Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.2022, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 13.04.2022, Blaðsíða 13
mundsson og þetta voru skemmti- legir tímar. Steinar segist hafa átt skemmti- lega tíma í félagsmálum í kringum knattspyrnuna. Hann var t.d. vara- formaður Ungmennafélags Kefla- víkur á áttunda áratugnum. „Það var happaskref hjá okkur þegar við réðum Hauk Hafsteinsson sem framkvæmdastjóra UMFK 1975 og það eru margar góðar miningar frá þessum tíma. Ein ferð er mér ofar- lega í huga þegar við fórum í keppn- isferð vestur á firði, lékum nokkra leiki en kepptum m.a. á Súgandafirði og þegar við mættum þurfti ég að fara í dómaragallann en slapp við að dæma bara fyrri hálfleik. Um kvöldið var skemmtun þar sem Sumargleðin með Ragga Bjarna var að skemmta. Meðal atriða var bingó og það var ekki vinsælt hjá heimamönnum þegar ég vann stærsta vinning kvöldsins sem var utanlandsferð fyrir tvö. Raggi Bjarna ætlaði að af- henda mér gjafabréfið en fann það ekki og skrifaði nafnið mitt á serví- ettu til staðfestingar á vinningnum. Þetta var ekki flókið og ég mætti á ferðaskrifstofuna með undirritaða servíettu frá Ragga Bjarna og fór nokkru síðar í þessa fínu ferð,“ segir Steinar og hlær þegar hann rifjar þetta upp. Heillaðist af golfinu Okkar maður kynntist svo golf- íþróttinni 1980 og fór í sína fyrstu golfferð til Skotlands með Herði Guðmundssyni, þáverandi formanni Golfklúbbs Suðurnesja. „Ég féll algerlega fyrir golfinu og hef ekki sleppt kylfunni í fjörutíu ár. Golfið er búið að vera frábært fyrir mig í öll þessi ár. Það hefur verið gaman að spila í útlöndum, við erum hópur sem hefur farið árlega til Skotlands, Englands eða Írlands á vorin. Svo hef ég verið duglegur að fara í Leiruna hér heima með góðum vinum. Hólmsvöllur í Leiru er gott dæmi um frábært sjálfboðaliða- starf en svæðið væri ekki til ef þeir bræður Hörður og Hólmgeir Guð- mundssynir hefðu ekki unnið krafta- verk við uppbyggingu vallarins og síðar klúbbhúss. Ég var í stjórn GS í nokkur ár og m.a. þegar klúbburinn stækkaði völlinn í 18 holur og opnaði nýtt klúbbhús. Leiran er alger perla og einn fallegasti staður landsins.“ Það er stundum sagt að börnin fylgi foreldrunum en þriðji sonur Steinars, Sigtryggur sem hefur starfað hjá Olís mun taka við um- boðsmannastarfinu af föður sínum og pabbinn er ánægður með það. Steinar hefur verið heppinn með heilsuna alla tíð en síðustu árin hefur hún aðeins dalað og okkar maður er að glíma við hægfara krabbamein sem hefur verið haldið niðri. „Þetta er aðeins að trufla mig. Ég þarf að fara til Svíþjóðar til lækna þar sem vilja skoða þetta en maður vonar bara að þetta gangi vel. Ég er alla vega nokkuð hress og veikinda- dagarnir í fimmtíu ár hafa ekki verið margir,“ segir Steinar Sigtryggson, olíukóngur Suðurnesja og vildi að lokum senda öllu samstarfsfólki og viðskiptavinum í gegnum tíðina bestu þakkir. Það hefur oft verið barátta í kringum eignarhaldið á Olíuverslun Íslands, Olís. Steinari er það mjög minnistætt þegar Óli K. Sigurðsson keypti fyrir- tækið. „Það var umtalað þegar Óli K. Sigurðsson eignaðist Olís með eftir- minnilegum hætti. Það varð fræg saga um að Óli hafi borgað kaupin á Olís þannig að hann reiddi fram inni- stæðulausa ávísun á föstudegi eftir lokun banka en Óli hafi síðan tekið helgarsöluna hjá nýja fyrirtækinu sínu til þess að innistæða yrði fyrir ávísuninni þegar hún yrði innleyst á mánudagsmorguninn. Hann stóð síðan í hellings baráttu í framhaldinu um að halda fyrirtækinu. Umboðið mitt í Keflavík var stórt og með góða veltu þannig að Óli var í miklu sam- bandi við mig því hann þurfti að nota hverja krónu til að halda fyrir- tækinu gangandi næstu mánuði og ár. Ég þurfti að vera með allar klær úti til að halda góðu peningaflælði fyrir kallinn. Sú barátta endaði nokkru síðar með því að Texaco varð stór hluthafi í Olís og þá kom ró á reksturinn. Steinar er með skemmtilega mynd af Óla heitnum við skrifborðið sitt í húsakynnum Olís í Njarðvík. Sterk útgerð og sjósókn bjargaði okkur. Innan skamms tíma var ég komin með fimm togara og fimmtíu vertíðarbáta í viðskipti og þannig jókst olísala á nýjan leik ... BARÁTTAN UM OLÍS Steinar steinlá fyrir golfíþróttinni þegar hann var kominn til vits og ára og hér á myndinni má sjá hann með einum af golffélögum sínum úr golfferðahópi Golfklúbbs Suðurnesja, Jóni Birni Sigtryggssyni. Þeir félagar fáru báðir holu í höggi í Skotlandi, í Mekka golfsins árið 2002. „Leiran er minn besti staður en það er mjög skemmtilegt að heimsækja golfvelli úti í heimi,“ segir kylfingurinn Steinar sem hefur leikið golf víða um heim, m.a. á Indlandi. Steinar sýnir blaðamanni Víkurfrétta teikningar af starfsemi Olís við Aðaltorg í Keflavík, við Marriott hótelið. Þar eru nú þegar komnar nokkrar dælur frá Olís sem m.a. sinna vel ferðamönnum sem koma til Íslands. Steinar í viðtali í Vikurfréttum eftir opnun nýrrar aðstöðu og ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar á Fitjum í Njarðvík. Viðtökurnar voru framar öllum vonum. Steinar og Birna kona hans með starfsfólki og viðskiptavinum á árshátíð Olís fyrir mörgum árum á Hótel Sögu. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.