Víkurfréttir - 13.04.2022, Síða 11
hættir að dæla
eftir hálfa öld
Olíukóngurinn
Steinar Sigtryggson, umboðsmaður Olís í fimmtíu ár, hefur lifað tímana tvenna.
„Ætli það sé ekki að hafa kynnst mikið af fólki og auðvitað líka margar ánægjustundir með starfs-
fólki og viðskiptavinum í þessa hálfa öld,“ segir Steinar Sigtryggson, umboðsmaður Olís þegar
hann er spurður um hvað standi upp úr eftir að hafa verið í fimmtíu ár í framlínu eldsneytissölu og
tengdra vara á Suðurnesjum.
Steinar hefur lengi verið kallaður
olíukóngurinn af vinum sínum enda
verið í kringum olíu og bensín í hálfa
öld. Eitthvað sem nær allir hafa
þurft og nota þegar ekið er af stað
í bílnum eða hvers kyns ökutækjum
eða vinnuvélum. Þegar hann er
spurður út í þróunina í rafbílavæð-
ingu segist hann nú ekki hafa miklar
áhyggjur af því. „Á löngum tíma í
rekstri hefur margt komið upp, m.a.
ýmislegt sem hefur haft mjög mikil
áhrif á tekjur okkar. Það hefur alltaf
eitthvað komið í staðinn og þannig
verður það áfram,“ segir Steinar og
rifjar upp þegar hrun varð í útgerð og
þegar hitaveitan leysti húsakyndingu
með olíu af hólmi. Olíukóngurinn
kippir sér ekki upp við svona breyt-
ingar og fagnar þróuninni, hver sem
hún er. Elsti sonur hans, Kjartan
hefur til dæmis selt fleiri rafbíla en
bíla með dísel eða bensíni, að undan-
förnu.
Hættir eftir fimmtíu ár
Framundan eru breytingar hjá
Steinari og hjá Olís á Suðurnesjum
utan Grindavíkur, sem hann hefur
stýrt af samviskusemi og dugnaði í
öll þessi ár. Það eru ekki margir ein-
staklingar sem eiga svona langan
tíma að baki í rekstri. Nú er okkar
maður að leggjast í helgan stein
en það á ekkert alltof vel við hann.
Steinar er vanur að vinna mikið
en hann verður 75 ára á árinu og
ætti þess vegna að vera meira úti
á golfvelli, þar sem hann unir hag
sínum vel, heldur en á skrifstofunni
í Njarðvík. „Ég er að hætta. Þetta
er orðið fínt og það eru breytingar
framundan hjá Olís. Ég verð eitthvað
til taks næstu mánuði,“ segir Steinar.
Breytingarnar verða þannig að
húsnæðinu í Njarðvík þar sem fyrsta
ÓB stöðin var opnuð verður breytt á
þann veg að tveir nýir veitingastaðir,
Grill 66 og Lemon, verða opnaðir.
Áfram verður vörusala Olís sem
þjónustar mikinn fjölda fyrirtækja,
stofnana og einstaklinga á Suður-
nesjum. Nýlegir eigendendur Olís
eru stórfyrirtækið Hagar sem ætlar
sér enn stærri hluti á Suðurnesjum.
Þessi breyting er liður í því.
Við settumst niður með Steinari á
Marriott hótelinu við Aðaltorg til að
fara aðeins yfir langa sögu kappans
í rekstri og lífi hans. Við Aðaltorg
eru einmitt nýjustu ÓB dælurnar og
fljótlega eftir opnun, skömmu fyrir
heimsfaraldur, seldust þar flestir
bensín- og olíulítrar á Suðurnesjum
enda blasa Olís dælurnar við ferða-
mönnunum þegar þeir koma með
bílaleigubílana eftir Íslandsferð.
víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 11