Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 10
Hefði ekki viljað vera inni í allt sumar „Persónulega finnst mér ekki nógu mikið í boði fyrir fólk á mínum aldri,“ segir Aríel Gauti Gunnarsson um stöðu ungmenna á vinnumarkaðnum. Hann segir fjölbreyttara framboð vinnu hjá sveitarfélaginu geta verið lausn á málinu. Í sumar ætlar Aríel Gauti að vinna hjá iðnaðarfyrirtækinu Stéttarfélagið ehf. Af hverju ákvaðst þú að sækja um þessa vinnu? Ég ákvað að sækja um þessa vinnu vegna þess að ég fæ laun sem ég er sáttur með og það var ekki mikið í boði fyrir mig í Reykjanesbæ. Hvað ert þú að gera í vinnunni? Ég er meira og minna að aðstoða þegar þörf er á, eins og til dæmis núna upp á síðkastið hef ég verið að hjálpa til við að klæða hús. Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína? Það sem mér finnst skemmtilegast við vinnuna mína er að fá að vera úti, hefði ekki viljað vera inni í allt sumar. Hvar sóttir þú um fyrir sumarið? Ég sótti ekki um neinar vinnur þetta sumarið. Var erfitt fyrir þig að finna sumarvinnu? Það er smá erfitt að fá vinnu í Reykjanesbæ fyrir minn aldur en þar sem stjúppabbi minn er að vinna hjá þessu fyrirtæki var auðveldara fyrir mig að fá vinnu hjá Stéttarfélaginu. Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna? Mér finnst hún allt í lagi en það mætti vera meira í boði fyrir unga fólkið. Fannst þér mikið í boði fyrir fólk á þínum aldri? Persónulega finnst mér ekki nógu mikið í boði fyrir fólk á mínum aldri þar sem sumir eru ennþá að leita sér að sumarvinnu. Hvað mætti gera til þess að koma til móts við ungmenni á vinnumarkaði? Ég er ekki alveg viss hvernig mætti koma betur til móts við ungmenni á vinnumarkaði en það gæti kannski verið sniðugt að bjóða upp á fjöl- breyttari vinnur eins og hjá bænum. Hjálpaði að vera með bílpróf „Mér fannst ekki mikið í boði fyrir fólk á mínum aldri en það hjálpaði til að hafa bílpróf og bíl,“ segir Elísa Helga Friðriksdóttir, starfsmaður í Pennanum Eymundsson í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Af hverju ákvaðst þú að sækja um þessa vinnu? Ég ákvað að sækja um í Pennanum Eymundsson af því mig vantaði sumarvinnu og var alltaf með í huga að sækja um í versluninni í Krossmóanum. Hvað ert þú að gera í vinnunni? Ég afgreiði fólk sem kemur til okkar, raða upp og fylli á og geri upp kassann eftir lokun. Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína? Það er margt skemmtilegt við vinnuna en sérstaklega fólkið sem ég vinn með því ef þau eru ekki skemmtileg þá er ekkert skemmtilegt. Hvar sóttir þú um fyrir sumarið? Ég sótti um í Flügger, Lyfju í Reykjanesbæ og í Pennanum Eymundsson. Var erfitt fyrir þig að finna sumarvinnu? Ég hélt að það myndi alveg vera erfitt því á flestum stöðum þarf maður að vera átján til tuttugu ára en það var alveg auðvelt í ár. Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna? Ég held að hún sé alveg ágæt fyrir þá sem eru til í að vinna vaktavinnu en sumir á mínum aldri áttu í einhverjum erfiðleikum því sums staðar var frekar tekið inn fólk sem er fætt 2004 eða fyrr. Fannst þér mikið í boði fyrir fólk á þínum aldri? Nei, mér fannst ekki mikið í boði fyrir fólk á mínum aldri en það hjálpaði til að hafa bílpróf og bíl. Hvað mætti gera til þess að koma til móts við ungmenni á vinnumarkaði? Það mætti kannski auglýsa betur hvaða störf eru í boði fyrir ungt fólk. Þegar maður fer af stað að sækja um vinnu veit maður ekki hvar vantar fólk en svo virðist vera frekar margt í boði. Og kannski bjóða upp á vinnu með skóla og íþróttum þannig að maður geti átt pening fyrir alls konar afþreyingu yfir veturinn. Staða ungmenna á vinnumarkaði: Hvar ætlar unga fólkið á Suðurnesjum að vinna í sumar? Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.