Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.04.2022, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS á timarit.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Fulltrúar B- og J-lista í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar vilja fækka bæjar- fulltrúum á næsta kjörtímabili úr níu í sjö. Kostnaður við hvern bæj- arfulltrúa er um fjórar milljónir á ári og með fækkun um tvo sparast um 32 milljónir á kjörtímabilinu. Ákveðið var við sameiningu Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ að fjölga bæjarfulltrúum í níu til að fá sem flesta að borðinu við þau verkefni sem fylgdi sameiningunni. Bæjarfulltrúarnir sem lögðu fram tillöguna segja sjö bæjarfulltrúa ráða við verkefnið á komandi kjör- tímabili. Bókun frá B- og J-lista: „Samkvæmt 11. gr. sveitarstjórnar- laga nr. 138/2011 skal fjöldi aðal- manna í sveitarstjórn þar sem íbúar eru 2.000-9.999 vera 7-11. Íbúar Suðurnesjabæjar eru um 3800 og önnur sveitarfélög á landinu með svipaðan fjölda íbúa hafa flest 7 aðal- menn í sveitarstjórn, þeim fjölgar í 9 þegar íbúafjöldi nær 5000. Því telja fulltrúar B- og J-lista mikilvægt að endurskoða fjölda bæjarfulltrúa og fækka þeim úr 9 í 7. Ástæða fjölgunar bæjarfulltrúa í byrjun síðasta kjörtímabils var að fá sem flesta að borðinu til að vinna að sameiningarferli sveitar- félaganna Sandgerðis og Garðs. Nú hefur sú vinna staðið yfir í fjögur ár og teljum við að verkefnum sveitar- félagsins geti vel verið sinnt af 7 bæjarfulltrúum eins og hjá öðrum sveitarfélögum af svipaðri stærð. Með þessu er hægt að hagræða í launakostnaði sveitarfélagsins og gera störf sveitarstjórnar skilvirkari. Kostnaður sveitarfélagsins fyrir hvern bæjarfulltrúa er í kringum 4.000.000 á ári, sem gerir í kringum 32.000.000 fyrir kjörtímabilið. Þrátt fyrir að ekki er hægt að verða við þessu fyrir sveitarstjórnar- kosningar núna í maí 2022 viljum við fulltrúar B- og J-lista vekja at- hygli á þessu og með því hvetja nýja bæjarfulltrúa til þess að fylgja málinu eftir. Þá hvetjum við nýja bæjarfulltrúa, samhliða því að fækka aðalmönnum í sveitarstjórn, til þess að endurskoða skipan nefnda og ráða með það að markmiði að gera nefndarstörf sveitarfélagsins skil- virkari og auka aðkomu einstakra nefndarmanna að stefnumótun sveitarfélagsins í veigamiklum málum sem snerta alla íbúa.“ Allir bæjarfulltrúar á fundinum, Daði Bergþórsson, Fríða Stefáns- dóttir, Katrín Pétursdóttir, Haraldur Helgason, Laufey Erlendsdóttir, Pálmi Steinar Guðmundsson, Einar Jón Pálsson, Magnús Sigfús Magn- ússon og Hólmfríður Skarphéðins- dóttir, tóku til máls um tillöguna en afgreiðsla hennar var að hún var lögð fram. – og spara 32 milljónir króna á kjörtímabilinu Vilja fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö í Suðurnesjabæ Bláa lónið býðst til að styðja sam- félagið á Reykjanesi með því að taka að sér umsjón með Seltjörn og umhverfi hennar þannig að hún nýtist vel íbúum og gestum þeirra. Erindi um málið og samningsdrög voru lögð fyrir umhverfis- og skipu- lagssvið Reykjanesbæjar. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í hugmyndina sem gengur út á glæða náttúruperluna Seltjörn auknu lífi m.a. með því sleppa fiski í vatnið og bjóða almenningi að veiða í vatninu. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti. Um tímabundinn samning til 5 ára yrði að ræða, uppsegjanlegan frá beggja hendi og öll uppbygging á svæðinu skal samrýmast gildandi skipulagi. Aðgengi almennings að svæðinu verði tryggt sem og gott samstarf við Skógræktarfélag Suð- urnesja og Módelflugfélag Reykja- nesbæjar sem er með starfsemi á svæðinu. Umhverfissvið Reykja- nesbæjar yrði eftirlitsaðili með samningnum og öll uppbygging/ breytingar á svæðinu yrðu bornar undir það. Aukið líf við Seltjörn og í Sól- brekkuskógi kallar síðan á aukinn kraft í hjóla- og göngustígateng- ingu bæði við Reykjanesbæ og við Grindavík sem hefur verið í undir- búningi. Erindi var vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. Bláa lónið vill glæða náttúru- perluna Seltjörn auknu lífi Horft yfir Seltjörn að vetrarlagi. VF-mynd: Hilmar Bragi Enginn slasaðist lífshættulega í hörðum árekstri bifreiða á Grinda- víkurvegi í síðustu viku. Lögreglan á Suðurnesjum segir ekki hægt að gefa upplýsingar að svo stöddu um aðdraganda slyssins en rannsókn er enn í fullum gangi og eftir á að taka skýrslu af ökumanni sem lenti í slysinu. Sá sem slasaðist mest í árekstr- inum átti að losna af sjúkrahúsi í þessari viku. Frá slysstað á Grindavíkurvegi í síðustu viku. VF-mynd: Sigurbjörn Daði Enginn í lífshættu Fjöldi lögreglubíla frá lögreglunni á Suðurnesjum veittu ökumanni í ofsa- akstri eftirför um götur Reykjanesbæjar aðfaranótt síðasta föstudags. Eftirförin hófst við Hafnargötu í Keflavík og endaði í Innri Njarðvík en eftirförin fór m.a. í gegnum Ásbrú. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfesti að flestar lögreglubifreiðar embættisins hafi tekið þátt. Sem betur fer varð ekkert slys en ökumaður var handtekinn og yfirheyrður. Hann var svo látinn laus að lokinni skýrslutöku. Fjöldi lögreglubíla veittu eftirför í Reykjanesbæ Kostnaður Reykjanesbæjar við hvatagreiðslur var 73,6 milljónir króna á síðasta ári. Alls var nýting á greiðslunum 56,7% en greiddar voru 40.000 krónur með hverju barni. Hafþór Birgisson íþrótta- og tóm- stundafulltrúi fór yfir þróun hvata- greiðslna 2016–2021 á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- nesbæjar en hvatagreiðslur árið 2016 voru 15.000 kr. á hvert barn og kostuðu sveitarfélagið 17.580.000 kr. Nýtingin þá var 48%. Aukin ásókn í hvatagreiðslur 2 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.