Víkurfréttir - 13.04.2022, Qupperneq 1
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ.
ÁSTA MARÍA
JÓNASDÓTTIR
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
UNNUR SVAVA
SVERRISDÓTTIR
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
SIGRÍÐUR
GUÐBRANDSDÓTTIR
S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520
JÓHANN INGI
KJÆRNESTED
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
DÍSA EDWARDS
D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
ELÍNBORG ÓSK
JENSDÓTTIR
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
PÁLL
ÞOR BJÖRNSSON
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
Gildir til
18. apríl
Olíukóngurinn
hættir að dæla
eftir hálfa öld
SÍÐUR 11–13
Gleðilega páskahátíð!
Helguvíkurbruninn er stærsta
verkefni í 109 ára sögu slökkvi-
liðs Brunavarna Suðurnesja. Eldur
kom upp í flokkunarstöð Íslenska
gámafélagsins í Helguvík skömmu
fyrir hádegi á laugardag og slökkvi-
starf hafði staðið á þriðja sólar-
hring þegar Víkurfréttir náðu tali
af Jóni Guðlaugssyni, slökkviliðs-
stjóra Brunavarna Suðurnesja, á
mánudag. Þá var ennþá verið að
dæla vatni á glæður í timburhaug
á athafnasvæðinu við Berghóla-
braut 5.
Tilkynnt var um eldsvoðann til
Neyðarlínunnar kl. 11:24 á laugar-
dagsmorgun. Þegar slökkviliðsstjóri
kom á vettvang brunans örfáum
mínútum eftir að útkallið barst var
ljóst að húsnæði fyrirtækisins var
alelda. Þá þegar var tekin ákvörðun
um að kalla út allt aðal- og varalið
slökkviliðsins sem telur þrjátíu
manns.
Fjallað er um brunann og rætt við
Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóra
Brunavarna Suðurnesja, á síðu 10 í
Víkurfréttum í dag.
Helguvíkurbruninn stærsta
verkefni slökkviliðs BS
Á níunda hundrað barna tóku þátt í Nettó-mótinu í körfuknattleik sem fram fór í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Fjallað er um mótið á íþróttasíðum. VF-mynd: JPK
Sjö listar í Reykjanesbæ
Sjö framboðslistar bárust fyrir
sveitarstjórnarkosningar í Reykja-
nesbæ í vor. Öll framboðin voru
úrskurðuð gild af yfirkjörstjórn
Reykjanesbæjar. B-listi Framsókn-
arflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks,
M-listi Miðflokks, P-listi Pírata
og óháðra, S-listi Samfylkingar og
óháðra, U-listi Umbótar og Y-listi
Beinnar leiðar.
Þrjú framboð í Vogum
Þrír framboðslistar verða í boði
fyrir kjósendur í Sveitarfélaginu
Vogum fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar 14. maí nk. Það eru D-listi
Sjálfstæðismanna og óháðra, E-listi
Framboðsfélags E-listans og L-listi
Lista fólksins.
Fjórir listar í Suðurnesjabæ
Fjórir framboðslistar verða í kjöri
við sveitarstjórnarkosningar í Suð-
urnesjabæ 14. maí næstkomandi.
Listarnir eru B-listi Framsóknar-
flokks, D-listi Sjálfstæðismanna
og óháðra, O-listi Bæjarlistinnn og
S-listi Samfylkingin og óháðir.
Fimm framboð í Grindavík
Alls verða fimm framboðslistar í
kjöri við sveitarstjórnarkosningar
í Grindavík 14. maí næstkomandi.
Framboðin fimm, sem skiluðu inn
listum fyrir lok framboðsfrests sl.
föstudag, og voru öll metin gild af
kjörstjórn. Þau eru Framsóknar-
flokkurinn (B), Sjálfstæðisflokk-
urinn (D), Miðflokkurinn (M),
Samfylkingin og óháðir (S) og Rödd
unga fólksins (U).
Miðvikudagur 13. apríl 2022 // 15. tbl. // 43. árg.