Víkurfréttir - 13.04.2022, Blaðsíða 6
Nettó í Grindavík mun þann 13. apríl
næstkomandi opna dyrnar að nýrri
og endurbættri grænni verslun. Um
ræðir umfangsmiklar breytingar
sem staðið hafa yfir undanfarnar
vikur en verslunin hefur stækkað
talsvert, eða um 280 fm2 og fer þar
ríflegur hluti undir veglega græn-
metis- og ávaxtadeild, þá hefur pláss
fyrir ferskvöru stóraukist og búið
er að útbúa einkar glæsilega heilsu-
vörudeild.
„Nettó í Grindavík er nú orðin
græn verslun og þar með eru grænar
verslanir Nettó orðnar þrjár. Með því
að gera verslunina græna, erum við
að draga stórkostlega úr kolefnis-
sporinu sem er mikilvægt skref fyrir
okkur, en umhverfismál og sam-
félagsleg ábyrgð hafa verið í brenni-
depli hjá Samkaupum undanfarin
ár. Þessi græna breyting felur til að
mynda í sér að búið er að skipta út
öllum kælum og fyrstum sem ganga
fyrir freoni og nú eru einungis notuð
tæki sem ganga fyrir koltvísýringi.
Þá eru allir kælar og frystar lokaðir
og notast er við svokallað CO2 kæli-
kerfi. LED lýsingin er sömuleiðis
allsráðandi, en auk þess að vera um-
hverfisvænni kostur en önnur lýsing,
þá tryggir hún betri vörugæði. Við
flokkum allt sorp og höfum alfarið
hætt að notast við útprentaða verð-
miða á hillur og erum því algjörlega
stafræn í þeim efnum,“ segir Hallur
Geir Heiðarsson, rekstrarstjóri Nettó.
Samhliða stórtækum og umhverf-
isvænum breytingum er verslunin
sem fyrr segir nú talsvert rýmri og
því fylgir stóraukið vöruúrval. Einnig
hefur hefur allt aðgengi verið bætt til
muna. Rekkar hafa verið lækkaðir og
allt skipulag endurskoðað, auk þess
sem sjálfsafgreiðslukassar hafa verið
settir upp. Á næstu vikum verður
svo hraðhleðslustöð frá Ísorku tekin
í gagnið á planinu við verslunina.
„Verkefnið hefur tekið dágóðan
tíma og við höfum haft verslunina
opna á meðan á breytingum stóð.
Við erum afskaplega þakklát bæjar-
búum fyrir auðsýnda þolinmæði og
starfsfólki fyrir frábært starf. Það
verður því gaman að opna dyrnar
formlega á miðvikudaginn og sýna
viðskiptavinum afraksturinn. Við
hlökkum mikið til og munum bjóða
upp á köku og kaffi og ís fyrir börnin
meðan birgðir endast. Einnig verða
kynningar á appinu auk þess sem
viðskiptavinir sem nýta sér appið
dagana 13.–19. apríl komast í lukku-
pott og geta unnið veglega vinninga
í formi inneigna,“ bætir Hallur við.
NETTÓ OPNAR GRÆNA
VERSLUN Í GRINDAVÍK
Sebastian Boguslaw Rebisz,
verslunarstjóri Nettó í Grindavík,
í stærri og endurbættri verslun.
Frá kassasvæði
verslunarinnar. Þarna má sjá
sjálfsafgreiðslustöðvar.
Úr heilsuvörudeildinni.
Grænmetis- og ávaxtatorgið.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sýningarpláss. Með
umsókn þarf að fylgja greinargóð lýsing á þeirri sýningu sem
fyrirhuguð er og ljósmynd með sýnishorni af þeim verkum sem til
stendur að sýna. Margs konar listform kemur til greina svo sem
málverk, grafík, teikningar, ljósmyndir, skúlptúrar o.fl. Ekki er þó
gert ráð fyrir rafrænni miðlun að þessu sinni. Notast verður við
sýningakerfi Bíósalar sem eru brautir með nælonþráðum. Ekki er
heimilt að negla í veggi. Val á sýnendum er í höndum Listasafns
Reykjanesbæjar.
Sýnendur bera sjálfir ábyrgð á sýningunni og sjá um uppsetningu
með aðstoð frá Listasafni Reykjanesbæjar. Sýnendur fylgja þeim
reglum sem gilda um starfsemi í Duus Safnahúsum. Listasafnið
áskilur sér rétt til að velja úr verkum sýnenda í samstarfi við þá.
Allir sem stunda myndlist af einhverju tagi geta sótt um en þeir
sem ekki hafa sýnt í húsunum áður hafa forgang. Hópar geta
einnig tekið sig saman og sótt um í einu nafni. Þá er yngra fólk
einnig sérstaklega hvatt til að sækja um.
Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið
helga.a.palsdottir@reykjanesbaer.is í síðasta lagi 9. maí.
Í efnislínu (subject) skal skrifa: Sumarsýning í Bíósal.
Öllum umsóknum verður svarað.
Með umsókn skal fylgja:
n Greinargóð lýsing á fyrirhugaðri sýningu,
svo sem hvernig verk, fjöldi, stærð, efnisinntak o.s.frv.
n Ljósmynd/ljósmyndir með sýnishorni af verkum
n Ferilskrá umsækjanda
Má bjóða þér að sýna
í Duus Safnahúsum?
Duus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar vilja bjóða til samstarfs í sumar við fólk
sem ástundar myndlist og býr á Suðurnesjum. Hugmyndin er að bjóða Bíósal undir
myndlistarsýningu frá 4. júní til 27. ágúst. Það ræðst af fjölda og eðli umsókna hvort
um eitt eða tvö sýningartímabil verður að ræða, eins geta sýnendur reiknað með að
taka þátt í samsýningu.
6 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM