Víkurfréttir - 13.04.2022, Síða 22
Vel mætt í mottuhlaup
Þann 31. mars fór fram Mottu mars-
hlaup 2022 Krabbameins félagsins
í blíðskaparveðri en veður guðirnir
voru ákaflega hliðhollir okkur eftir
erfiða veðráttu síðustu vikur og
mánuði. Góð mæting var í hlaupið
en hlaupið var fimm kílómetrar og
var hlaupið frá Vatnaveröld undir
umsjá 3N þríþrautardeild UMFN.
Við viljum þakka öllum þátttak-
endum sem sýndu stuðning í verki
og hlupu til góðs.
Mottumars er árlegt árvekni- og
fjáröflunarátak Krabbameinsfé-
lagsins tileinkað baráttunni gegn
krabbameinum hjá körlum og hófst
formlega 1. mars. Í Mottumars tökum
við höndum saman í vitundarvakn-
ingu um krabbamein hjá körlum og
minnum karlmenn sérstaklega á
að kynna sér og þekkja hvaða ein-
kenni geta bent til krabbameins og
hvetjum þá til að leita fljótt til læknis
verði þeir varir við einkenni.
Ég vil minna á að þrátt fyrir að
Mottumars sé liðinn þá þarf ávallt að
vera vakandi fyrir einkennum og láta
athuga sig þegar einkenni gera vart
við sig. Karlmenn leita sér síður upp-
lýsinga og aðstoðar þegar kemur að
andlegri og líkamlegri heilsu. Karla-
klefinn.is er fræðsluvefur sem er
hannaður fyrir karlmenn til að afla
sér upplýsinga um krabbamein, ein-
kenni og forvarnir. Þar er einnig að
finna Karlaklúbbinn, þar sem hægt
er að skrá sig og fá senda tölvupósta
nokkrum sinnum á ári með fróðleik
og hvatningu til að vera vakandi. Ég
hvet alla karlmenn að skrá sig og
vera ábyrga fyrir sinni eigin heilsu.
Krabbameinsfélag Suðurnesja
vill þakka þeim sem komu að
skipulagningu hlaupsins en það
er Ásdís Ragna Einarsdóttir, verk-
efnastjóri Lýðheilsumála í Reykja-
nesbæ, Börkur Þórðarson frá Þrí-
þrautardeild UMFN 3N, Baldur
Sæmundsson, formaður 3N, Reykja-
nesbæ sem gaf frítt í sund fyrir þátt-
takendur, Nettó og Mjólkurssam-
salan sem styrktu okkur um næringu
eftir hlaup.
Við þökkum þeim kærlega fyrir
stuðninginn.
Sigríður Erlingsdóttir,
forstöðumaður Krabbameins
félags Suðurnesja.
Aðalfundur Glímudeildar UMFN verður
haldinn miðvikudaginn 20.apríl á Smiðjuvöllum
5 Reykjanesbæ kl:20
Dagskrá aðalfundar er skv. 8.gr laga GDN
Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja, formaður
Aðalfundur Glímudeildar UMFN
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Aspardalur – Búsetuúrræði fyrir fatlaða
Fræðslusvið - Kennsluráðgjafi
Fræðslusvið - Sálfræðingur
Heiðarskóli - Náttúrufræðikennari á unglingastigi
Hljómahöll - Starfsmaður í tímavinnu
Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis
Súlan verkefnastofa - Vefstjóri
Velferðarsvið - Starfsmenn heimaþjónustu
Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR VILHJÁLMSSON
slökkviliðsmaður,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 1. apríl.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. apríl klukkan 12.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra
(diabetes.is).
Ásgeir Halldórsson Guðrún Brynjólfsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir Hjörleifur Hannesson
og barnabörn.
Vaskir glímukappar úr Reykjanesbæ
Um helgina fór fram grunnskólamót
Glímusambands Íslands. Mótið
fór fram í Melaskóla þann og tóku
sjö skólar þátt þar sem var keppt í
bekkjardeildum frá 5. til 10. bekk.
Fjórir keppendur tóku þátt úr
Reykjanesbæ og allir unnu til verð-
launa. Nderina Sopi úr Myllubakka-
skóla og Lena Andrejenko úr Heiðar-
skóla sigruðu í flokki 6. bekkjar, Ri-
nesa Sopi einnig úr Myllubakkaskóla
varð önnur í flokki 9. bekkjar og
Helgi Þór Guðmundsson úr Stapa-
skóla varð síðan 8. bekkjarmeistari.
Sundfólk ÍRB með sex titla
Tólf einstaklingar valdir í landsliðshópa SSÍ
Sundmenn ÍRB færðu sex íslandsmeistaratitla heim til Reykjanesbæjar eftir
Íslandsmótiðí sundi í 50 metra laug sem fram fór um síðustu helgi.
Þar var Eva Margrét Falsdóttir fremst í flokki en hún vann til fernra titla.
Íslandsmeistarar ÍRB á ÍM 50 2022:
Eva Margrét Falsdóttir: Íslands-
meistari í 200 metra bringusundi,
400 metra fjórsundi, 100 metra
bringusundi og 200 metra fjór-
sundi. Þá vann hún einnig silfur í
100 metra flugsundi.
Alexander Logi Jónsson: Íslands-
meistari í 200 metra flugsundi.
Fannar Snævar Hauksson: Íslands-
meistari í 100 baksund og vann
einnig silfur í 100 metra flugsundi,
50 metra baksundi og 100 metra
skriðsundi.
Aðrir verðlaunahafar:
Katla María Brynjarsdóttir: Brons í
1500 metra skriðsundi.
Guðmundur Leo Rafnsson: Silfur í
200 metra baksundi.
Sunneva Bergmann Ásbjörns-
dóttir: 400 metra fjórsund silfur,
800 metra skriðsund brons og
NÆM lágmark.
Aron Fannar Kristínarson: 200
metra baksund brons, 200 metra
fjórsund silfur, 400 metra fjórsund
silfur.
Elísabet Arnoddsdóttir: Silfur í
200 metra flugsundi.
Ástrós Lovísa Hauksdóttir: 100
metra baksund brons, 200 metra
baksund silfur og lágmark í lands-
liðsverkefni Framtíðarhóps SSÍ.
Karlasveit ÍRB vann silfur í
4x200 metra skriðsundi og sama
sveit vann brons í 4x100 metra
skriðsundi. Í sveitinni voru þeir,
Guðmundur Leo Rafnsson, Aron
Fannar Kristínarson, Fannar
Snævar Hauksson og Stefán Elías
Berman. Karlasveitin vann brons
í 4 x100 metra fjórsundi en í
sveitinni voru Guðmundur Leo
Rafnsson, Kári Snær Halldórsson,
Fannar Snævar Hauksson og
Stefán Elías Berman.
Kvennasveit ÍRB vann brons í
4x200 metra skriðsundi. Í sveit-
inni voru Eva Margrét Falsdóttir,
Elísabet Arnoddsdóttir, Sunneva
Bergmann Ásbjörnsdóttir og Katla
María Brynjarsdóttir.
Lágmörk í sumarverkefni SSÍ
sem náðust um helgina.
Katla María Brynjarsdóttir: Lág-
mark á NÆM í 800 metra skrið-
sundi.
Sunneva Bergmann Ásbjörns-
dóttir: Lágmark á NÆM í 400
metra skriðsundi.
Að loknu móti þá tilkynnti SSÍ
landsliðshópa og þar eiga tólf ein-
staklingar frá ÍRB sæti.
Fimm sundmenn í verkefni Unglingalandsliðshópi SSÍ:
Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, Katla María Brynjarsdóttir; Eva Margrét
Falsdóttir, Fannar Snævar Hauksson og Kári Snær Halldórsson.
Sjö sundmenn í verkefni Framtíðarhópslandsliði SSÍ:
Daði Rafn Falsson, Árni Þór Pálmason, Nikolai Leo Jónsson, Denas Kazulis,
Elísabet Arnoddsdóttir, Freydís Lilja Bergþórsdóttir og Ástrós Lovísa Hauksdóttir.
22 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM