Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Mikið um að vera í útgerðarmálum á Suðurnesjum Júlímánuður kominn í gang og ansi rólegt um að vera í útgerðarmálum á Suðurnesjunum. Reyndar hefur verið mjög góð handfæraveiði hjá þeim bátum sem róa á handfæri en langflestir, eða yfir 30 bátar, eru að landa í Sandgerði og skiptast þeir í tvo hópa. Strandveiðibátana og handfærabátana sem eru að eltast við ufsann. Það verður að segjast að veiðin hjá handfærabátunum er búin að vera óvenjulega góð núna það sem af er sumri en vanalega hefur þorskveiðin dottið niður um miðjan júní. Núna hefur verið góð þorsk- veiði og strandveiðibátarnir náð skammtinum auk þess að fá ufsa með. Þeir bátar sem hafa einblínt á ufsann, þeim hefur gengið mjög vel. Flestir bátanna landa í Sandgerði og núna það sem af er júlí er t.d. Snorri GK 1 með 5,7 tonn í þremur róðrum en þessi bátur hét áður Brynjar KE, Addi Afi GK 18,3 tonn í þremur róðrum, Ragnar Alfreðs GK 14,1 tonn í tveimur og mest átta tonn í einni löndun, Sindri GK 8,6 tonn í tveimur og Guðrún GK með níu tonn í þremur róðrum. Allir þessir bátar hafa landað í Sandgerði. Enginn bátur er á netum frá Suðurnesjum enn sem komið er og vekur það nokkra athygli. Grímsnes GK fór á rækjuveiðar en er hættur veiðum og kominn til Njarðvíkur. Aðeins einn bátur hefur verið að róa á dragnót núna í júlí og er það Aðalbjörg RE frá Reykjavík en hún rær frá Sandgerði. Aðalbjörg RE er með fimmtán tonn í tveimur róðrum og mest ellefu tonn í einni löndun. Annars er mest um að vera núna í slippnum í Njarðvík enda margir bátar þar í viðhaldi og Öðlingur SU er kominn þangað til lengingar. Annars er stærsta fréttin um þessar mundir sú að eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Suður- nesjum Vísir hf. í Grindavík hefur nú verið selt. Kaupandinn er Síldar- vinnslan á Neskaupstað, eða SVN. Þetta vekur nokkra athygli og alveg víst að mörgum þekkja sögu SVN á Suðurnesjunum líst kannski ekki á þetta. Um aldamótin var loðnubræðsla í Sandgerði, sem áður hafði heitið Njörður ehf., en var seld til fyrir- tækisins Snæfells ehf. Á þeim tíma rak SVN verksmiðju í Helguvík. Nokkrum árum eftir aldamótin þá kaupir SVN Snæfell og var þá verk- smiðjunni í Sandgerði lokað. Verk- smiðjan í Helguvík var þó rekin áfram en henni var á endanum lokað fyrir nokkrum árum síðan. Vísir hf. er fjölskyldufyrirtæki en SVN er með nokkur fyrirtæki sem eiga í því, t.d. á Samherji hf. hlut í SVN. SVN á Berg Huginn ehf. í Vest- mannaeyjum og með smá flækjum má sjá að annað fyrirtæki sem er mikið í Grindavík er þá orðinn svo til hluthafi í Vísir hf. í gegnum SVN, það er Gjögur ehf. en Gjögur á hlut í Samherja sem rekja má aftur til þess tíma þegar að togarinn Guð- steinn GK var keyptur af nokkrum útgerðarfyrirtækjum í Grindavík. Reyndar komst Guðsteinn GK aldrei inn í Grindavíkurhöfn en landaði þess í stað í Hafnarfirði. Óskar sem þá átti Arnarvík HF í Grindavík kom upp með nafnið Samherji en það var sameiginlegt nafn fyrirtækjanna sem áttu Guð- stein GK. Þessi togari varð síðan upphafið af því veldi sem Samherji hf. er í dag, því þeir kaupa Guðstein GK og skíra hann Akureyrin EA. Því má kannski segja að Samherji hf. sé aftur kominn til Grindavíkur með flækjum, því þeir áttu fiskimjöls- verksmiðjuna sem var í Grindavík en brann og eyðilagðist. aFlaFrÉttir á SuðurNESjuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is w Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Verið velkomin í nýja og glæsilega gleraugnaverslun „Það er búið að ganga miklu betur en ég þorði að vona. Það er alltaf einhver rödd aftast í hausnum á mér sem segir mér að fólk sé ekki tilbúið í þetta,“ segir frumkvöðullinn Árni Geir Fossádal Rúnarsson. Árið 2021 stofnaði Árni rafmagnsbílaleiguna 99 Electric Car Rental en það er hugmynd sem hann hann hafði verið með í kollinum lengi. Hann er að læra alþjóðleg viðskipti í Robert Gordon University í Aberdeen og á sumrin sér hann um bílaleiguna – en af hverju rafmagnsbílar? „Þegar ég byrjaði var enginn með einungis rafmagnsbíla í útleigu. Ég geri mér grein fyrir því að ég væri ör- ugglega búinn að græða meiri pening á því að kaupa tuttugu Duster-a og leigja þá út en ég var með ákveðna mynd í hausnum sem ég vildi keyra á en ekki gera það sem allir aðrir eru að gera,“ segir Árni. Varð að ná heilu sumri Árni vann á bílaleigunni Blue Car Rental þegar notkun rafmagnsbíla fór að færast í aukana. Á þeim tíma furðaði hann sig á því að stórar bíla- leigur væru ekki að bjóða upp á þann kost. „Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera einhver ástæða fyrir því og ýtti þá þessari hugmynd aðeins til hliðar,“ segir Árni og bætir við: „Hún kviknaði síðan aftur á fyrsta árinu mínu í skólanum, sem sagt í fyrra. Ég fór þá að vinna í þessu og ákvað að prófa þetta. Ég vissi að það væru fleiri en 250 hleðslustöðvar á Íslandi og það eru til bílar sem komast milli 300 og 600 kílómetra í einu svo ég hugsaði að það ætti alveg að ganga fyrir venjulegt ferðalag í kringum landið. Ég ákvað að byrja á því að kaupa mér þá þrjá bíla og sjá hvernig þetta virkar. Ég náði bara einum mánuði í útleigu í fyrra en hugarfarið mitt var það að ég yrði að ná heilu sumri, sem er einmitt það sem er að gerast þetta sumar.“ Aðspurður hvernig hefur gengið með fyrirtækið hingað til segir hann að útleigur hafi gengið vonum framar. „Fólk sem er að leigja bílana hjá mér segir gjarnan við mig að því finnist Ísland svo fallegt land og þess vegna langi því að leggja sitt að mörkum til að halda því þannig. Ég segi þá alltaf við þau að mér finnist skrítið að Ísland sé ekki með ákveðna frumkvöðlastefnu þegar kemur að rafmagnsbílum. Við lifum náttúrlega á fegurðinni á landinu hérna og við þurfum að halda í hana. Síðan er hægt að koma með skiptar skoðanir um hvort að rafmagnsbílar séu í raun umhverfisvænir en með þeim er fólk að spara sér upp að 70% af peningnum sem fer í bensín og það er eitthvað sem fólk er al- mennt ánægt með,“ segir Árni. Persónuleg þjónusta Bílaflotinn samanstendur af fimm rafmagnsbílum en Árni segir það vera vegna þess að hann sjái einn um allt ferlið sem viðkemur hverjum bíl. „Ég er með þessa fimm bíla, aftur á móti er ég bara einn með þetta allt og ég vil veita viðskiptavinum per- sónulega þjónustu. Ég heyri í þeim og athuga hvernig leigan hefur verið og hvernig allt er að ganga þegar hún er hálfnuð. Ég reyni að vera til staðar fyrir viðskiptavinina eins og ég get,“ segir Árni. Vinir hans hafa hjálpað honum mikið með bílaleiguna, að- spurður hvernig hann greiði þeim segir hann: „Ég býð þeim út að borða eða eitthvað skemmtilegt.“ Hann segir drauminn vera að hann og vinir hans geti unnið á bíla- leigunni saman en segir væntinga- stjórnun vera stóran part af þessu verkefni hans. „Ég er samt að passa mig að vera ekki með of miklar væntingar. Á meðan þetta er svona lítið langar mig ekki að segja hvert endanlega markmiðið er. Þetta er bara lítið verkefni sem ég er með núna og ætla að vinna í og reyna að láta ganga eftir bestu getu, ef það gengur ekki þá er það bara svoleiðis og maður lærir af því,“ segir Árni. Aðspurður hvort bílarnir séu kyrrstæðir yfir veturna svarar hann játandi. „Þetta eru náttúrlega raf- magnsbílar og ég hugsa að ég verði ekki með leigu á veturna fyrr en að bílarnir byrja að komast lengra, kuldinn hefur svo mikil áhrif á raf- magnsnotkunina. Ég hef líka alveg hugsað út í það að vera með eitt- hvað annað í boði tengt bílaleigunni yfir vetrartímann eins og til dæmis gistingu eða eitthvað þannig en það eru bara pælingar,“ segir hann. Hamingjan númer eitt, tvö og þrjú Árni er með umhverfisvæn og sjálfbær viðmið þegar kemur að bíla- leigunni. „Hún er umhverfisvæn, það eru engir pappírar í ferlinu og allt fer fram á netinu. Síðan er ég líka að reyna að skapa það andrúmsloft að það séu engir þjónustufulltrúar heldur nálgast fólk þjónustuna á þægilegan máta án óþarfa hika í ferlinu. Það er samt eitthvað sem verður líklega ekki að veruleika fyrr en ég er búinn með skólann,“ segir hann. Aðspurður hver markmið hans er í stóra samhenginu segir hann: „Þetta er ógeðslega erfið spurning. Ég segi alltaf að mig langi að vera hamingjusamur, fjölskylda mín sé hamingjusöm og að ég geti veitt þeim eins mikinn stuðning og ég get, bæði fjárhagslega og almennt. Ég er ekki með það markmið að verða for- stjóri í stóru fyrirtæki á ákveðnum aldri eða ná einhverri gráðu fyrir ein- hvern tíma. Ég ætla að halda áfram og sjá hvert vegurinn leiðir mig. Það verður kannski eitthvað til úr því eða kannski ekki. Aðalatriðið er að vera á góðum stað til þess að geta hjálpað fjölskyldunni og að allir séu glaðir.“ Ætla að halda áfram og sjá hvert vegurinn leiðir mig Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.