Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.2022, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 13.04.2022, Blaðsíða 23
Það skein gleðin úr vonarstjörnum íslensks körfuknattleiks sem tóku þátt í Nettómótinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Mótið var haldið í íþróttahúsum bæjarins og að auki var var reistur glæsilegur skemmtigarður í Nettó­ höllinni þar sem hægt var að fá útrás í ótal hoppuköstulum. Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkur­ frétta, fangaði stemmninguna og eins og sést á meðfylgjandi myndum ríkti mikil kátína meðal keppenda og þá mátti sjá stórkostleg tilþrif í bland við hæfilegt kapp. Enn fleiri myndir má sjá á vf.is LÍF OG FJÖR Á NETTÓMÓTINU Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík og í Keflavík eru lausar til umsóknar hjá Skattinum - Tollgæslu Íslands. Störf tollvarða eru fjölbreytt og lifandi og þau henta fólki af öllum kynjum. Í tengslum við ráðningu tollvarðar þarf að þreyta inntökupróf/þrekpróf, en nánari upplýsingar um það er að finna á vefslóðinni https://www.skatturinn.is/um-rsk/tollskoli-rikisins/inntokuprof/inntokuprof Starf tollvarðar felur m.a. í sér: • Greiningu á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnslu gagna. • Sérhæfðar leitir, svo sem í bílum, með hundum, gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv. • Almennt tolleftirlit á vettvangi, svo sem í skipum, flugvélum, bílum, gámum, póstsendingum og með farþegum. Menntunar– og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða menntun sem má meta til jafns við það. • Greiningarhæfileikar. • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Gott andlegt og líkamlegt atgervi. • Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Almenn ökuréttindi. Umsækjendur um störf tollvarða þurfa auk ofangreinds að hafa náð 20 ára aldri sem og að geta framvísað hreinu sakavottorði. Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni. Umsóknir skulu fylltar út á vef Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags Íslands. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2022 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar. Nánari upplýsingar um störfin í Reykjavík veitir Baldur Búi Höskuldsson í síma 442-1000 eða með tölvupósti á baldur.b.hoskuldsson@skatturinn.is, en upplýsingar um störfin í Keflavík veitir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir í síma 442-1000 eða með tölvupósti á gudrun.s.rikardsdottir@skatturinn.is Tollverðir Spennandi störf í lifandi umhverfi Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 skatturinn.is Golfklúbbur Suðurnesja auglýsir eftir fólki til starfa LEIRUKAFFI GOLFSUMARIÐ 2022 Starfið felur í sér afgreiðslu í veitingasölu og golfbúð, vinnu á grilli, þrif o.fl. Við leitum eftir glaðlyndum og þjónustu- lunduðum einstaklingum 18 ára og eldri sem búa jafnframt yfir hæfni í mannlegum sam- skiptum, stundvísi, ábyrgð og samviskusemi. Reynsla af þjónustustörfum er kostur. Byrjað verður strax að vinna úr umsóknum og eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst. Umsóknir sendist á leirukaffi@gs.is. Nánari upplýsingar í sama netfangi eða í síma 421-4100. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.