennar innréttuðu Frumleikhúsið ásamt nokkrum öðrum. „Ég ætla ekki að segja mörgum öðrum, því við vorum ekki mörg sem tókum þátt í að byggja þetta leikhús upp á sínum tíma.“ Frumleikhúsið er í húsi sem Karlakór Keflavíkur byggði á sínum tíma við Vesturbraut 17 í Keflavík. Karlakórinn gaf síðan Keflavíkurbæ, síðar Reykjanesbæ, húsnæðið. Leik- félag Keflavíkur kom fyrst inn í húsið til bráðabirgða. Þá var þar innrétt- aður skemmtistaður. „Við fengum það í gegn að þáver- andi bæjarstjórn treysti okkur til að breyta þessu í leikhús og við fengum til þess ákveðna upphæð. Svo var málið bara sett í okkar hendur. Við gerðum þetta á níu mánuðum, einni meðgöngu, að breyta skemmtistað í leikhús. Ég segi bara: „TAKK KARLAKÓR KEFLAVÍKUR!“ Því þeir settu þá kvöð á gjöfina að húsið yrði aldrei selt og það yrði þar menningartengd starfsemi – og Guð minn góður, hvað hefði gerst fyrir nokkrum árum ef þessi kvöð hefði ekki fylgt húsinu? Þetta er frábær aðstaða sem við höfum hérna. Leikstjórar sem koma hingað að starfa með okkur öfunda okkur af því hvað við höfum það gott hérna. Við erum umtöluð fyrir að vera eitt öflugasta áhugaleikfélag landsins og hafa flottustu aðstöðuna. Við erum endalaust þakklát fyrir stuðning bæjaryfirvalda við starf leikfélagsins og við höfum 100% komið til móts við bæjarfélagið okkar og tekið þátt í öllum uppá- komum á vegum bæjarins, hvort sem það er Ljósanótt, þrettándinn eða þjóðhátíðardagurinn. Við erum alltaf með. Við erum líka alltaf að fá yngra og yngra fólk til liðs við leikfélagið sem er svo tilbúið að taka þátt í þessu. Við verðum að móta þau á meðan þau eru klár í þetta.“ Það er ekki slæmur félagsskapur að taka þátt í starfi leikfélagsins. „Ef ég tala fyrir mig, þá var ég fjórtán ára þegar ég byrja og við vorum þarna nokkrar ungar skvísur að taka þátt í uppsetningu á Rauð- hettu og úlfinum. Það er bara hvernig allir eru á sama planinu, hvort sem þeir eru með stórt eða lítið hlutverk, að hvísla á bak við, í förðun eða búningum, það myndast einhver kraftur sem ég hef ekki kynnst á öðrum stað en í leik- húsinu. Þú kynnist fjölda fólks og þú kynnist því svo vel baksviðs. Við þurfum oft að opinbera okkur svolítið mikið baksviðs og þá erum við bara eins og ein stór fjölskylda. Áhorfendur sjá ekkert hvað er að gerast á bak við. Þetta er magnað starf, því annars væri maður ekki í þessu allan þennan tíma. Þetta gefur manni alveg brjálæðislega mikið.“ Aldrei draumur að verða atvinnuleikari Varð aldrei draumur hjá þér að verða atvinnuleikari, taka þetta alla leið og fara í Þjóðleikhúsið eða Borgarleikhúsið? „Nei. Ég hef oft verið spurð af þessu. Ég fór á námskeið bæði hér og erlendis og hef nýtt mér það í mínu starfi og innan leikfélagsins. Þegar þetta er orðin atvinna þín, þá er þetta orðið eitthvað annað en áhugamál. Mér fannst bara geggjað að geta tekið þátt þegar ég vildi. Stundum tekið þátt af fullum krafti í stóru hlutverki. Ég hef verið heppin með hlutverk í gegnum tíðina. Svo gat maður bara stundum verið í miðasölunni eða afgreitt í sjopp- unni. Ég fór aldrei í inntökupróf í leiklistarskólann. Það var aldrei á dagskránni.“ Hvað er næst á dagskrá hjá þér og leikfélaginu? „Næst á dagskrá hjá mér er að halda áfram mínu starfi með fé- laginu. Ég er líka svo heppin að ég er að vinna við þetta. Ég er að kenna leiklist í Heiðarskóla, þannig að ég er allan daginn að vafra í þessu. Ég er ekki hætt að leika, svo sannar- lega ekki, því þetta er svo mikil innspýting. Eftir þetta síðasta verk spyr maður sig hvað maður eigi að fara að gera. Ekki er ég að fara niður í leikhús, því það eru ekki sýn- ingar framundan. Það er svo mikið tómarúm hjá öllum. Eftir lokasýn- inguna á Fyrsta kossinum grétum við öll í kór uppi á sviði af spennu- falli og söknuði yfir því að upplifa ekki aftur þessa tíma – en það koma önnur verk og við hittumst aftur.“ Er tilfinningin góð að vera uppi á sviði með fullan sal og góð við- brögð? „Þetta er algjört kikk. Eins og þú bendir á, þegar það er fullt af fólki í salnum og þegar fólk er ánægt og lófaklapp, það lyftir þér á hærra plan. Það er líka jafn ömurlegt að vera fyrir tómum sal að sýna og enginn er að skemmta sér. Það hefur alveg gerst, mjög sjaldan en það hefur komið fyrir.“ Fólk vill revíur og barnaleikrit Revíurnar, þar sem gert er grín að bæjarbragnum og pólitíkinni, það er vinsælt. „Já, fólk vill sjá það. Pólitíkusar fara stundum í fýlu þegar þeir eru teknir fyrir og móðgast. Þeir fara líka í fýlu ef þeir eru ekki teknir fyrir. Við höfum tekið ykkur fyrir hjá Víkurfréttum og allskonar menn og málefni. Revíurnar okkar og barna- sýningar er það vinsælasta sem við setjum á svið. Við getum alltaf stólað á fullt hús á þessum sýningum. Framundan er svo geggjað verk sem er verið að æfa í þessum töl- uðum orðum. Það er samstarf Leik- félags Keflavíkur og Vox Arena sem er leikfélag Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Þau eru að æfa söngleikinn Grease. Þar er Brynja, litla stelpan mín sem skrifaði Fyrsta kossinn, leikstjóri og er að standa sig brjál- æðislega vel eins og hún gerir í flestu því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Í haust mun Leikfélag Keflavíkur setja upp barnasýningu og þar sem það eru sveitarstjórnarkosningar í vor þá verður örugglega til efniviður í góða revíu sem verður sett á svið eftir næstu áramót. Leiklistin með móðurmjólkinni Dætur þínar hafa fengið þetta beint í æð frá foreldrunum. „Báðar stelpurnar okkar hafa glimrandi áhuga á leiklistinni, dreng- urinn ekki alveg jafn mikið en það vonandi kemur. Hann hefur einu sinni farið á svið hérna og hann kom tvisvar á sýninguna Fyrsti kossinn og skemmti sér mjög vel. Hann er stoltur af fólkinu sínu.“ Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, kom á eina af síðustu sýningum á Fyrsta kossinum. „Það er svo mikill heiður að fá forsetann. Hann var að koma í annað sinn til okkar. Hann kom líka á Dýrin í hálsa- skógi með fjölskylduna. Þegar hann kom til okkar á bak við þá sagði hann við mig: „Þú ert greinilega ekki að gera þetta í fyrsta sinn,“ og ég varð dálítið montin. Ég sagði honum að ég væri með 40 ára reynslu á bakinu og gæti átt alla þessa krakka. Þá spurði hann: „Er það ekki geggjað?“ Er ekki einmitt svo geggjað við þetta starf að það skiptir ekki máli hvort þú ert 55 ára og búin að vera í félaginu í 40 ár eða bara sextán ára að byrja? Ég veit ekki hvað á að kalla þetta, þetta er bara eitthvað annað. Fólk þarf bara að koma og prófa að upp- lifa þetta. Þess vegna er ég ennþá að þessu. Þessi upplifun og allt þetta fólk í kringum þetta. Að kynnast öllu þessu skemmtilega fólki og öllum þessum leikstjórum, sem allir vinna svo misjafnt. Það er enginn leikstjóri eins.“ Leikfélag Keflavíkur hefur verið duglegt að fá þekkta leikstjóra til samstarfs og einnig að nota heima- fólk eins og til dæmis leikara sem hafa verið innan félagsins en svo farið í leiklistarnám. „Það er alveg sama við hvaða leik- stjóra við tölum, þeir eru allir til í að koma án þess að hugsa sig um. Það er frábært að Leikfélag Keflavíkur hafi það orð á sér líka að það vilji allir koma að vinna með okkur. Hér er metnaður, mikill metnaður,“ segir Guðný Kristjánsdóttir. Aðalfundur í Samkaupum hf. Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar í félaginu fyrir rekstrarárið 2021. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 9. mars 2022 kl. 14.00 á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga um að félagið megi eignast og eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu í þrjú ár. Þetta er magnað og ég held að það sé alls ekki algengt í svona leikfélögum að leikarar dansi, syngi og leiki á hljóðfæri ... Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hér ásamt leikhópnum á einni af síðustu sýningum á Fyrsta kossinum. Fulla kerlingin og fúli karlinn í Fyrsta kossinum, Guðný og Arnar Helgason í hlutverkum sínum. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.