Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.2022, Side 24

Víkurfréttir - 13.04.2022, Side 24
Mundi Þúsund manns í Bingó! Lífið er sem betur fer að komast í réttan farveg á nýjan leik eftir heims- faraldur og ljóst að þrá fólks í „eðli- legt“ líf er mjög mikil. Í pistli mínum fyrr í vetur talaði ég um að hliðin væru að opnast þegar heilbrigðis- ráðherra gaf það út að öllum tak- mörkunum yrði aflétt í lok febrúar. Greinilegt að löngun fólks í eðlilegt líf var nokkuð meiri en mann grunaði. Mannfagnaðir eru nú haldnir á hverju strái, eru afar vel sóttir af fólki úr öllum aldurshópum og gleðin skín úr hverju andliti. Enda skal engan undra því við eigum sennilega aldrei eftir að taka þessum mannfögnuðum sem sjálfsögðum hlut á nýjan leik eftir þær raunir sem hafa dunið á okkur síðustu tvö árin. Ef einhver hefði t.d. sagt mér fyrir einhverjum árum síðan að yfir 1.000 manns myndu sækja BINGÓ-skemmtanir hjá tveimur íþróttadeildum hér í bæ þá hefði ég hlegið dátt að við- komandi – en sú varð raunin núna í lok mars og í byrjun apríl þegar körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur stóðu fyrir fullorðins Bingóviðburðum. Afar vel heppnað hjá deildunum og fólk á öllum aldri fjölmennti og skemmti sér vel. Eins og ein „heldri“ kona orðaði það svo vel við mig þá voru vinningarnir aukaatriði, þótt þeir væru glæsilegir, aðalmálið var að komast út og hitta fólk, dansa og hafa gaman! Svona hlutir hafa eðlilega verið af skornum skammti síðustu tvö ár með öllum þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi en núna erum við öll eins og beljur á vorin að fagna langþráðu frelsinu. Persónulega hef ég saknað mannfagnaða gríðarlega enda haft það sem aukastarf síðustu tuttugu árin að taka að mér veislustjórn eða ræðuhöld á alls kyns viðburðum. Þetta er bara svo ótrúlega gaman og er alveg ómissandi þáttur mann- lífsins að fólk hittist og skemmti sér saman. Enda hefur maður séð það augljóslega síðustu vikur að fólk hefur saknað mannfagnaða og við- burða enda stemmningin heldur meiri núna en í venjulegu árferði. Mér þótti það svo gaman um daginn þegar maður hringdi í mig utan af landi fyrir nokkrum vikum síðan en sá hafði bókaði mig sem veislustjóra í brúðkaup sitt snemma árs 2020 en því var frestað. Núna fékk ég sím- talið og brúðkaup fer fram í ágúst 2022, reyndar ekki sama konan sem hann ætlar að giftast en loksins komið að þessu! Þarna verður pott- þétt stuð! LO KAO RÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON A Ð K V Ö L D I S K Í R D A G S Á H R I N G B R A U T O G V F . I S Þeir félagar Grétar Magnússon, gullaldarliðsknattspyrnumaður úr Keflavík, og Helgi Rafnsson, körfuboltamaður úr Njarðvík, lærðu báðir rafvirkjun og þegar litið er til tuttugu ára aldursmunar á þeim er óhætt að segja að það hafi verið frekar óvænt að leiðir þeirra lágu saman en fljótlega eftir það stofnuðu þeir rafverktaka- fyrirtækið Rafholt. Keppnisskap og reynsla úr íþróttum hefur hjálpað þeim í rekstri og uppbyggingu Rafholts sem nú er orðið stærsta fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Grétar og Helgi eru eru gestir okkar í þættinum Suður með sjó sem sýndur verður á Hringbraut og vf.is að kvöldi skírdags. Þáttaröðin Suður með sjó heldur svo áfram í sumar með fleiri áhugaverðum gestum. VIÐ EIGUM 2 ÁRA AFMÆLI Í APRÍL 3 RÉTTA MATSEÐILL á aðeins 5.900 kr. á mann með fordrykk frá og með 14. apríl matseðillinn mun breytast á tveggja vikna fresti bókaðu borð á www.TheBridge.is @thebridge.courtyardkef @courtyardkef ALLIR VELKOMNIR Nýtt nafn á Helguvík: Vatnsleysa!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.