Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is á timarit.is Nýjungar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Það var sannkölluð hátíðar- stemmning var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við opnun tveggja nýja verslana og veitingastaðar. Veitingastaðurinn Maika’i og skartgripaverslunin Jens opnuðu í svokölluðum pop-up rýmum og verða því starfrækt á flugvellinum í takmarkaðan tíma. Auk þess var bókabúð Pennans Eymundsson opnuð í nýju og stærra rými eftir rösklega flutninga á einni nóttu úr eldra rými búðarinnar í bygging- unni. Klippt var á borða, flugstöðin skreytt og gestum og gangandi boðið upp á popp í tilefni dagsins. Á næstu vikum verða fleiri pop-up veitingastaðir og verslanir opnuð á flugvellinum. Gunnhildur Erla Vil- bergsdóttir, deildarstjóri verslun og veitingar hjá Isavia, hefur þetta að segja um nýjungarnar: „Við vinnum stöðugt að því að bæta upplifun far- þega sem fara hér um, í samvinnu við góða samstarfsaðila. Við erum mjög spennt fyrir þeim breytingum sem eiga sér stað á Keflavíkurflug- velli í sumar.“ Maika’i Veitingastaðurinn Maika’i hefur notið mikilla vinsælda fyrir açaí- skálarnar sínar á síðustu árum. Eigendur staðarins, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, opnuðu fyrsta Maika’i- staðinn í Mathöllinni við Höfða en stuttu síðar opnuðu þau fyrsta útibúið á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hefur fyrir- tækið vaxið og dafnað og fást nú vörur þeirra í verslunum víða um land og er staðurinn nú opinn í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. „Það er búið að vera okkar markmið og draumur frá fyrsta degi að opna þarna þar sem okkur finnst þetta passa 100% þangað inn [í FLE]. Þetta er risastórt tækifæri fyrir maikai og mögulega leiðir þetta okkur í fleiri ævintýri, maður veit aldrei,“ segir Elísabet Metta. Jens Skartgripaverslunin Jens er fjöl- skyldufyrirtæki sem er nú rekið af þriðju kynslóð gullsmiða. Alls eru verslanirnar fjórar auk netversl- unar. Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdarstjóri Jens, segir það hafa verið draumur fjölskyldunnar að prófa rekstur í fríhöfninni. „Við erum auðvitað í skýjunum með að vera búin að fá þetta tækifæri,“ segir hún og bætir við: „Það er þýðingar- mikið fyrir lítið fjölskyldufyrirtæki eins og okkar að fá svona tækifæri, fyrirtækið hefur verið að vaxa og dafna undanfarin ár – og þetta skref skiptir miklu máli fyrir okkur til að komast á næsta þrep á þeirri veg- ferð.“ Þrátt fyrir að verslunin sé með tímabundinn samning í flugstöðinni segir Ingibjörg að þau ætli að gera sitt allra besta til að reka verslunina um ókomna tíð. Penninn Eymundsson Bókabúð Pennans Eymundssonar hefur verið í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar um árabil en þennan dag opnaði ný og stærri verslun í öðru rými í Leifsstöð. „Bókabúðin er alltaf vinsælt stopp farþega og er því sér- staklega ánægjulegt að hún sé komin í stærra rými,“ segir Gunnhildur Erla. Áhersla hefur hingað til verið lögð á sölu íslenskra og erlendra bóka en nú er einnig hægt að kaupa gjafa- og matvöru í versluninni. „Þetta er spennandi viðbót hjá okkur. Þrátt fyrir að hafa innleitt gjafavöruna og matvöruna erum einnig að auka við bækurnar hjá okkur, það er í raun alveg öfug þróun við aðrar bóka- búðir á flugvöllum. Þær eru búnar að færast í þá átt að minnka bækurnar og fara meira í að selja sælgæti og samlokur og annað. Á meðan erum við að gera bókunum hátt undir höfði, sem er heldur skemmti- legt,“ segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs hjá Ey- mundsson. Þess má geta að fyrsta prentun Njálu frá árinu 1772 er til sýnis í versluninni. Samkaup og Spotify eigast við í norrænu einvígi Samkaup valin númer eitt á Íslandi í fjölbreytni, kominn áfram í Norðurlandakeppni Samkaup hafa unnið til norrænu Blaze Inclusion jafnréttisverð- launanna, sem veitt eru af norsku samtökunum Diversify, í flokki ís- lenskra fyrirtækja fyrir fjölbreytni (e. synergist). Verðlaununum er ætlað að efla einstaklinga og fyrir- tæki sem vinna markvisst að því stuðla að fjölbreytni og jafnrétti innan fyrirtækja sinna. Keppa við Spotify Samkaup sigraði fjögur önnur íslensk fyrirtæki í flokknum um fjölbreytni, þ.á m. Marel og Bláa lónið, og etja nú kappi við fyrirtæki frá fjórum nor- rænum þjóðum, þ.á m. hið sænska Spotify. Kosning er hafin og stendur yfir til 3. ágúst. Tilkynnt verður hver ber sigur úr býtum á verðlaunahátíð í Osló þann 27. ágúst næstkomandi. Hægt er að taka þátt í kosningunni á vef samtakanna Diversify (diver- sify.no). Vilja vera besti vinnustaðurinn fyrir starfsfólk í verslun Samkaup hafa sett sér það markmið að verða besti vinnustaður fyrir starfsfólk í verslun hér á landi. Þess má geta að Gunnur Líf Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri mann- auðs- og samskiptasviðs Samkaupa, var í vetur valin millistjórnandi ársins hjá Stjórnvísi auk þess sem Samkaup hlutu Menntaverðlaun at- vinnulífsins. Jafnréttisátak hlaut verðlaun HÍ og SA Samkaup hrinti í fyrra úr vör jafn- réttisátakinu Jafnrétti fyrir alla – Samkaup alla leið, þar sem mark- miðið var að gefa starfsfólki jöfn tækifæri og meta það að verðleikum sínum. Átakið er unnið í samvinnu við Samtökin ‘78, Þroskahjálp og Mirru, rannsókna- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk. Í því felst að bæta ferla, standa fyrir fræðslufyrir- lestrum fyrir starfsfólk í verslunum Samkaupa um allt land og bjóða upp á rafræna fræðslu á vegum samtakanna þriggja og vinnufundi með stjórnendum. Sérstök áhersla er lögð á að stjórnendur sýni gott fordæmi fyrir starfsfólk sitt og taki málefni jafnréttis til gagngerrar skoð- unar með starfsmannahópnum á hverjum stað. Fyrir átakið hlutu Samkaup í lok síðasta árs tvenn hvatningarverðlaun jafnréttis sem Samtök atvinnulífsins og Háskóli Ís- lands standa að, annars vegar í flokki fjölmenningar og hins vegar í flokki fötlunar. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri mannauðs- og sam- skiptasviðs Samkaupa: „Það er af- skaplega gleðilegt að hljóta þessi verðlaun í íslenska flokknum og vonandi sigrum við í stóru, norrænu keppninni. Við hjá Samkaupum brennum fyrir jafnréttismálum og verðlaunin eru viðurkenning fyrir okkar miklu vinnu. Við lítum þó ekki svo á að þeirri vinnu sé lokið því það þarf statt og stöðugt að gæta að því að staða starfsfólks okkar sé jöfn, óháð kyni, kynhneigð, uppruna o.fl. Við eigum líkt og flest önnur fyrirtæki enn nokkuð í land í þeim efnum.“ Um Samkaup: Samkaup reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Kram- búðin, Kjörbúðin, Iceland og Samkaup Strax. Mikil fjölbreytni einkennir starfsmannahópinn hjá Samkaupum en alls starfa 1.500 manns hjá fyrirtækinu í fullu starfi eða hlutastarfi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna ‘78, og Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa, við undirritun samstarfssamningsins í haust. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslun og veitingar hjá Isavia. 4 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.